Reykjanes - 05.02.2015, Qupperneq 7
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
7
26
64
0
1/
15
Sumarstarf á söluskrifstofu Icelandair
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Icelandair leitar að öflugum liðsmanni á söluskrifstofu félagsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á krefjandi
starfi í hröðu og síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi.
Starfssvið:
n Sala á flugfargjöldum, hótelgistingu og bílaleigubílum
n Upplýsingaveita, ráðgjöf og þjónusta
n Útgáfa ferðagagna
n Önnur tilfallandi verkefni sem fara fram í deildinni
Hæfniskröfur:
n Menntun í ferðafræðum – IATA-UFTAA próf er æskilegt
n Þekking og reynsla af farseðlaútgáfu og Amadeus bókunarkerfi
n Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg
n Góð almenn tölvuþekking er nauðsynleg
Hér er um sumarstarf að ræða. Vaktafyrirkomulag er 2-2-3.
Lögð er áhersla á vönduð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt hæfni til að vinna í hóp.
Við leitum að áhugasömum einstaklingi sem sýnir frumkvæði, er jákvæður og viðmótsþýður og sem býr yfir ríkri þjónustulund.
+ Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn
eigi síðar en 7. febrúar 2015.
Nánari upplýsingar veita:
Ólafía G. Ólafsdóttir I olafia@icelandair.is
Pétur Ómar Ágústsson I starf@icelandair.is
5. Febrúar 2015 7
Febrúar vonandi gæfusamari
Jæja þessi hörmungarmánuður er að enda kominn. Gríðarlegar mik-ilar ótíðir eru búnar að vera mestan
hluta janúars og minni bátarnir sem og
dragnótabátarnir hafa mjög lítið komist
á sjóinn.
Nokkrir minni línubátanna fóru til
Keflavíkur og Reykjavíkur til þess að
róa á meðan á öllum þessum látum stóð
á og náðu þeir að kroppa aðeins upp.
Betra enn ekki neitt. Daðey GK fór til
Reykjavíkur og landaði þar 12 tonnum
í þremur róðrum og er komin með 95
tonn í 18 róðrum í heildina. Þórkatla
GK fór til Hafnarfjarðar og landaði þar
12 tonnum í þremur róðrum og er þá
komin með 70 tn í 16 í heildina.
Af öðrum bátum má nefna að Óli
Gísla GK er með 50 tn í 15, Gottileb GK
38 tn í 10, Pálína Ágústdóttir GK 37,5
tn í 10, og Bergur Vigfús GK 16 tn í 4.
Gulltoppur GK er búinn að fara á
mikið flakk núna í janúar. Hann byrj-
aði árið í Sandgerði, er síðan þá búin
að landa í Grindavík, Þorlákshöfn,
Hafnarfirði og er núna komin norður
og að landa á Siglufirði og Skagaströnd.
Þar með er fokinn út í veður vind þessi
setning að “ fara suður á vertíð”. Hefur
Gulltoppur GK landað í heildina 134
tonnum í 20 róðrum og þar af 33 tonn
fyrir norðan í þremur róðrum. Óli á
Stað GK hefur landað 130 tonnum í
19. Guðbjörg GK 60 tn í 15.
Ekki er nú áhöfninn á Ágústi GK
búinn að gera mikið núna í janúar.
Báturinn landaði 50 tonnum í byrjun
janúar sem landað var í Njarðvík og
kom báturinn þangað bilaður og voru
stopp mest allan janúarmánuð. Fjölnir
GK hefur gengið best stóru beitninga-
vélabátanna og landað 306 tonnumí
4, Kristín GK 271 tní 4, Páll Jónsson
GK 268 tn í 4, Sturla GK 257 tn í 4,
Sighvatur GK 237 tn í 4, Jóhanna Gísla-
dóttir GK 220 tn í 4, Tómas Þorvalds-
son GK 199 tní 5 og Valdimar GK 184
tn í 5. Eins og sést þá eru þetta engar
mokveiðiaflatölur og óvenjulega lítill
afli miðað við janúarmánuð.
Erling KE er orðin hæstur netabát-
anna á landinu núna í janúar og hefur
landað 171 tonn í 11 róðrum og mest
35 tonn í einni löndun. Tjaldanes GK
57 tn í 8 og mest 17 tonn í einni löndun,
Grímsnes GK 56 tní 14, Gunnar Há-
mundarsson GK 13 tní 8, Maron GK
12 tní 12, Askur GK 11 tní 9, Hraunsvík
GK 9,6 tní 8. Sunna Líf KE 7,6 tn í 8.
