Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 14
kláðanum. G. Asokan læknir þekkir vandamálið vel því hann fær til sín marga sjúklinga á viku sem vinna í sútunarstöðvum og þjást af ofnæmi og öndunarfærasjúkdómum. Hann álítur að 40% af öllu starfsfólki sútunarstöðva í Vaniyambadi eigi við einhvern heilsu­ brest að etja. Það er hins vegar ekki gott að meta hversu útbreitt vandamálið er á Indlandi því lítið er um töluleg gögn. Prófessor nokkur útskýrir að hann hafi þurft að hætta við rannsókn á sjúk­ dómum tengdum krómsöltum meðal starfsfólks sútunarstöðva eftir þrýsting frá iðnaðinum. Lífshættuleg vinna Það er ekki nóg með að efnakokteillinn sem er notaður geti valdið heilsuskaða, starfið getur beinlínis verið lífshættulegt. Subra­ minayan vann ásamt sex mönnum við að hreinsa sútunartanka í Vaniyambadi. Mennirnir skiptust á að fara niður í sútunartank með fötur og þegar leið yfir einn þeirra fór annar niður til að bjarga félaga sínum. Það leið einnig yfir hann og á endanum höfðu fimm manns farið niður í tankinn og allir létust þeir af völdum eiturgufa. Þetta slys varð til þess að 200 stafsmenn og ættingjar hinna látnu fóru í mótmælagöngu og kröfðust úrbóta. Ári síðar létust tveir menn við sömu aðstæður í Dindigul og þá lögðu starfsmenn 45 sútun arstöðva niður vinnu og 2.500 verkamenn mótmæltu á götum úti. Mengun Víða í nágrenni sútunarstöðva er mikil mengun í jarðvegi þannig að ekki er óhætt að rækta þar matvæli. Nú hafa flestar sútun ar stöð­ var verið skyldaðar til að taka upp hreinsikerfi, þ.e. þær mega ekki veita frárennslinu beint út úr verksmiðjunum á nærliggjandi svæði. Til eru umhverfisvænni aðferðir við sútun, svo sem með jurtalitum, en kostnaðurinn er margfalt hærri. Samtökin LWG (the Leather Working Group) eru hagsmuna­ samtök leðurkaupenda, seljenda, framleiðenda, félagasamtaka og notenda og hafa þau sett ákveðin viðmið til að meta hversu vel sútunarstöðvar standa sig í umhverfismálum. Sútunar stöðv um er síðan gefin einkunn; gull, silfur eða brons, eftir því hvernig þær standa sig. Sumir framleiðendur kaupa einungis leður af sútunarstöðvum sem hafa verið teknar út af LWG. Þá hafa margir stórir leðurkaupendur samþykkt að nota ekki leður í framleiðslu sína nema sannað sé að nautgriparæktin hafi ekki leitt til eyðingar skóga og að rekjanleiki leðursins sé tryggður. Framleiðsla á neysluvörum hefur margvísleg neikvæð um hverfis­ áhrif í för með sér auk þess sem aðstæður verkafólks eru oft ekki ásættanlegar. Framleiðsla á leðurskóm er þar engin undantekning. Vinnutími er gjarnan langur og vinnuöryggi ábótavant en við fram leiðsluna eru notuð ýmis skaðleg efni auk þess sem leðurryk getur leitt til heilsutjóns séu starfsmenn ekki með öryggisgrímur. Barnaþrælkun í skóframleiðslu virðist á undanhaldi en viðgengst einna helst á Indlandi og í Bangladess og Pakistan, og þá hjá litlum innlendum framleiðendum Aðstæður kannaðar Víða má bæta ástandið í verksmiðjum, en það eru þó fyrst og fremst aðstæður þeirra sem vinna við hráefnisframleiðsluna, þ.e. við naut­ griparækt, slátrun og leðursútun, sem valda áhyggjum. ICRT (Inter­ national Research and Testing) hefur kannað