Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 21
Þótt viðskipti milli neytenda og seljenda gangi yfirleitt vel fyrir sig eru mörg dæmi um ágreining sem ekki tekst að leysa. Fjárhagslegir hagsmunir neytenda eru yfirleitt ekki það miklir að það borgi sig að fara með mál fyrir dómstóla. Það er því mikilvægt að neytendur geti skotið málum til úrskurðarnefnda, en það er bæði ódýr og fljótlegur kostur. Í úrskurðarnefndum sitja jafnmargir fulltrúar neyt enda og seljanda en oddamaður er fulltrúi stjórnvalda. Oftast fara málsaðilar eftir niðurstöðunni þó álit nefndanna séu ekki bind andi. Mikil fjölgun mála Ein vinsælasta kærunefndin, ef svo má að orði komast, er kæru­ nefnd lausafjár­ og þjónustukaupa. Málum sem berast nefnd inni fjölgar ár frá ári en nefndin tekur á deilumálum um t.d. hvort seljandi eigi að borga fyrir viðgerð á gallaðri vöru, afhenda nýja eða endurgreiða kaupverðið, og um hversu langur kvört un ar frestur sé. Árið 2007 fékk nefndin 48 mál en árið 2010 voru þau orðin 173. Í fyrra fór að bera á því að seint og illa gekk fyrir neytendur að fá álit nefndarinnar í hendur og eru dæmi um að margir mánuðir hafi liðið frá því að neytandi sendi inn mál og þar til niðurstaða fékkst. Í reglum sem gilda um nefndina er þó kveðið á um að þessi biðtími skuli ekki vera lengri en átta vikur. Þessi tímarammi var virtur allt fram á síðasta ár. Starf nefndarinnar lá niðri Um mitt síðasta ár hafði einungis verið úrskurðað í 11 málum. Nýr formaður tók við nefndinni í byrjun árs og þá tók við fimm mánaða tímabil þar sem nefndin skilaði engu áliti. Seinni hluta ársins komst aftur skriður á starfið með enn öðrum formanni og málafjöldinn var kominn í 127 við árslok 2011. Þar sem kærunefndir eru mjög þarft úrræði fyrir neytendur er mikilvægt að starf slíkra nefnda liggi ekki niðri um margra mánaða skeið. Kærunefndin heyrir undir ráðherra og sér ráðuneytið um að skipa formann. Neytendablaðið spurði efnahags­ og viðskiptaráðuneytið hvernig stæði á því að lögbundin kærunefnd hefði ekki skilað neinu áliti í rúma fimm mánuði. Töf litin alvarlegum augum Í svari ráðuneytisins kemur fram að málum fyrir nefndinni hafi fjölgað umtalsvert frá því nefndin var sett á fót, auk þess sem tvisvar urðu formannsskipti á síðasta ári. Við slíkar mannabreytingar sé ætíð hætta á að mál tefjist þar sem það geti tekið tíma fyrir nýtt fólk að komast inn í starfið. Ráðuneytið lítur þá töf sem varð á afgreiðslu mála alvarlegum augum. Til að hraða úrlausn mála hafi verið ráðinn starfsmaður fyrir nefndina á síðasta ári auk þess sem nefndin njóti viðbótaraðstoðar lögfræðings á meðan verið sé að vinna upp tafir sem orðið hafa á afgreiðslu mála. Vonir standi því til að starf nefndarinnar verði fljótlega komið í gott horf. Framkvæmdastjórn neytendamála hjá ESB hefur að undanförnu lagt mikla áherslu á þróun og virkni kærunefnda. Vilji stendur til þess að auka vægi kærunefnda og gera þær að raunhæfum kosti fyrir alla neytendur, óháð því um hvers konar vöru eða þjónustu er að ræða. Kærunefndir fá aukið vægi Nú hefur verið lögð fram tillaga að tilskipun sem tryggja á að neytendur geti ávallt leitað til kærunefnda með deilumál sín við seljendur. Eins og staðan er í dag á Íslandi falla sumir mála flokkar á milli og heyra ekki undir neina kærunefnd. Þetta á t.d. við um deilumál sem snúast um