Dragnótaveiðin er búinn að vera
arfaléleg enda bátarnir lítið sem ekk-
ert komist á sjóinn. Benni Sæm GK er
hæstur bátanna enn þó einungis með
41 tonn í 10 róðrum. Örn KE tæp 37
tn í 16. Sigurfari GK 28 tn í 10, Aðal-
björg RE 9,3 tn í 6 enn báturinn landar
í Sandgerði.
Togskipin hafa að mestu verið að
veiðum við Vestfirðina og landað meðal
annars á ísafirði og er þá aflanum ekið
suður til vinnslu. Veiði Nesfiskstogar-
anna hefur verið ansi góð. Berglín
GK með 489 tonn í 6 löndunum og
Sóley Sigurjóns GK 477 tonn lika í
sex löndunum. Vekur þetta nokkra
athygli þar sem að Berglín GK er mun
minna skip heldur enn Sóley Sigurjóns
GK. Vörður EA 365 tonn í 7, Áskell EA
323 tonn í 7.
Það getur nú varla versnað veðrið
og framundan er febrúar og vonandi
verður hann gæfusamari enn þessi öm-
urlegi janúarmánuður
Gísli R.
Aflafréttir
Listamaður á söguslóðum:
Jóhannes Larsen á ferð
um Ísland 1927 og 1930
Norrænu félögin á Suðurnesjum standa fyrir kynningu á ný-útkominni bók um ferðir
Jóhannesar Larsen, listmálara laugar-
daginn 7. febrúar 2015 kl. 15: 00 í bíósal
Duushúsa í Reykjanesbæ
Höfundur bókarinnar, Vibeke
Nørgaard Nielsen og þýðandi hennar,
Sigurlín Sveinbjarnardóttir hafa báðar
kynnt sér sögu Jóhannesar Larsen mjög
vel munu segja frá ferðalagi þessa
danska listmálara um Ísland 1927 og
1930. Í upphafi dagsskrár er kynning
á myndlistarsýningu með teikningum
Johannesar Larsen „Sagafærden„. Því
næst mun höfundur bókarinnar um
Johannes Larsen segja frá löngum og
erfiðum ferðalögum Johannesar Larsen
um Ísland.
Listmálarinn Johannes Larsen fór
í tvær ferðir til Íslands til að teikna
myndir fyrir hátíðarútgáfu Íslendinga-
sagna sem kom út í tilefni af þúsund ára
hátíð Alþingis á Íslandi 1930. Vibeke
Nørgaard Nielsen hefur lesið dag-
bækur hans og ferðast í fótspor hans
og árið 2004 gaf Johannesar Larsen
safnið í Kerteminde út bók hennar
SAGAFÆRDEN - Island oplevet af
Johannes Larsen -1927 og 1930. Nú
hefur Sigurlín Sveinbjarnardóttir þýtt
bókina á íslensku og er hún gefin út
hjá bókaútgáfunni Uglu með titilinn
Listamaður á söguslóðum. Johannes
Larsen á ferð um Ísland 1927 og 1930.
Í fyrirlestri með myndum af íslenskri
náttúru og með teikningum Johannesar
Larsens fylgja þær ferðaáætlun hans á
söguslóðir.
Norrænu félögin í Garði, Grinda-
vík, Reykjanesbæ og Vogum
Friðjón lokaði og opnaði
Eins og allir vita ætlar nýi meirihlutinn í Reykjanesbæ að hafa opna stjórnsýslu. Allt á að
vera uppi á borði. Íbúar eiga að vera vel
upplýstir um öll mál. Engin leyndarmál
og ekkert pukur. Það kom því dálítið á
ávart á bæjarstjórnarfundi 27. janúar
s.l. þegar ræða átti skipulagsbreytingar
og uppsagnir framkvæmdastjóra að
aðalmaður nýja meirihlutans Friðjón
Einarsson legði fram tillögu um að
fundurinn yrði lokaður. Enginn mátti
koma til að fylgjast með. Eitthvað
hrukku aðrir við og gerðu fundarhlé.
Eftir fundarhlé dró Friðjón tillögu sína
til baka og fundurinn því opinn öllum
sem vildu hlusta.
Eftir stendur spurningin, hvers
vegna vildi Friðjón hafa fundinn lok-
aðan?
Snjó kall inn skrif ar: