Fréttablaðið - 21.09.2015, Síða 2

Fréttablaðið - 21.09.2015, Síða 2
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is UP! MEÐ GÆÐIN VW Up! frá aðeins: 1.790.000 kr. Veður Búist er við hægum vindi á landinu. Sunnanlands verða lítilsháttar skúrir, en í öðrum landshlutum verður þurrt og bjart. Hiti 8 til 13 stig. Sjá Síðu 16 Messaði yfir Kúbumönnum Hafnarfj ö r ð u r Umdeild deili- skipulagstillaga um breytingu á einbýlishúsalóð við Stekkjarberg í Hafnarfirði var send aftur til skipu- lagsnefndar bæjarins vegna form- galla. Skipulagsnefnd hafði áður samþykkt að láta byggja 13 íbúðir á einni einbýlishúsalóð á rótgrónum stað í hverfinu. Einbýlishúsalóðin stendur við friðlýstan fólkvang og hafa jarðvegsframkvæmdir á lóðinni skaðað friðlýsta svæðið að mati lög- fræðings nágranna. Umhverfisstofn- un og nágrannar hafa lagst hart gegn breytingunni á einni lóð umfram aðra á svæðinu. Einbýlishúsalóðin er í eigu Ágústs Más Ármanns, fyrrverandi stjórnar- manns í BYR Sparisjóði. Hann keypti lóðina af syni sínum, fjárfestinum Magnúsi Ármann, sem hafði í hyggju að byggja sér eitt þúsund fermetra einbýlishús á lóðinni stóru fyrir um tíu árum. Ágúst Már lét arkitekta teikna fyrir sig breytt skipulag á lóðinni, tvær byggingar með um 13 íbúðum. Tillagan gengur út á tólfföldun á nýt- ingarhlutfalli lóðarinnar frá því sem nú er. Við þetta sættu nágrannar sig ekki og furðuðu sig á því að skipu- lagsnefnd skyldi fara með málið áfram og samþykkja það fyrir bæjar- stjórn. Á annað hundrað bæjarbúa skrifuðu undir mótmæli gegn fyrir- hugaðri breytingu sem myndi þýða stórfelldar breytingar á svæðinu. Einar Gautur Steingrímsson, lög- maður íbúanna beggja vegna lóðar- innar, segir málið lykta af gamaldags spillingu. Þarna sé um friðlýstan fólk- vang að ræða og þessi gerningur sé til þess fallinn að eyðileggja það svæði með öllu. „Umhverfisstofnun hefur gefið það út að það þyrfti að skoða mögulega nýbyggingu á svæðinu mun betur. Einnig finnst umbjóðendum mínum, einbýlishúsaeigendum við götuna, það skjóta skökku við að aðeins ein lóð sé tekin fyrir og deili- skipulögð nákvæmlega eftir höfði eiganda lóðarinnar. Verið er að fórna hagsmunum almennings fyrir einstaklingshagsmuni, algjörlega að óþörfu,“ segir Einar Gautur. Ljóst má vera að söluandvirði þrettán nýrra íbúða á þessu svæði hleypur saman- lagt á mörg hundruð milljónum króna. Adda María Jóhannsdóttir, bæjar- fulltrúi Samfylkingarinnar, telur eðli- legt að skoða málið í víðara samhengi áður en farið er í að skipuleggja eina lóð. „Lóðin liggur við friðlýstan fólk- vang á svæðinu og á meðan hópur er að störfum innan bæjarfélagsins um þéttingu byggðar er skrítið að þessi deiliskipulagstillaga sé keyrð í gegn,“ segir Adda María. sveinn@frettabladid.is Hundruð mótmæla skipulagstillögu Hafnarfjarðarbæjar Deiliskipulagstillaga um að breyta einbýlishúsalóð í Hafnarfirði í þrettán íbúða raðhús mætir mikilli andstöðu nágranna. Umhverfisstofnun óttast jarðrask við friðlýstan fólkvang. Bæjarfulltrúi segir skrítið að tillagan sé keyrð í gegn. Mikið jarðrask hefur átt sér stað á lóðinni við Stekkjarberg 9. Umhverfisstofnun bendir á að hraunmyndanir og mýrar hafi verið friðlýstar 2009. Fréttablaðið/GVA Verið er að fórna hagsmunum almennings fyrir einstak- lingshagsmuni, algjörlega að óþörfu. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður nágranna. jafnréttiSmál „Þær eru að koma hingað til að efla sín viðskiptatengsl fyrst og fremst, læra og skoða mark- aði, framþróun og skiptast á upplýs- ingum við íslenskar konur í atvinnu- rekstri,“ segir Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnurekstri, um hóp áhrifamikilla indverskra kvenna, FICCI-FLO, sem væntanlegur er til landsins þann 29. september næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem félagið fær heimsókn frá indverskum kynsystrum sínum. „Þær eru mjög heillaðar af stöðu jafnréttis á Íslandi og finnst við hafa náð langt, sem er rétt, þó alltaf megi gera betur,“ bendir Hulda á. Hulda segir indverska hópinn ein- blína mikið til á líftækni, heilsutengda framleiðslu, tækni- og leikjageirann, í bland við jafnréttismál, svo félagið mun bjóða þeim upp á sérsniðna dag- skrá þar sem félagskonur verði í broddi fylkingar. Hún segir mikla upphefð fólgna í að fá hópinn til landsins en þegar hefur félagið tekið á móti kyn- systrum frá Bandaríkjunum, Eistlandi og Noregi svo dæmi séu tekin. „Þessir hópar koma hingað til að leita sér að fjárfestingartækifærum, innblæstri og hugmyndum, og síðast en ekki síst forvitnast um jafnréttis- málin.“ – ga Indverskar áhrifakonur fá innblástur á Íslandi SlyS Tvö banaslys urðu á landinu um helgina. Eitt í Reykjavík og annað við vestanverðan Svínafellsjökul. Tildrög beggja slysa eru í rannsókn hjá lög- reglu. Erlendur ferðamaður lést er hann féll fram af klettum vestan í Svína- fellsjökli í gær rétt eftir hádegi. Sam- kvæmt tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að maðurinn hafi verið hluti af hóp sem var á ferð um landið. Hópurinn fékk viðeigandi áfallahjálp í kjölfar slyssins. Þá lést ungur maður þegar hann ók aftan á kyrrstæðan flutningabíl á Suðurlandsvegi við Geitháls, rétt austan við Rauðhóla, á laugardaginn.  Flutningabíllinn kyrrstæði var mann- laus og slasaðist enginn annar við árekstur bílanna tveggja. Eldur kom upp í bifreið unga mannsins og urðu miklar tafir á umferðinni á meðan eldurinn var slökktur. – þea Tvö banaslys á Íslandi um helgina Þær eru mjög heill- aðar af stöðu jafn- réttis á Íslandi og finnst við hafa náð langt, sem er rétt, þó alltaf megi gera betur. Hulda Bjarnadóttir, framkvæmda- stjóri FKA Páfinn er vinsæll Frans páfi veifar til kúbverskra kaþólikka á Byltingartorginu í Havana, höfuðborg Kúbu, þar sem hann predikaði. Gærdagurinn var sá fyrsti í fjögurra daga heimsókn hans til landsins en næst heldur hann til Bandaríkjanna. Fréttablaðið/EPA 2 1 . S e p t e m b e r 2 0 1 5 m á n u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 1 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 5 4 -3 A 0 8 1 6 5 4 -3 8 C C 1 6 5 4 -3 7 9 0 1 6 5 4 -3 6 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.