Fréttablaðið - 21.09.2015, Page 37

Fréttablaðið - 21.09.2015, Page 37
Flott úrval af barnafatnaði fyrir haustið og veturinn á góðu verði! HLÝTT Í HAUST Ö ll ve rð e ru b ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi llu r og /e ða m yn da br en gl . INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 11- 17. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4891 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. DIDRIKSONS ETNA Góð flíspeysa. Barnastærðir. DIDRIKSONS IMALA Góður kuldagalli. Barnastærðir. DIDRIKSONS ETNA Góðar flísbuxur. Barnastærðir. 7.990 4.9903.590 BUGGA KULDASKÓR Hlýir kuldaskór með riflás, grófur og stamur sóli sem gefur gott grip. Stærðir: 24-35. 17.990 s p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ð 13MÁNUDAGUR 21. september 2015 Hvað gerði Gylfi? Gylfi Þór Sigurðsson var að vanda í byrjunarliði Swansea sem gerði markalaust jafntefli við Everton á heimavelli. Gylfi átti eitt skot á markið úr aukaspyrnu en var tekinn út af eftir klukkustund. stærstu úrslitin Chelsea komst aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð og vann Arsenal, 2-0, á Brúnni. Tangarhald Mourinho á Wenger heldur áfram virðist vera. Mjög mikilvægur sigur fyrir Chelsea. Hetjan Anthony Martial heldur áfram að borga milljónirnar til baka hjá United með mörkum. Hann setti tvö mörk í endurkomu sigri liðsins á útivelli gegn Southampton. Kom á óvart West Ham, sem vinnur bara stórleiki á útivelli að því er virðist, tók sig til og varð fyrsta liðið til að leggja Manchester City að velli. Victor Moses og Diafra Sakho skoruðu mörkin. Um helgina Enska úrvalsdeildin Chelsea 0 – 0 Arsenal Stoke 2 – 1 Leicester Swansea 0 – 0 Everton Aston Villa 0 – 1 WBA Bournemouth 2 – 0 Sunderland Newcastle 1 – 2 Watford Man. City 1 – 2 West Ham Tottenham 1 – 0 C. Palace Liverpool 1 – 1 Norwich Efst Man. City 15 Man. Utd 13 Leicester 12 Arsenal 10 West Ham 9 Neðst Southampton 6 Aston Villa 4 Stoke 3 Newcastle 2 Sunderland 2 KörFuBoLti Spánverjar urðu Evrópu- meistarar í körfubolta í þriðja sinn þegar þeir unnu Litháen örugglega, 80-63, í úrslitaleiknum sem fram fór í Lille í Frakklandi. Spænska liðið er nú búið að vinna Evrópumótið þrisvar sinnum  af síðustu fjórum mótum, en það leyfði Frakklandi að geyma bikarinn í tvö ár. Spánn vann einmitt ríkjandi Evrópumeistara Frakka á þeirra heimavelli í undanúrslitunum þar sem Pau Gasol fór á kostum og skor- aði 40 stig. Þessi 35 ára gamli mið- herji hefur sýnt sínar bestu hliðar allt mótið og hann sveik sína menn ekki í gær. Gasol lauk leik með 25 stig, 12 fráköst og fjórar stoðsend- ingar, en hann er búinn að fara á kostum í útsláttarkeppninni. Gasol byrjaði því að setja 30 stig á Pólverja í 16 liða úrslitunum, 27 á Grikki í háspennusigri í átta liða úr- slitum og svo 40 stig í framlengdum sigri gegn ríkjandi Evrópumeist- urum Frakklands. Langbestur Gasol var kjörinn besti leikmaður mótsins og það kom engum á óvart. Chicago Bulls-maðurinn var með flest stig að meðaltali í leik (25,6), flestar körfur að meðaltali í leik (8,6), flest víti nýtt (7,3), flest varin skot (2,3) og fór oftast á vítalínuna (9,1) að meðaltali í leik. Spænska liðið hefði getað mætt til leiks með ofurstjörnur í hverri stöðu. Mögulegt byrjunarlið gat verið; Ricky Rubio (Minnesota Timber- wolves), José Calderón (NY Knicks), Serge Ibaka (OKC Thunder), Pau Gasol (Chicago Bulls) og Marc Gasol (Memphis Grizzliez). Eini sem mætti var Pau Gasol og það var nóg, en auðvitað er liðið fullt af frábærum leikmönnum. Sá gamli bar þó af og leiddi sitt lið að þriðja titlinum. Hann er nú búinn að eiga stóran þátt í öllum þremur Evrópu- meistaratitlunum sem Spánn hefur unnið, og þá var hann einnig stiga- hæstur og bestur á Evrópumótinu 2009 þegar Spánn vann í fyrsta sinn. Með þremur af sex bestu Íslenska landsliðið spilaði á Evrópu- mótinu í fyrsta sinn og tapaði öllum leikjum sínum enda í einum sterk- asta riðli sem sést hefur á mótinu. Til marks um það má benda á að þrjú af sex liðum riðilsins, Spánn, Serbía og Ítalía, enduðu á meðal sex efstu þjóðanna. Tyrkir voru svo í 9.-16. sæti en Þjóðverjar ollu miklum vonbrigðum á heima- velli og urðu í 17.-20. sæti á kveðjumóti Dirk Nowitzki. Ísland spilaði því við liðið sem síðar varð Evrópumeistari í riðlakeppninni og tapaði, 99-73, eftir frábæran fyrri hálfleik þar sem staðan var 41-36 fyrir Spánverjum. Ísland hélt Gasol í 21 stig en hann spilaði þó bara 23 mínútur í þeim leik og tók sjö fráköst. Sá þriðji var í boði Gasol Spánn varð Evrópumeistari í þriðja sinn í gær þegar liðið lagði Litháen í úrslitaleik. Pau Gasol, miðherji Chicago Bulls og spænska landsliðið, var bestur allra í leiknum eins og hann er búinn að vera á mótinu. Gasol í útsláttar- keppninni: 16 liða úrslit á móti Póllandi (80-66): 30 stig, 7 fráköst, 4 stoð- sendingar 8 liða úrslit á móti Grikklandi (73-71): 27 stig, 9 fráköst, 3 stoð- sendingar Undanúrslit á móti Frakklandi (80-75): 40 stig, 11 fráköst, 1 stoð- sending Úrslit á móti Litháen (80-63): 25 stig, 12 fráköst, 4 stoðsendingar SPÁNN Litháen Frakkland SERBÍA Grikkland ÍTALÍA Tékkland Lettland Króatía Ísrael Pólland Slóvenía Belgía TYRKLAND Georgía Finnland Rússland ÞÝSKALAND Makedónía Eistland Holland Úkraína Bosnía ÍSLAND 1. 2. 3. 4. 5.-6. 7. 8. 9.-16. 17.-20. 21.-24. 2 1 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 5 4 -3 5 1 8 1 6 5 4 -3 3 D C 1 6 5 4 -3 2 A 0 1 6 5 4 -3 1 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.