Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Qupperneq 60

Frjáls verslun - 01.03.2005, Qupperneq 60
A uðkýfingalisti Sunday Times, yfir 1.000 auðugustu Bretana og útlendinga sem búa hér á Bretlandseyjum er árlegur viðburður. Í fysta sinn eru fjórir Íslendingarnir á listanum, þeir Björgólfur Thor Björgólfsson, Ágúst og Lýður Guð- mundssynir og Jón Ásgeir Jóhannesson. Í inngangsgrein er einmitt bent á „íslensku innrásina“ og talað um Jón Ásgeir og Baug, sem ávallt hlýtur mesta athygli Íslendinganna í umfjöllun hér því hann á svo þekkt vörumerki. Auk þess er sérstök umfjöllun um hann í listanum sjálfum. Af öðru íslensku ívafi er hin hálfíslenska skódrottning Linda Kristín Bennett á listanum og Moussaieff-fjölskyldan. Indverskur stálkarl trónir á toppnum Sá, sem trónir langefst á aðal- listanum, er Lakshmi Mittal, 54 ára Indverji af stálbræðsluætt, en hefur af eigin rammleik byggt upp stálveldi, sem spannar hnöttinn. Það eru ekki síst kaup á gömlum stálbræðslum í Austur-Evrópu og Rússlandi undanfarinn áratug, sem hafa gert hann að ríkasta manni Bretaveldis og þeim þriðja ríkasta í heimi. Lifnaðarhættir hans minna á keisara fyrri alda, enda dugði honum ekki minna en sjö dagar í París til að gifta dóttur sína og þá líka með veislu í Versölum sólkóngsins, auk hátíðahalda á Indlandi. Vísast eru austur-evrópsku tækifærin á þrotum þar sem Mittal er farinn að kaupa stálbræðslur í Kína. Rússagull er einnig undirstaða auðæfa Roman Abramovich, eiganda Chelsea, einkum olíuvinnsla. Oleg Deripaska hefur lifað af álstríðið í Rússlandi og hreppti Rusal, stærsta álfyrirtæki Rússlands, annað stærsta álfyrirtæki í heimi og eitt stærsta fyrirtæki heims í einkaeign. Indversku Reuben-bræðurnir, Simon og David, hafa auðgast á málm- viðskiptum í Rússlandi og fasteignum. Fimmmenningarnir hafa allir verið viðfangsefni fjölmiðla, því ýmislegt í viðskiptum þeirra hefur þótt orka tvímælis. Nýir peningar ýta út gömlum peningum Þegar Abramovich fór fram úr hertoganum af Westminster í fyrra var það í fyrsta skipti, sem A U Ð M E N N Í B R E T L A N D I Fjórir Íslendingar eru í fyrsta sinn á lista Sunday Times yfir 1.000 ríkustu menn Bretlands. Þetta eru þeir Björgólfur Thor Björgólfsson, Ágúst og Lýður Guðmundssynir og Jón Ásgeir Jóhannesson. LISTI SUNDAY TIMES AUÐJÖFRAR BRETLANDS 60 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 Indverjinn Lakshami Mittal og Rússinn Roman Abramovich eru ríkustu menn Bretlands. TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.