Reykjanes - 05.02.2015, Síða 10

Reykjanes - 05.02.2015, Síða 10
10 5. Febrúar 2015 Glæsileg aðstaða fyrir líkamsrækt opnar í Garði Föstudaginn 23. janúar s.l. fór fram formleg opnun á nýrri glæsilegri aðstöðu fyrir lík- amsrækt í Íþróttamiðstöðinni í Garði. Byggð var ný um 500 fermetra að-staða til líkamsræktar með nýjustu tækjalínu frá TecnoGym, sem býður upp á marga nýja og spennandi möguleika. Ekkert lán tekið Hin nýja stórkostlega glæsi-lega aðstaða fyrir líkamsrækt sem nú er tekin í notkun í Íþróttamiðstöðinni í Garði kostar um 180 milljónir með öllum tækjum. Við vígsluna greindi Magnús Stefánsson bæjarstjóri frá því að engin lán hefðu verið tekin vegna þessara fream- kvæmda. Bygging Íþrótta- miðstöðv- arinnar stórt átak Það var mikil og stór framkvæmd á sínum tíma fyrir lítið sveitar-félag eins og Garðinn að ráðast í byggingu Íþróttarmiðstöðvar. Vígsla hússins og sundlaugar var í október 1993. Nú rúmum 20 árum síðar kemur þessi nýja og glæsilega aðstaða til við- bótar. Íþróttahúsið er með löglegum völlum og búnaði fyrir allar almennar íþróttagreinar. Sundlaugin er 25x8 m, sem er lögleg keppnislaug. Á sínum tíma var kostnaður um 160 milljónir á þáverandi verðlagi. Upp- reiknað á verðlag núna er það um 500 milljónir. Fyrir bframkvæmdum var tekið lán til 15 ára sem er núna löngu uppgreitt. Garður á því Íþróttamiðsöð- ina skuldlausa. Jónína formaður bæjarráðs, Magnús bæjarstjóri, einar Jón forseti bæjarstjórnar og Ólafur Þór forseti bæjarstjórnar Sandgerðis. Jón Hjálmarsson hefur verið forstöðumaður frá opnun 1993 Tveir vitar: Norðurljósin heilla Grímur rekur einnig veitinga-húsið „Tveir vitar“ á Garð-skaga. Grímur agði í spjalli við Reykjanes að núna opnaði staðurinn kl 11: 00. Hann sagði mikið að gera á kvöldin þegar hópar koma til að fylgj- ast með Norðurljósunum. Eitt kvöldið voru t.d. 22 rútur sem mættu á svæðið. Erlendu ferðamennirnir líta inn á veitingastaðinn og fá sér hressingu. Garðskagi er einstakur staður, sem laðar til sín ferðamenn. Á sumrin er fegurðin mikil og lífelgt fuglalíf að ekki sé talað um falleha sólarlagið, Gönguferð og leikir í fjörunni heillar marga. Tveir vitar eru með fjölbreyttar veitingar og nýtur sífellt meiri vin- sælda. Frumkvöðull og framfarasinni Sigurður Ingvarsson fyrrverandi oddviti barðist á sínum manna mest fyrir því að byggt yrði fullkomið íþróttahús og sundlaug í sveitarfélaginu. Það þurft mikinn kjark og bjartsýni að ráðast í svo stóra framkvæmd fyrir lítið sveitarfélag. Sigurður Ingvarsson var formaður bygginganefndar og keyrði málið áfram. bygging Íþróttamiðstöðvarinnar var mikið framfaraspor fyrir sveitarfélagið og nú geta menn aftur fagnað nýjum áfanga. Vertakatríó heimamanna Heimamennirnir Sigurður Ingvarsson, bragi Guðmundsson og Tryggvi einars- son voru allir verktakar í byggingunni. Bæjarfulltrúar í átak Fram kom við vígslu þrekasalarin að ákveðið hefði verið að bæjarfulltrðúar færu í átka til að styrkja líkamann. Jónína Magnúsdóttir boðaði bæjarfulltrúa í fitumælingu. aftur yrði svo mælt í vor. Fróðlegt verður að fylgjast með árangrinum.

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.