Fréttablaðið - 21.09.2015, Side 12
NICOTINELL FRUIT
Ódýrasta Nicotinell
lyfjatyggigúmmíið!
Lyfjaauglýsing
Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí, inniheldur 2 eða 4 mg nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja,
að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Ekki má nota Nicotinell Fruit ef þú reykir ekki eða ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins. Ráðlagður
skammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell Fruit 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með
notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell Fruit 2 mg ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt í staðinn.
Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Í upphafi meðferðar skaltu
venjulega nota eitt stk á 1-2 klst. fresti þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stk í á sólarhring. Þú mátt ekki nota fleiri en 25 af 2 mg eða meira en 15 af 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Lengd
meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á sólarhring og er ekki mælt með notkun lengur
en í 1 ár. Sumt reykingafólk gæti þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi ef þú getur ekki hætt að nota lyfið eftir eitt ár eða ef þér tekst
ekki að fækka fjölda reyktra sígaretta eftir 6 vikur. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er tilbúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta
reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú: hefur fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan
skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með magasár, gervitennur, barn á brjósti eða ert á meðgöngu. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá
notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A.
Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Nicotinell-Fruit-NEW-5x10 copy.pdf 1 12/08/15 13:18
Pepsi-deild karla
FH - Breiðablik 2-1
0-1 Atli Guðnason (72.), 1-1 Jonathan Glenn
(74.), 2-1 Damir Muminovic (78.).
Atli Guðnason skoraði 60. mark sitt
í efstu deild en bikarinn bíður.
Fylkir - Leiknir 3-1
1-0 Ragnar Bragi Sveinsson (21.), 2-0
Jóhannes Karl Guðjónsson (27.), 3-0
Ragnar Bragi Sveinsson (30. víti), 3-1 Sindri
Björnsson (90.)
Hin annars mjög sterka Leiknisvörn
er að opnast á lokasprettinum en
liðið er búið að fá á sig sex mörk í
síðustu tveimur leikjum.
Fjölnir - Víkingur 4-3
1-0 Kenni Chopart (23.), 2-0 Bergsveinn
Ólafsson (28.), 3-0 Aron Sigurðarson (39.),
3-1 Ívar Örn Jónsson (44.), 3-2 Hallgrímur
Mar Steingrímsson (46.), 4-2 Guðmundur
Böðvar Guðjónsson (84.). Rautt: Gunnar
Már Guðmundsson, Fjölni (45.+2).
Þrátt fyrir tapið eru Víkingar öruggir
um sæti sitt og spila þriðja tímabilið
í röð í efstu deild.
Keflavík - ÍA 0-4
0-1 Garðar Gunnlaugsson (15.), 0-2 Þórður
Þorsteinn Þórðarson (24.), 0-3 Hallur
Flosason (30.), Garðar Gunnlaugsson (50.).
Keflvíkingar virðast ætla slá „stiga-
metið“ með stæl og jafnvel „marka-
metið“ líka.
ÍBV - Valur 3-3
1-0 Jose Enrique (16.), 1-1 Patrick Pedersen
(23.), 1-2 Sigurður Egill Lárusson (55.), 1-3
Kristinn Freyr Sigurðsson (60.), 2-3 Gunnar
Heiðar Þorvaldsson (80.), 3-3 Ian Jeffs (82.).
Patrick Pedersen (13) er með tveggja
marka forskot á Jonthan Glenn í
baráttunni um gullskóinn.
KR - Stjarnan 0-3
0-1 Veigar Páll Gunnarsson (32. víti), 0-2
Guðjón Baldvinsson (46.), 0-3 Pablo Punyed
(78.). Rautt: Stefán Logi Magnússon, KR (27.)
KR hefur aðeins fengið tvö stig í
síðustu þremur leikjum og á á hættu
að missa Evrópusætið sitt.
