Fréttablaðið - 21.09.2015, Page 1

Fréttablaðið - 21.09.2015, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 2 0 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 2 1 . s e p t e M b e r 2 0 1 5 Fréttablaðið í dag skoðun Guðmundur Andri skrifar um ís- lenska tungu í dag- legu lífi. 10-11 sport FH-ingar þurfa að bíða með að fagna titlinum. 12-13 tÍMaMót Evrópsk hreyfivika hefst í dag. 14 lÍfið Ár er síðan átakinu HeforShe var hrint af stað.22 plús 2 sérblöð l fólk l  fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Vertu eins og heima hjá þér Full búð af nýjum vörum. saMfélag  Hjá Útlendingastofnun hefur vaknað grunur um að börn séu flutt hingað til lands á fölskum for- sendum. Þorsteinn Gunnarsson, lögfræð- ingur hjá stofnuninni, segir það hafa verið staðfest að börn hafi verið flutt til landsins á grundvelli rangra upp- lýsinga. Til dæmis rangra forsjárgagna eða fæðingarvottorða. Þá segir hann að það hafi komið upp mál þar sem ljóst sé að gripið hefur verið til þessara ráða til að bjarga börnum úr erfiðum aðstæðum. „Ekki er alltaf grunur um misnotkun eða nýtingu á börnunum. Það hafa komið upp mál þar sem aðstæður eru þannig að frekar sé verið að hjálpa börnunum eða verið sé að reyna að komast fram hjá reglum um ættleiðingar,“ segir Þorsteinn. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoð- arlögreglustjóri lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, segir lögregluna hafa rannsakað mansal þar sem grunuð fórnarlömb voru undir lögaldri. Alda nefnir að fórnarlamb í mansals- máli frá árinu 2009 hafi aðeins verið sautján ára að aldri þegar það kom fyrst til landsins. „Að öðru leyti hefur ekki verið hald- in nein tölfræði í málaflokknum utan þessa árs og því erfitt að festa hendur á fjölda. En já, það er grunur um þetta, bæði varðandi hagnýtingu í vændi og eins vinnumansal.“ Í skýrslu bandaríska utanríkis- ráðuneytisins um mansal eru íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyrir lítinn stuðn- ing við málaflokkinn. – kbg, vh / sjá síðu 6 Börn til landsins á fölsuðum gögnum Dæmi eru um að börn séu flutt til landsins á grundvelli rangra upplýsinga, til dæmis rangra forsjárgagna eða fæðingarvottorða. Kátt í höllinni Þessir myndarlegu vinir tóku þátt í alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands í Reiðhöllinni í Víðidal í gær. Tví- og ferfætlingar af öllum stærðum og gerðum mættu og sýndu það besta sem í þeim býr. Fréttablaðið/AntonBrink stjórnMál „Viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðn- ingi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt,“ segir Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri sem hefur viður- kennt mistök í samþykkt borgarinnar um sniðgöngu á ísraelskum vörum. Kaupmannahafnarborg ákvað að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum fyrr í sumar og þar hefur ákvörðunin ekki dregið jafn mikinn dilk á eftir sér. Dagur hefur verið í síma- sambandi við borgarstjór- ann í Kaup- m a n n a - höfn, Frank Jensen, og þegið af honum ráð. „Það var áréttað af honum í fjölmiðlum og á fundum með ísra- elska sendiherranum til hverra sniðgöngu- bannið náði til, aðeins til hernuminna svæða. Við í borginni munum líka vera í samráði við utanríkisráðuneytið,“ bætir Dagur við.   „Ég hef viðurkennt að undirbúningi hafi verið áfátt og tek ábyrgð á því með tillögu um að fyrri s a m - þ y k k t verði dregin til baka. Ekki verða tekin frekari skref fyrr en eftir nauðsynlegt samráð,“ segir Dagur, en hugmyndir að bættri útfærslu tillögunnar eru ekki á dagskrá. – kbg / sjá síðu 8 Dagur þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu Ég hef viðurkennt að undirbúningi hafi verið áfátt og tek ábyrgð á því með tillögu um að fyrri samþykkt verði dregin til baka. Ekki verða tekin frekari skref fyrr en eftir nauðsynlegt samráð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Það er grunur um þetta, bæði varðandi hagnýtingu í vændi og eins vinnumansal. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 2 1 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 5 4 -3 5 1 8 1 6 5 4 -3 3 D C 1 6 5 4 -3 2 A 0 1 6 5 4 -3 1 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.