Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 10
Hver er líklegasti sökudólgurinn? „Ég get ekki sagt hvað veldur hærri krabbameins­ og dánartíðni vegna þessara ákveðnu krabbameina á um­ ræddum háhita­ og hitaveitusvæðum. Í vangaveltum um það er tekið mið af þeim mælingum og jarðfræðiathug­ unum sem gerðar hafa verið á því hvaða efni koma fyrir og í hvaða magni. Verið er að fara yfir hvort um er að ræða þekkta krabbameinsvalda og hvort magn þeirra hafi þessi áhrif. Vandamálið er að of lítið er vitað um styrk efna á háhitasvæðum og í hitaveitukerfum gegnum tíðina, sem gerir erfitt að reikna út möguleg áhrif þeirra á heilsu íbúa,” útskýrir Aðalbjörg. Valvillur í rannsókninni? Nokkrum dögum eftir umfjöllun ýmissa fjölmiðla um niðurstöður Aðalbjargar birti Stöð 2 viðtal við Helga Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum, þar sem hann gagnrýndi rannsóknina vegna alvarlegra valvilla. Fram kom að Helgi taldi rannsóknina gallaða sökum þess að í Hveragerði er vitað um fjölskyldur sem bera áhættu­ gen sem veldur jafnvel sjöfaldri hættu á krabbameini, meðal annars í brjóstum og blöðruhálsi. Haft var sam­ band við Helga til að fá nánari upplýsingar um áhættu­ genið, en hann neitaði að tjá sig um málið þar sem hann telur að umræðan um niðurstöðurnar eigi að fara fram á vettvangi ritrýndra vísindatímarita. Þegar Aðalbjörg er spurð um gagnrýni Helga segir hún að í rannsóknum sem birst hafa í þremur virtum vísinda­ tímaritum á árunum 2012 til 2015 hafi hún og Vilhjálmur Rafnsson fundið aukna tíðni krabbameins á háhita­ og hitaveitusvæðum. „Í rannsóknunum þremur skoðuðum við níu sveitarfélög, þar á meðal Hveragerði. Þó er Hveragerði ekki með í einni rannsókninni. Ekkert af þessum sveitarfélögum sker sig úr; í þeim öllum er svipuð tíðni krabbameins. Við höfum fundið aukna tíðni krabbameins í brjóstum, blöðruhálskirtli, nýrum og eitlum, og aukna tíðni grunn­ frum krabbameins í húð.“ „Skýringuna telur Helgi vera áhættugen fyrir krabba­ mein. Í rannsóknunum höfðum við ekki upplýsingar um erfðaeiginleika íbúa svæðanna. Þekkt er að um 6% allra brjóstakrabbameina eru vegna erfðaeiginleika og eru þá eftir 94% sem ekki tengjast erfðaeiginleikum. Málið þolir því ekki einföldun. Rannsóknir okkar byggja á því að við skoðum tíðni krabbameina á háhita­ og hitaveitusvæðum og berum saman við köld og volg búsetusvæði. Áhættu­ gen er ekki aðeins í Hveragerði heldur dreift út um allt land þannig að á þeim svæðum sem eru notuð til saman­ burðar eru einnig fjölskyldur með áhættugen. Sum af þeim krabbameinum sem eru í aukinni tíðni á háhita­ og hitaveitusvæðunum geta legið í ættum, önnur ekki, svo alhæfingar eru hér varasamar,“ segir Aðalbjörg. „Í rannsóknum berum við saman nýgengi krabbameins og dánartíðni milli hópa sem eru nákvæmlega skilgreind­ ir samkvæmt búsetu í manntali frá 1981 og þeim fylgt eftir í yfir 28 ár. Þessa útreikninga gerum við með hlut­ fallslegu áhættulíkani, aðferð sem gerir okkur kleift að taka tillit til margra hugsanlegra áhrifaþátta samtímis, þar á meðal reykinga. Aðferðin nýtur almennrar viður­ kenn ingar í rannsóknum af þessari gerð. Með því að senda rannsóknarniðurstöður okkar til birtingar í vísindatímaritum leggjum við þær undir dóm. Þær eru ekki teknar til birtingar nema ritrýnar, og ritstjórar, samþykki birtingu,“ útskýrir Aðalbjörg enn fremur. Landlæknisembættið styður niðurstöðurnar Neytendablaðið hafði samband við Landlæknisembættið og óskaði eftir áliti embættisins á rannsóknarniður­ stöðum Aðalbjargar. Í svari Haraldar Briem sóttvarna­ læknis kemur fram að vísbendingar sem áður hafa birst um aukna tíðni krabbameina á jarðhitasvæðum annars staðar í heiminum væru ástæðan fyrir þessum rann­ sóknum á Íslandi. „Embætti landlæknis lítur svo á að rannsóknarniðurstöður Aðalbjargar gefi vísbendingar sem mikilvægt sé að kanna nánar. Jafnframt er mikil­ vægt að gagnrýnin umræða fari fram í háskólasamfélag­ inu um rannsóknir svo efla megi þekkingu sem nýst getur lýðheilsunni,“ ályktar Haraldur. Auk þess nefnir Haraldur að embætti landlæknis hafi ekki upplýsingar um erfðaefni einstakra fjölskyldna í Hveragerði eða annars staðar á landinu og bendir á að „niðurstöður Aðalbjargar tengjast ýmsum tegundum af krabbameini en ekki er vitað til að þau öll tengist erfðaeiginleikum. Rannsóknir sem beinast að öðrum sveitarfélögum innan háhitasvæða en Hveragerði gefa sömuleiðis vísbendingar um aukna tíðni krabbameina.“ 10

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.