24 stundir - 27.10.2007, Blaðsíða 38
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007ATVINNA38
Tilkynningar
Hver er ávinningur fyrirtækja af
atvinuþátttöku eldra fólks?
Standa fyrirtæki á Íslandi fyrir sértækum
aðgerðum í því skyni að halda lengur í fólk
á vinnumarkaði?
Skiptir sveigjanleikinn máli?
Hvernig geta fyrirtækin nýtt mentora –
félagsvini - í sína þágu?
Atvinnurekendur, stjórnendur, rannsakendur,
stjórnmálamenn og áhugafólk um íslenskan
vinnumarkað athugið!
Verkefnisstjórn 50 + efnir til fundaraðar um
málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði.
Annar fundur af þremur verður á Grand hótel,
Háteigi (salur á 4. hæð) þann 2. nóvember n.k.
kl. 8:30-10:00
Dagskrá:
1. Emil B. Karlsson forstöðumaður
Rannsóknarseturs verslunarinnar fjallar
um rannsókn Rannsóknarsetursins á
ávinningi af atvinnu þátttöku eldra fólks.
2. Guðríður H. Baldursdóttir starfsmanna-
stjóri Kaupáss fjallar um möguleika og
reynslu fyrirtækjanna af að ráða eldra fólk
í störf.
3. Guðrún Stella Gissurardóttir forstöðu-
maður þjónustuskrifstofu Vinnumála-
stofnunar á Vestfjörðum fjallar um men
tora hugmyndina – félagsvinakerfi - og
möguleika fyrirtækjanna í því sambandi.
Fundarstjóri: Gunnar Kristjánsson formaður
Verkefnisstjórnar 50+
Sveigjanleg starfslok – ávinningur allra
Nánari upplýsingar um starf verkefnis-
stjórnarinnar og fundaröðina er að finna á
heimasíðu Vinnumálastofnunar
www.vinnumalastofnun.is. Morgunverður
verður framreiddur frá kl. 08:00, verð
kr. 1.400.- Æskilegt er að þátttakendur
skrái sig á netfangið:
margret.gunnarsdottir@vmst.is
NÁMSKEIÐ Í GERÐ ÁHÆTTUMATS
Samkvæmt nýrri reglugerð skal gera skriflega
áætlun um öryggi og heilbrigði á öllum
vinnustöðum. Áhættumat er hluti af slíkri áætlun.
Á námskeiðinu er kennd aðferð til að gera áhættu-
mat.
Heimavinna felst í að þátttakendur geri áhættumat
fyrir vinnustaði sína.
Námskeiðið er ætlað atvinnurekendum, öryggisne-
fndum, ráðgjöfum og öðrum sem áhuga hafa á að
fræðast um gerð áhættumats.
Námskeiðið skiptist á tvo daga, þrjár klst. í senn,
með viku millibili og eru haldin að Bíldshöfða 16 í
Reykjavík (húsnæði Vinnueftirlitsins).
Næstu námskeið verða 30. okt., 13. nóv. og 27.
nóv. 2007, kl. 15:30–18:30 (sjá nánar á heima-
síðunni: www.vinnueftirlit.is
Skráning í síma 550 4600 (skiptiborð Vinnueftirlit-
sins).
ER EINELTI Á VINNUSTAÐNUM?
Námskeið í gerð viðbragðsáætlunar og um
forvarnir vegna eineltis á vinnustað.
Á námskeiðinu er fjallað um ábyrgð og skyldur
ólíkra aðila í eineltismálum. Einnig er fjallað um
hvað vinnustaðir geti gert til að fyrirbyggja einelti
og kynferðislega áreitni.
Ennfremur hvernig hægt er að taka markvisst á
slíkum málum komi þau upp og hvernig koma
megi í veg fyrir að þau endurtaki sig. Byggt er á
virkri þátttöku þeirra sem námskeiðið sækja.
Námskeiðið er 3 tímar. Næstu námskeið verða
haldin 7. nóv. og 21.nóv. nk. kl. 9 – 12 í húsnæði
Ökuskólans í Mjódd, Þarabakk 3, Reykjavík.
Skráning í síma 550 4600 (skiptiborð Vinnu-
eftirlitsins).
Styrkir til gæðaverkefna í
heilbrigðisþjónustunni
árið 2007
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið aug-
lýsir styrki vegna gæðaverkefna í heilbrigði-
þjónustunni árið 2007 í samræmi við stefnu-
mörkun heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum til
ársins 2010.
Í styrkumsókn skal m.a. koma fram markmið
verkefnis, framkvæmdaáætlun og hvernig unnt
væri að nýta niðurstöður til að bæta
þjónustuna. Sótt skal um í nafni einstakra
stofnana og/eða starfseininga.
Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum
er gert að sækja um rafrænt á umsókna-
vef Stjórnarráðsins. Sækja þarf um
aðgang að umsóknavefnum á vefslóðinni
http://umsoknir.stjr.is.
Aðgangur er gefinn á kennitölu umsækjanda
(athugið, ekki á kennitölu stofnunar) og verður
lykilorð sent til viðkomandi á netfang sem
hann gefur upp við nýskráningu.
Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember
2007.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Björnsdóttir,
deildarstjóri, í síma 545 8700 og í tölvupósti á
postur@htr.stjr.is. Einnig eru upplýsingar á
vefsíðu ráðuneytisins, heilbrigdisraduneyti.is.
hringdu og
pantaðu í
síma 510-37
28 eða atvi
nna@24stu
ndir.isATVINNUBL
AÐIÐ
fylgir blaði
nu alla laug
ardaga
stundir