Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Hver eru ykkar helstu áhugamál? Andrea: Leika og syngja. Jarún: Fimleikar, leiklist og söngur. Ég æfði einu sinni fimleika og ætla kannski að byrja aftur. Bjarni: Karate, leiklist og tölvur. Hvað leikrit eru þið að æfa fyrir? Andrea: Það heitir Dúkkuheimili og er jólasýningin hér í Borgarleik- húsinu. Bjarni: Fjallar um konu sem á mann sem vill stjórna öllu. Andrea: Hún er eiginlega smá þunglynd og átti þannig pabba sem öllu stjórnaði. Bjarni: Maðurinn hennar skammtar sykurinn og stjórnar öllum á heimilinu. Jarún: Hann vill bara að hún sé mjó. Bjarni: Svo kemur maður sem er að reyna að kúga af þeim peninga. Jarún: Við lau pakkana og verðum frekar van- þakklát. Bjarni: Svo í endann ákveður Nóra að fara frá fjölskyldunni. Jarún: Hún heitir samt í alvörunni Unnur Ösp, sú sem leikur hana. Fyrir hvern er leikritið? Jarún: Þetta er meira svona fullorðinssýning. Andrea: Þetta eru líka kvöldsýning- ar. Jarún: Leikritið gerist um jólin. Bjarni: Leik- ritið verður frumsýnt á milli hátíðanna. Er þetta skemmti- leg sýning? Bjarni: Já. Við erum búin að æfa töluvert. Við erum komin með allt á hreinu en erum alltaf að bæta okkur. Jarún: Það er verið að bæta okkur nokkrum setningum. Andrea: Við erum í mjög skrautleg- um búningum og erum eiginlega að leika krakka að leika sér. Hvað leikið þið í sýningunni? Bjarni: Við leikum krakkana henn- ar Nóru, hún er mamma okkar í leikritunu. Andrea: Ég leik Helenu sem er 8 ára. Jarún: Ég er Emma sem er 4 ára. Bjarni: Ég heiti Ívar og er 6 ára í leikritinu. Andrea: Pabbi okkar í leikritinu heitir Þorvaldur. Jarún: Hilmir Snær, Unnur Ösp og Þorvaldur Bachmann leika aðalhlutverkin. Andrea: Við erum oftast að leika okkur inni í herbergi. Ég er elsta systkinið og er dálítið að ala hin börnin upp því mamman er alltaf upptekin. Jarún: Við erum líka með eitt atriði þar sem við syngjum Let It Go. á því að þið fenguð hlutverk í sýningunni? Jarún: Það kom fullt af krökkum í prufur og svo voru valdir 6 krakkar til að vera í sitthvorum hópnum. Bjarni: Það voru 4 stelpur og tveir strákar sem voru valin. Andrea: Við skiptumst á og sýnum aðra hverja helgi. Jarún: Við skírðum hópana Enginn og Allir. Þannig að stundum heyrist: Í kvöld sýnir Enginn eða í kvöld sýna Allir. Sýningarstjóranum fannst þetta svolítið skrýtið. Fyrst ætluðum við að skipta þessu í dökkhærða hópinn og ljóshærða hópinn. Eru margir sem leika í sýning- unni? Bjarni: Nei, ekkert það margir. Mamman og pabbinn. Jens læknir, Níels Kragstad, vinkonu Nóru og einhverjir fleiri. Og svo við krakkarnir. Hafið þið leikið eitthvað áður? Bjarni: Já, ég leik í Línu Langsokk. „Við skírðum hópana En ginn og Allir. Þa nnig að stundum h eyrist: Í kvöld sýnir Enginn eða í kvöld sýna Allir.“ Barnablaðið hitti nokkra krakka sem taka þátt í jólasýningu Borgar- leikhússins í ár, Dúkkuheimili. Leik- ritið er eftir Henrik Ibsen og skartar m.a. Nóru sem er ein þekktasta kvenhetja leiklistarinnar. Krakkarnir skiptast í tvo hópa sem sýna til skiptis. Við spjölluðum við Andreu Marín Magnúsdóttur 10 ára, Jarúnu Júlíu Jakobsdóttur 7 ára og Bjarna Hrafnkelsson 10 ára. mumst til að opna meira inn á sviðið og bæta við Hvernig stendur Erum alltaf að bæta okkur ALEXANDER STEINUNN JARÚN

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.