námskeið og skóla. Til skipun in á einnig að tryggja að starfsemi kærunefnda uppfylli ákveðin lágmarksskilyrði. Aukin áhersla á netviðskipti Til að auðvelda neytendum að leysa úr deilumálum sem kunna að vakna í kjölfar netviðskipta milli landa leggur fram kvæmda stjórnin til að komið verði upp einskonar sameiginlegum vett vangi fyrir öll Evrópulönd. Þangað myndu neytendur og seljend ur senda deilumál sín og þaðan væru þau svo send til viðeigandi kærunefnda. Reglurnar teknar upp hér Stefnt er að því að þessar nýju reglur taki gildi fyrir árslok 2012 en þá hafa aðildarþjóðir 18 mánuði til að koma kærunefndum sínum í viðeigandi horf, og vettvangurinn fyrir rafræn viðskipti á síðan að vera tilbúinn sex mánuðum síðar. Ísland tekur upp nær allar tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins á sviði neytendamála í gegnum EES­samninginn þannig að evrópskar reglur um kærunefndir munu einnig gilda hér þegar þar að kemur.Kærunefndir – mikilvægt úrræði fyrir neytendur Farsímar eru líka greiðslukort Nýjungar í farvatninu Neytendasamtökunum hefur borist talsverður fjöldi kvartana vegna gjaldliðar á símreikningum sem gengur undir nafninu ,,virðis auk­ andi þjónusta“ eða „önnur þjónusta“. Erfitt er að átta sig á því fyrir hvað er verið að innheimta og því ákváðu Neytendasamtökin að spyrjast nánar fyrir um þennan gjaldlið hjá símafyrirtækjunum. Þessi gjaldliður stendur fyrir fjölbreytta þjónustu sem símafyrirtækin rukka fyrir þriðja aðila og fá ákveðna fasta þóknun eða hlutdeild fyrir aðkomu sína. Má þar nefna ýmsar áskriftir eins og Einkamál. is, Tónlist.is, VIT, hringitóna og daglega eða vikulega stjörnuspeki, Eins fellur þar undir kostnaður vegna SMS­skeyta í 1900 númer í tengslum við t.d. fjáröflunarátök, rafræn frímerki frá Póstinum og greiðsla í stöðumæla, auk þess sem hægt er að greiða með farsíma í sumum sælgætissjálfsölum og spilakössum. Í reglum um reikningagerð fyrir fjarskiptaþjónustu er tekið fram hvað skal að lágmarki koma fram á almennum símreikningum. Sam kvæmt reglunum er ekki lögð sú skylda á fjarskiptafyrirtæki að veita þessar upplýsingar á almennum reikningi. Miðað við hversu umfangsmikil þessi þjónusta er orðin er þó þörf á að endurskoða þetta ákvæði. Farið er að nota farsímann eins og greiðslukort og því er ekki sambærilegt að tala um sundurliðun á reikningi eins og um sé að ræða sundurliðun á símanúmerum og lengd á símtölum. Þá telja Neytendasamtökin óásættanlegt að reikningar séu gefnir út með villandi upplýsingum til neytenda, eins og við á um liðinn „virðisaukandi þjónusta“ sem gefur engan veginn til kynna hvað fellur þar undir. Mjög oft hafa neytendur ekki áttað sig á hvað þessi liður stendur fyrir og dæmi eru um að fólk hafi mánuðum saman greitt fyrir þjónustu sem það vissi ekki að það hefði samþykkt að nýta sér. Það er því mikilvægt að skoða símreikninginn reglulega og fara inn á þjónustuvef eða Mínar síður þar sem sjá má hvað liggur að baki þessari þjónustu. Ennfremur getur viðskipavinur óskað eftir að fá, gegn gjaldi, sundurliðaðan símreikning þar sem fram koma ná­ kvæm ari upplýsingar en á hinum almenna reikningi. Það er vissara að skoða vel reikningana og fá útskýringar ef gjaldliðir eru ekki skýrir. 21 NEYTENDABLAÐIÐ 1. TBL. 201220 NEYTENDABLAÐIÐ 1. TBL. 2012

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.