frammistöðu nokkurra skóframleiðenda með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar, en þeir eru stórir leðurkaupendur. Einnig fóru blaðamenn í vettvangskönnun til Brasilíu og Indlands þar sem aðstæður í leðuriðnaði og naut­ griparækt voru skoðaðar. Sútun – mengandi iðnaður Nautgripaleður er langalgengasta leðrið í skóm en áður en naut­ gripahúð verður að fullunnu leðri þarf að vinna hana með marg vís­ legum hætti. Sútun er aðferð sem notuð er til að breyta skinni eða húð í leður. Markmiðið er að koma í veg fyrir rotnun og gera leðrið vatnshelt, endingargott og mjúkt. Ýmsum aðferðum hefur verið beitt við sútun í gegnum tíðina en í dag er algengast að notuð séu krómsölt. Sútunin er mjög mengandi og gætir áhrifanna sérstaklega á Indlandi og í Nepal og Bangladess þar sem frárennsli mengar ár og vötn. Indland er einn stærsti framleiðandi sútunarefna í heim­ inum og í landinu eru fjölmargar sútunarstöðvar. Efnanotkunin þar er því gríðarleg og samkvæmt könnun frá árinu 2005 voru árlega notuð 69.000 tonn af krómsöltum í alls 1.600 indverskum sút un ar­ stöðvum. Auk krómsins er notað mikið magn af natríum, sýrum og ammóníumsalti við framleiðsluna. Öryggisútbúnaði ábótavant Í fylkinu Tamil Nadu, í suðurhluta Indlands, eru 60% af öllum sútunarstöðvum landsins staðsettar og er borgin Vaniyambadi miðstöð leðuriðnaðarins. Aðstæður voru skoðaðar í sex sútunar­ stöðvum af mismunandi stærð. Í Hamara Leather sútunarstöðinni vinna 120 verkamenn sem framleiða daglega 6000 leðurskinn. Við skoðun kemur í ljós að flestir starfsmenn sem vinna við efnablöndur eru með plasthanska og í stígvélum en ekki allir. Eigandinn segist vinna að því hörðum höndum að fræða starfsfólkið og auka notkun öryggisbúnaðar. Í annarri sútunarstöð, Abdul Hai, norður af Vaniyam badi, notar starfsfólk hanska og stígvél þegar skinnin eru böðuð í kalklausn, en það er gert til að losa hár af skinnum. Þeir sem hins vegar vinna við sútunartankana hafa engan öryggisbúnað. Hrært er í efnablöndunni með priki eða með höndunum og verka­ fólkið stendur berfætt í frárennslinu. Heilsubrestur afleiðing Venkatesh, 51 árs, hefur unnið við sútunarstörf allt sitt líf og ber þess merki því að brúnir handleggirnir eru þaktir hvítum blettum eftir skaðlegar efnablöndur. Krem og smyrsl hjálpa lítið gegn Á hverjum traðkar þú? Nauðungarvinna, slæm meðferð dýra og umhverfispjöll. Leðrið í skónum okkar á sér sögu sem vert er að skoða. Subraminayan var sá eini sem komst lífs af en hann missti tengdason sinn í slysinu. Sjálfur missti hann sjónina tímabundið. Starfið á sútunarstöðvum getur verið hættulegt enda mikið notað af skaðlegum efnum. Starfs fólk fær ekki alltaf viðhlítandi öryggisbúnað eða starfsþjálfun Dýraverndunarlög í Indlandi eru talin mjög góð en eftirfylgnin er lítil sem engin. Reglur um flutning á dýrum eru iðulega þverbrotnar. Nautgripir eru jafnvel fluttir um 800 kílómetra leið í sláturhús á flutningabílum sem flytja mun fleiri dýr en leyfilegt er. Stundum líður yfir dýrin af völdum vökvaskorts og troðnings. 15 NEYTENDABLAÐIÐ 1. TBL. 201214 NEYTENDABLAÐIÐ 1. TBL. 2012

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.