Fréttablaðið - 21.09.2015, Side 10
SKOÐUN
Þú færð TEMPUR®
koddana BARA
hjá okkur!
www.betrabak.is
Þá skal for-
stjóri setja
á fót fagráð
fyrir helstu
verksvið
stofnunar-
innar, skipuð
sérfróðum
aðilum.
Lög um Menntamálastofnun voru samþykkt á Alþingi í
sumar og hafa þegar tekið gildi og stofnunin þegar tekið til
starfa. Þótt binda verði vonir við starf stofnunarinnar eru
litlar líkur til að hún geti hjálparlaust ratað gegnum þann
frumskóg og ótræði sem einkunnagjöf í grunnskólum og inn-
taka í framhaldsskóla er komin í.
Stjórnsýslustofnun
Stofnunin er stjórnsýslustofnun, eins og segir í lögum, og
skal stuðla að auknum gæðum í skólastarfi. Forstjóri hefur til
ráðuneytis sjö manna ráðgjafarnefnd sem ráðherra skipar til
fjögurra ára. Forstjóri setur á fót fagráð helstu verksviða, skip-
uð sérfróðum aðilum, til ráðgjafar en ráðherra setur reglugerð
um starf fagráða. Meginverkefni Menntamálastofnunar er að
stuðla að umbótum í skólastarfi, safna upplýsingum og hafa
eftirlit með - og meta árangur skólastarfs, veita upplýsingar og
leiðbeiningar, sinna framkvæmd laga, reglugerða og annarra
stjórnvaldsfyrirmæla og veita ráðherra ráðgjöf. Hér er því um
að ræða aukna miðstýringu í skjóli skrifræðis.
Hæfnismat
Framhaldsskólar fá ekki að nýta sér niðurstöður samræmdra
prófa grunnskóla við inntöku nemenda, en einkunnir gefnar
í bókstöfum. Menntamálastofnun stefnir hins vegar að því að
bjóða nýtt hæfnismat, sem framhaldsskólar geta notað við
inntöku. Ekki hefur þó verið ákveðið hvernig fyrirkomulag
hæfnisprófa verður en þeim verður stýrt af nýrri Mennta-
málastofnun.
Ómyndugir framhaldsskólar – skólaþing
Margt í stefnu Menntamálastofnunar – Menntamálaráðu-
neytis – vekur tortryggni. Huglægt hæfnismat verður í
höndum Menntamálastofnunar og framhaldsskólar fá ekki
að nota niðurstöður samræmdra prófa grunnskóla. Með
þessu er verið að gera framhaldsskóla ómynduga og ósjálf-
stæða. Það er vond stefna. Til þess að rata gegnum frumskóg
og ótræði, sem einkunnagjöf í grunnskólum og inntaka nem-
enda í framhaldsskóla er komin í, væri skynsamlegt að efna
þegar til skólaþings þar sem fulltrúar kennara, nemenda og
skólastjórnenda grunnskóla og framhaldsskóla ræða um
færar leiðir í einkunnagjöf og inntöku í framhaldsskóla.
Inntaka nemenda
í framhaldsskóla
Tryggvi
Gíslason
fyrrverandi
skólameistari MA
En auðvitað
má hverri
manneskju
með sómatil-
finningu vera
slétt sama
um slíkar
afsakanir og
undanbrögð.
Magnús
Guðmundsson
magnus@
frettabladid.is
Það er ekki fjarri lagi að segja að foreldrar séu stjórnvald í hverri fjölskyldu og í hverju heimils-haldi. Reyndar gegna foreldrar þessari ábyrgðar-stöðu innan heimilisins ekki í krafti lýðræðis heldur aldurs, þroska og vonandi færni til þess að halda vel utan um fjölskyldu sína og heimili.
Foreldrum ber þannig að gæta þess að öllum líði vel og að allir
njóti grundvallarréttinda, góðrar umönnunar og framtíðar-
möguleika til þess að vaxa og dafna um ókomna tíð.
Hlutverk leiðandi stjórnvalds hverrar þjóðar fyrir sig er
ekki ósvipað þessu. Skyldur stjórnvaldsins eru að minnsta
kosti sambærilegar og það veit hvert foreldri að ekki veit á
gott að hygla sumum barna sinna en gefa í senn lítið fyrir
hagsmuni og þarfir annars. Það felst kannski mikil einföldun
í að bera saman stjórnvöld og foreldra með þessum hætti en
stundum er líka gott að einfalda. Einföldunin getur gert okkur
fært að horfa fram hjá flokkum og stefnum, einstaklingum og
hagsmunatengslum. Við getum horft á stjórnvaldið og spurt
okkur að því hvort það virði grundvallarmannréttindi allra
íslenskra þegna? Því miður er svarið nei.
