Reykjanes - 05.02.2015, Side 12
Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu
Miðapantanir í síma
565 5900 og midi.is
Frumsýning 21. febrúar
mmtudagur
5, febrúar Uppselt
föstudagur
13. febrúar örfáir miðar
Fjölskyldufarsi ársins Guðni Gíslason FP
Frosti Harmageddon
5. Febrúar 2015
Auglýsingasíminn er 578 1190
Netfang: auglysingar@fotspor.is
www.fotspor.is
12
Mikil ánægja
með menningar-
mál og leikskóla
Á fundi Bæjarráðs Grinda-víkur 20. janúar s.l. kynnti bæjarstjóri niðurstöður
þjónustukönnunar Capacent meðal
19 sveitarfélaga á árinu 2014.
Í úrtakinu voru 300 íbúar í
Grindavík og var svarhlutfall
52%. Svarendur eru jafnaði frekar
ánægðir með þjónustu Grindavíkur-
bæjar og Grindavík sem stað til að
búa á, en hvorutveggja er í meðal-
tali sveitarfélaganna. Ánægja með
menningarmál og þjónustu leikskóla
er mjög mikil.
Bæjarráð vísar könnuninni
til umfjöllunar í bæjarstjórn og
nefndum bæjarins og til birtingar
á vef Grindavíkurbæjar.
Sjólyst í Garði
Þann 15. desember sl. var aðal-fundur Hollvina Unu í Sjólyst haldinn í Útskálakirkju og að
fundinum loknum voru styrktartón-
leikar þar sem hópur tónlistarmanna
kom fram auk upplestrar. Þetta var
magnað kvöld og rann aðgangseyrir
óskiptur til Hollvina Unu Guðmunds-
dóttur í Sjólyst. Listamenn og aðrir
sem að þessum viðburði stóðu eiga
miklar þakkir skyldar.
Félagið Hollvinir Unu í Sjólyst var
stofnað 18. nóvember 2011 að frum-
kvæði hugsjónamannsins Guðmundar
Magnússonar og eru félagsmenn um
níutíu talsins. Markmið félagsins er
að halda nafni þessarar merku konu
á lofti með ýmsum hætti, m.a. koma
húsinu Sjólyst sem hún bjó í lengst af
ævinnar í sem upprunalegast horf og
að hafa þar starfsemi sem sómi er að
til að heiðra minningu hennar. Í bók
Gunnars M. Magnúss um Unu, Völva
Suðurnesja, kemur fram að Una var
ekki framagjörn kona og hafði ekki
löngun eða þörf til að láta á sér bera
en orðrómur um hæfileika hennar
barst víða. Fjölmörgum sem þekktu
hana bar saman um að til hennar sóttu
þeir styrk og hjálp í orði og verki. Þar
sannast hið fornkveðna er segir í Háva-
málum:
Deyr fé deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Verkin hennar mega ekki gleym-
ast, hún lagði með þeim svo gott til
samfélagsins. Verkefnin eru mörg sem
bíða stjórnar Hollvina Unu. Búið er að
teikna glugga eins og þeir voru upp-
runalega og leitað hefur verið tilboða
í smíði þeirra. Ákveðið hefur verið að
klæða húsið og ganga frá lóð áður en
farið verður í framkvæmdir innan húss.
Öll fer þessi framkvæmd þó eftir fjár-
hag Hollvina sem aðeins hefur veitta
styrki og frjáls framlög til umráða
auk árgjalda félagsmanna. Starfsemi
hússins er í undirbúningi en það var
opið um helgar tvö sl. sumur og fram
á haust kl. 13: 00-17: 00 eða eins og
hentaði og var gestum boðið kaffi og
fræðsla. Um 3-400 manns heimsækja
Sjólyst árlega nú þegar og vonast er til
að gestir verði mun fleiri þegar starf-
semin er hafin eins og hún er hugsuð.
Þeir sem vilja á einhvern hátt leggja
þessu verkefni lið eða langar að heim-
sækja Sjólyst og eiga þar næðisstund er
velkomið að hafa samband við stjórn-
armenn.
Erna M. Sveinbjarnardóttir, formaður
stjórnar Hollvina Unu í Garði
Bingó
Á morgun föstudaginn 6. febrúar kl. 13: 30 verður
Bingó á Nesvöllum. Margir góðir vinningar.
Grindavík:
Vill kaupa vatnstank
Á fundi bæjarráðs Grindavíkur nýlega var eftirfarandi er-indi tekið til umfjöllkunar:
Vatnstankur í Þórkötlustaðarhverfi:
fyrirspurn um sölu.
Arnar Freyr Jónsson óskar eftir
viðræðum við Grindavíkurbæ um
möguleg kaup á gömlum vatnstanki
við Austurveg. Markmið Arnars er
að breyta vatnstanknum í Micro-hús,
sem yrði hið fyrsta sinnar tegundar
á Íslandi.
Bæjarráð vísar erindinu til um-
sagnar í skipulagsnefnd.