Efri hluti
FH 45
Breiðablik 40
KR 36
Valur 33
Fjölnir 33
Stjarnan 27
Neðri hluti
Fylkir 25
ÍA 23
Víkingur 22
ÍBV 19
Leiknir 15
Keflavík 7
Nýjast
Við stöndum saman allir
sem einn! #skeidin#pepsi365
Rögnvaldur Ágúst
@reginskytta
F ó t b o lt i B r e i ð a b l i k á e k k i
mikinn möguleika á að verða
Íslandsmeistari karla í fótbolta, en
liðið var samt staðráðið í því í gær
að láta FH-inga ekki fagna titlinum
á sínum heimavelli. FH þurfti
aðeins jafntefli í Kópavoginum í
gærkvöldi til að tryggja sér sjöunda
Íslandsmeistaratitilinn en allt kom
fyrir ekki.
Útlitið var gott þegar Atli Guðna-
son kom FH yfir á 72. mínútu með
sínu 60. marki í efstu deild. Blikar
svöruðu því með tveimur mörkum á
næstu sex mínútum, en þar voru að
verki Jonathan Glenn (en ekki hver?)
og Damir Muminovic.
FH verður að bíða í eina viku í það
minnsta en verður meistari með því
að vinna Fjölni á heimavelli sínum í
Kaplakrika næsta laugardag.
Blikar gulltryggðu Evrópusætið
með sigrinum í gær, en það var þeirra
aðalmarkmið. Arnar Grétarsson er,
eins og flestir sem fylgjast með Pepsi-
deildinni vita, búinn að smíða ansi
gott fótboltalið í Kópavoginum.
Leikirnir gegn efstu liðunum
hafa verið mjög flottir. Blikar náðu
í jafntefli gegn FH á útivelli þar
sem verðandi Íslandsmeistararnir
jöfnuðu í uppbótartíma og unnu FH
svo í gær.
Breiðablik gerði enn fremur tvö
jafntefli við KR og vann Valsmenn í
tvígang, 1-0. Þetta eru níu stig af tólf
mögulegum gegn liðunum sem eru og
voru í baráttu um titilinn.
Leiknir í vandræðum
Nýliðar Leiknis eru í vondum málum
þegar tvær umferðir eru eftir, en liðið
er enn með fimmtán stig, nú fjórum
stigum frá öruggu sæti eftir glæsilega
endurkomu Eyjamanna í gærkvöldi
sem tryggði þeim eitt stig gegn Val í
Vestmannaeyjum.
Leiknismenn horfðu eflaust ágætlega
björtum augum til síðustu þriggja
leikjanna þrátt fyrir stöðuna, en
liðið átti eftir leiki gegn Fylki, sem
hefur verið slökkt á, og Keflavík, sem
er löngu fallið.
E n Fy l k i s m e n n d ú k ku ð u
upp með stjörnuframmistöðu í
Lautinni í gær og voru komnir 3-0
yfir gegn Leiknismönnum eftir
hálftíma. Leiknir hefur átt í miklu
basli með að skora í allt sumar og
setti ekki sárabótarmark fyrr en í
uppbótartíma.
Ástæðan fyrir því að Leiknir hefur
hangið í séns í fallbaráttunni þetta
lengi er sterkur varnarleikur liðsins
og skipulag. Það var aðeins búið að
fá á sig 23 mörk eftir 18 umferðir, en
nú er vörnin að opnast á versta tíma.
Breiðhyltingar eru búnir að fá á sig
sex mörk í síðustu tveimur leikjum
og virðast stefna hraðbyri niður um
deild.
Keflavík þarf enn fimm stig til
að verða ekki slakasta liðið (hvað
stigin varðar) í sögu tólf liða deildar.
Þá er það aðeins fimm mörkum frá
„markametinu“ yfir flest mörk fengin
á sig í tólf liða deild. tomas@365.is
Kampavínið áfram í kæli
Breiðablik frestaði fagnaði FH-inga með því að vinna liðið í 20. umferð Pepsi-deildar karla. Leiknismenn
eru í mjög vondum málum eftir skell í Lautinni og flotta endurkomu ÍBV gegn Val í Vestmannaeyjum.
Heimir Guðjónsson svekktur eftir að Blikar skora annað markið sem tryggði sigurinn. Fréttablaðið/AntonBrink
2 1 . s e P t e m b e r 2 0 1 5 m Á N U D A G U r12 s P o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ðSPORT
2
1
-0
9
-2
0
1
5
0
6
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
5
4
-3
5
1
8
1
6
5
4
-3
3
D
C
1
6
5
4
-3
2
A
0
1
6
5
4
-3
1
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K