Árið 2007 skrifuðu íslensk stjórnvöld undir samning Sam-
einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ríkin sem skrifuðu
undir samninginn „minnast meginreglna, sem kunngerðar
eru í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðfædd göfgi
og verðleikar og jöfn og óafsalanleg réttindi allra manna eru
viðurkennd sem hornsteinn frelsis, réttlætis og friðar í heim-
inum, eins og segir í upphafi samningsins. Þetta er fallegt.
En þrátt fyrir göfug markmið íslenskra stjórnvalda hefur
samningurinn ekki enn verið fullgiltur á Íslandi. Það er blátt
áfram til skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Það er ekkert
flóknara en það og einföldunin á fullan rétt á sér þegar kemur
að grundvallarmannréttindum. Foreldri sem segir Sigga
litla að hann verði að bíða eftir því að fá gleraugu, því það
sé svo kostnaðarsamt að byggja upp fótboltaferilinn hjá Jóa
bróður sem muni efalítið ná hámarki með milljónasamningi
í atvinnumennsku, er ömurlegt foreldri. Það geta einfaldlega
allir verið sammála um.
Málið með samninginn um réttindi fatlaðs fólks er nefni-
lega að hann veitir fötluðum alþjóðlega og lagalega vernd
fyrir stjórnvaldi sem dregur lappirnar, vísar til efnahags-
ástands, fjárfestingakosta, vaxtavesens eða hvurn fjárann sem
afsökunin er hverju sinni. En auðvitað má hverri manneskju
með sómatilfinningu vera slétt sama um slíkar afsakanir og
undanbrögð. Annað hvort fer stjórnvaldið á fullt í að undir-
búa fullgildinguna og innleiða hana hið snarasta eða ekki.
Nú þegar hafa 156 ríki fullgilt samninginn en Ísland
og Finnland standa ein Norðurlandanna eftir með allt á
hælunum. Í Finnlandi er reyndar unnið að undirbúningi á
fullgildingu en á Íslandi virðist forgangsröðunin vera einhver
önnur. Hver sem hún er þá er hún röng. Svo einfalt er það.
Mannréttindi geta ekki verið aðeins fyrir meginþorra
þjóðar fremur en að flestum í fjölskyldu sé tryggt mann-
sæmandi líf. Því hljóta allir með snefil af sómatilfinningu að
leggjast á eitt með að sjá til þess að íslensk stjórnvöld hefji
þessa vinnu án frekari tafa og fyrirsláttar og tryggi öllum
þegnum þjóðarinnar mannréttindi.
Mannréttindi
handa öllum?
Frá degi til dags
Klaufalegur meirihluti
Nú hefur meirihluti borgarstjórnar
Reykjavíkur, eða öllu heldur Dagur
borgarstjóri, ákveðið að afturkalla
tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur
um að sniðganga ísraelskar vörur.
Ástæðan er sú að tillagan var ekki
skoðuð gaumgæfilega þegar hún
var samþykkt af meirihlutanum. Í
stjórnsýslu nútímans er vonandi
að sveitarstjórnarmenn hvar sem
þeir starfa á landinu taki afstöðu til
mála út frá upplýstri umræðu með
nægileg gögn í höndunum til að
vega og meta kosti og galla þeirra
tillagna sem uppi eru hverju sinni.
Þessi skrípaleikur í borgarstjórn
Reykjavíkur er ekki meirihlut-
anum, borgarstjórn í heild eða
borgarbúum sæmandi. Þó er bót
í máli að menn hafi séð að sér og
ákveðið að draga til baka tillögu
sem enginn veit hvað þýðir eða
gerir.
Tveir milljarðar
Ríkisstjórn ákvað á fundi sínum
síðastliðinn laugardag að veita
tveimur milljörðum króna úr ríkis-
sjóði vegna flóttamannastraums
frá Sýrlandi til Evrópu. Áhuga-
vert er að bera það saman við orð
heilbrigðisráðherra frá í síðustu
viku. Kristján Þór Júlíusson sagði
við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur,
fréttamann á Stöð 2, að hann gæti
ekki tryggt fjármagn fyrir lyfjagjöf
Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur,
sem veiktist af lifrabólgu-C þegar
henni var gefið sýkt blóð árið 1983.
Þá sagðist Kristján Þór ekkert
geta gert, fjárveitingarvaldið væri
þingsins. sveinn@frettabladid.is
Halldór
ÚTgáfufélag: 365 miðlar ehf. STjÓrnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forSTjÓri: Sævar Freyr Þráinsson ÚTgefandi og aðalriTSTjÓri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðSToðarriTSTjÓrar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréTTaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞrÓunarSTjÓri: Tinni Sveinsson tinni@365.is HelgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljÓSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluSTjÓri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTliTSHönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
2 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 m Á N U D A G U r
2
1
-0
9
-2
0
1
5
0
6
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
5
4
-4
8
D
8
1
6
5
4
-4
7
9
C
1
6
5
4
-4
6
6
0
1
6
5
4
-4
5
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K