Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 9
NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2015 // hEITA VATNIÐ Í byrjun árs vöktu niðurstöður úr doktorsverkefni Aðalbjargar Kristbjörnsdóttur, lýðheilsu­ fræðings hjá Læknadeild Háskóla Íslands, athygli, en þær gefa til kynna að aukin krabbameinstíðni fylgi búsetu á háhita­ og hitaveitusvæðum. Niðurstöðurnar voru í fram­ haldinu harðlega gagnrýndar af Helga Sigurðssyni, prófessor í krabbameinslækningum. Eykur búseta á háhita­ og hitaveitusvæðum líkurnar á krabba­ meini eða öðrum lífshættulegum sjúkdómum og hvað veldur því þá? Neytendablaðið ræddi við Aðalbjörgu. Hærri krabbameinstíðni á háhita- og hitaveitu- svæðum Niðurstöðurnar eru unnar úr margra ára rannsóknum og hafa verið birtar í meistararitgerð Aðalbjargar og nú sem hluti af doktorsverkefni hennar. Rannsóknirnar voru unnar í samstarfi við Vilhjálm Rafnsson, prófessor við Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður rannsóknanna sýna að krabbamein eru algengari á háhitasvæðum og svæðum sem nota hitaveituvatn í samanburði við köld svæði á landinu. Höfuðborgarsvæðið er ekki með í tölunum. Þegar niður­ stöðurnar eru dregnar saman kemur í ljós að lík urnar aukast um 53% á að deyja vegna brjóstakrabba meins, 74% vegna krabbameins í blöðruhálskirtli og 78% vegna krabbameins í nýrum, og rúmlega tvöföld hætta er á að deyja vegna eitlakrabbameina annarra en Hodgkins. Hvað segja niðurstöðurnar okkur? „Ég held að mikilvægt sé að líta á allt mynstrið sem fram hefur komið. Allar prósentutölur eru tölfræðilega mark­ tækar. Niðurstöðurnar eru úr þremur rannsóknum um tíðni krabbameina og dánarorsaka á háhita­ og hita­ veitusvæðum Íslands. Til samanburðar voru notuð köld og volg svæði á Íslandi og niðurstöðurnar bera allar að sama brunni. Aukin hætta er á þessum svæðum á að greinast og deyja vegna krabbameina í brjóstum, blöðru­ hálskirtli, nýrum og eitlum. Þessi krabbamein eru algeng um allan heim og því mikilvægt að skilja hvað hér er að verki,“ segir Aðalbjörg. Hættuleg efni á háhitasvæðum Sambærilegar erlendar rannsóknir hafa ekki leitt í ljós jafn áberandi hættu af því að búa á háhitasvæði auk þess sem rannsakendum hefur reynst erfitt að fá nægi­ lega traustar upplýsingar um búsetu, dánarorsakir og aðra þætti. Það sem er vitað með vissu er að á háhita­ svæð um losna efni úr jörðu sem geta haft slæm áhrif á heilsu, svo sem brennisteinsvetni, radon, brennisteins­ díoxíð og brennisteinssýra. Auk þess er þekkt að ýmsir þungmálmar geta verið á háhitasvæðum, svo sem arsenik, blý og kvikasilfur. Hvaða hættuleg efni er að finna á háhitasvæðum á Íslandi? „Þetta eru ýmis efni; lofttegundir, föst efni og þung­ málm ar, þannig að af miklu er að taka. Koldíoxíð (CO 2) og brennisteinsvetni (H2S) eru þær lofttegundir sem eru í mestu magni á hverasvæðum og losna auðveldlega út í andrúmsloftið frá hveravatni. Það er brennisteinsvetni sem lyktar eins og rotnuð egg og gefur hina velþekktu hveralykt. Önnur efni eru í minna magni, stundum í snefilmagni og þar á meðal eru efni sem eru þekktir krabbameinsvaldar, en þau koma fyrir í mjög litlu magni. Það sem er öðruvísi hjá okkur á Íslandi miðað við hverasvæði erlendis er að við notum heita vatnið til upphitunar í híbýlum og til þvotta og baða. Þær að­ stæður eru óvíða annars staðar,“ bendir Aðalbjörg á. Er hættulegt að búa á háhitasvæðum? Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir 9

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.