Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2011, Side 15

Ægir - 01.03.2011, Side 15
15 S Ý N I N G A R að koma hingað til lands. Um er að ræða lykilaðila í grein- inni sem talinn er fengur að fá til landsins, en sem annars væri ekki víst að hefðu bol- magn til að koma. Marianne segir að val á þessum sér- stöku gestum fari fram í sam- vinnu við sýnendur og segir hún að þetta fyrirkomulag hafi mælst mjög vel fyrir. Nú er stefnt að því að fjölga enn frekar VIP gestum sem boðið verður að koma á sýninguna. Eins og fyrr verða skipu- lagðar málstofur í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýn- inguna um málefni sem tengj- ast sjávarútvegi. Þegar liggur fyrir að haldnar verða mál- stofur um ábyrga fiskveiði- stefnu Íslands og um þor- skeldi og sjálfsagt eiga fleiri eftir að bætast við þegar nær dregur. Marianne segir að sýnendur hafi haldið mikilli tryggð við Íslensku sjávarút- vegssýninguna og margir hafi verið með allan tímann þótt nöfn fyrirtækjanna sem þeir starfi hjá hafi kannski breyst í gegnum árin. „Við sjáum hérna sömu andlitin sýningu eftir sýningu þótt nafnspjöld- in hafi kannski breyst,“ segir Marianne Rasmussen-Coull- ing að lokum. Frá Íslensku sjávarútvegssýningunni 2008 en þá tóku um 500 fyrirtæki frá 30 löndum þátt. Stefna Matís er að  ... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins  ... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi  ... hafa hæft og ánægt starfsfólk Gildi Matís  Frumkvæði  Sköpunarkraftur  Metnaður  Heilindi Hlutverk Matís er að  ... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs  ... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu um- hverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu  ... bæta lýðheilsu www.matis.is Hafið við Ísland er fullt af hollustu. Líftækni- og lífefnasvið Matís vinnur að rannsóknum á verðmætum lífvirkum efnum sem meðal annars er að finna í hafinu. Bóluþang í fjörum landsins er gott dæmi um þennan falda fjársjóð. Í því höfum við fundið verðmæt lífvirk efni sem eftirsótt eru í heilsuvöruframleiðslu. Þetta er dæmi um hvernig rannsóknir Matís skila nýjum tækifærum fyrir íslenskt atvinnulíf. Hollt er bóluþangið! Tóbis ehf

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.