Neytendablaðið - 01.06.2015, Síða 9
í bílnum. Yfirleitt er um lengri leiðir að ræða, t.a.m.
Reykjavík-Akureyri. Hugmyndin er þá að samferðamenn
sameinist um kostnað sem hlýst af bílferðinni, eins og
eldsneytiskostnað, en ekki er gert ráð fyrir að neinn
hagnist sérstaklega. Þannig fær bíleigandinn upp í
bensínkostnað og sá sem fær farið sparar á því að þurfa
ekki að fara á eigin bíl, leigja bíl eða kaupa flug eða
rútuferð.
Svo verður hver og einn bara að eiga við sig hvort hann
vill leyfa ókunnugu fólki að gista á heimili sínu eða
ferðast í bílnum sínum. Það er hæpið að stórt hlutfall
þeirra sem við hittum á lífsleiðinni séu raðmorðingjar
eða þaðan af verra en vissulega er rétt að hafa ákveðinn
vara á, t.d. með því að ganga úr skugga um að viðkom-
andi sé sá sem hann segist vera. Á sófavinasíðunni er
t.a.m. hægt að lesa umsagnir annarra notenda um við-
komandi auk þess sem hægt er að „kynnast“ fólki betur
á Facebook, Skype eða með öðrum samskiptamiðlum
áður en komið er að því að hittast.
Íbúðir og bílar til leigu
Þegar deilihagkerfið ber á góma er nær alltaf minnst á
síðuna Airbnb.com. Þar geta einstaklingar skráð hús sín,
íbúðir eða bara einstök herbergi í íbúð sinni til leigu til
ferðamanna. Nú eru tæplega 1.400 herbergi eða íbúðir
auglýst til leigu í Reykjavík og er leiguverð þeirra ódýr-
ustu 15 evrur á nóttu en dýrustu eignirnar leigjast út á
ríflega 1.000 evrur. Þá er nokkuð um að sömu einstakl-
ingar leigi út margar eignir á Airbnb. Flóra eigna á
Airbnb er því afar fjölbreytt, í sumum tilvikum er um það
að ræða að „gestgjafar“ vilja einfaldlega nýta betur ein-
stök herbergi í eign sinni, og kynnast nýju fólki í leiðinni,
eða leyfa öðrum að nýta eignina meðan þeir eru sjálfir í
sumarleyfi, en í öðrum tilvikum getur verið um mun um-
fangsmeiri og ópersónulegri viðskipti að ræða. Auk
Airbnb, sem nú er einnig á íslensku, finnast fleiri sam-
bæri legar síður, t.d. homeaway.com.
Caritas.is er íslensk síða þar sem fólk getur leigt út
fjölskyldubílinn. Í raun er um einkaleigu að ræða, þar
sem einstaklingar leigja út bifreið sína með milligöngu
leigumiðlunar. Af nokkuð öðrum toga eru svo alls kyns
leigubílaþjónustur, en Uber, sem enn sem komið er
starfar ekki hér á landi, er einna stærst þeirra. Hér á
landi eru hins vegar einnig starfandi nokkurs konar
leigubílaþjónustur, eins og t.a.m. Skutlarar, sem eru með
fjölmennan hóp á Facebook, þar sem fólk auglýsir eftir
fari á ákveðna staði og ökumenn láta vita hvar þeir
verða á ferðinni.
Þetta er allt deili
Umræður um deilihagkerfið hafa sætt nokkurri gagnrýni
og því verið haldið fram að fyrirtæki sem kenna sig við
deilingu verðmæta hafi gjaldfellt hugtakið. Þannig sé
„deiliþvottur“ í raun „grænþvottur“ nútímans, en þess er
t.a.m. skemmst að minnast að mörg fyrirtæki stunduðu
kolefnisjöfnun og bílar sem ganga fyrir hefðbundnu
eldsneyti voru jafnvel markaðssettir sem „grænir“.
Þannig sé nú komið fyrir „deilihagkerfinu“; t.d. sé Airbnb
Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar er nú starf-
andi og mun fljótlega skila skýrslu um möguleika á
hjólaleigukerfi og flýtibílaleigu. Vonir standa til að
borgin geti fljótlega farið að starfrækja hjólaleigu-
kerfi, eins og tíðkast víða erlendis, en enn á eftir að
kostnaðargreina það verkefni. Að koma af stað ein-
hvers konar bílaleigukerfi er þó flóknara en jafnframt
gæti falist í því umtalsverður sparnaður fyrir borgina
að draga úr bílaumferð – auk þess sem það fylgdi því
mikill sparnaður fyrir neytendur sjálfa að draga úr
einkaeign bifreiða.
9