Nesfréttir - 01.07.1992, Blaðsíða 1
FRÉTTIR
AUGLYSINGASIMI
611594
All ir þeir krakkar sem vildu,
úr áttunda, níunda og tíunda
bekk, fengu vinnu í unglinga-
vinnunni í sumar. Þau sem í
eru áttunda og m'unda bekk
fengu vinnu hálfan daginn en
krakkamir úr tíunda bekk fengu
vinnu allan daginn.
„ Við höfum hingað til haft
vinnu fyrir krakkana í júní og
Mun fænri fengu vlnnu en vfldu
júlí en síðan hafa duglegustu
tíundubekkingarnir fengið að
vinnaút ágúst, en við breyttum
þessu núna og höfum fjóra
vinnudagr' "~rfyriráttunda
og níundu bekkinga þess í stað
fá þau að vinna fram í miðjan
ágúst,” sagði ÞóraEinarsdóttir
tómstundarfulltrúi í samtali við
Nesfréttir.
Þóra sagði mikla ásókn hafa
verið í störf flokkstjóranna, alls
sóttu um hátt í 70 manns á
aldrinum 17 til 25 ára en bærinn
hafi ekki getað veitt nema 35
manns vinnu með störfum í
áhaldahúsinu. „Því miður
gátum við ekki veitt fleirum
vinnu. Ástandið er ömurlegt
og mörg þeirra hafa enga vinnu
fengið en við erumþó ágætlega
sett miðað við mörg önnur
bæjarfélög.”
Þau sem gengu fyrir með
vinnu voruSeltirningarogþau
sem höfðu unnið áður fyrir
bæinn. En Þóra segir marga úr
öðrum bæjarfélögum hafa
reynt að fá vinnu hjáSeltjamar-
nesbæ.
Forvitnileg
myndlistar-
sýning á
Seltjarnarnesi
Myndlistarklúbbur Seltj-
arnarness hélt myndlistar-
sýningu í Félagsheimili Seltj-
arnamess frá 6 til 17 júní í
tilefni 20 ára afmælis klúbbs-
ins. Félagsheimilið var klætt
að innan með hvítum plötum
og úr varð skemmitlegur
sýningarsalur. Margar áhuga-
verðar myndir vom sýndar en
þeir sem áttu myndir á
sýningunni voru Auður
Sigurðardóttir, Anna G.
Bjarnadóttir, Ása Oddsdóttir,
Guðfinna Hjálmarsdóttir,
Guðmundur Kristinnsson,
Jensey Stefánsdóttir, Kristín
Hreinsdóttir, Magnús Ó.
Valdimarsson, Sigríður Gyða
Sigurðardóttir og Sigurður Kr.
Árnason.
Einnig var myndlistar-
sýningintil minningarumlátna
félaga og vom myndir þeirra
einnig sýndar.en þær vomeftir
þá Jóhann Ólafsson, Árna
Garðar Kristinnson, Selmu
Kaldalóns og Önnu Karls-
dóttur.
Salurinn kom sérstaklega
vel út og mætti þar gjarnan
hafafleiri myndlistarsýningar.
Um 160 manns tóku þátt í Neshlaupinu í ár. Hlaupnar voru 3 vegah engdir. Þama má sjá
trimmarana hita sig upp fyrir hlaupið undir stjóm Margrétar Jóndóttur íþróttakennara.
Illa gengið um
Sefgaröa
Illa er gegnið um úrgangs-
gryfjurnar við Sefgarða.
Komið erþangað með allskyns
msl og því hent að því er virðist
um allt planið þannig að langan
tíma tekur að hreinsa upp og
flokka draslið sem er að auki
mjög kostnaðarsamt verk. Að
sögn Steinunnar garðyrkju-
stjóra á Seltjamarnesi verður
hætt að taka á móti þessum líf-
ræna úrgangi við Sefgarða ef
fólk getur ekki gengið betur
um og þarf það þá aðfara með
úrganginn til S orpu í Ánanaust-
um.
Lækninga- minjasafn bls. 3 Haukur Björnsson: Umhverfismál bls. 4
Bæjarstjórnar- Bylting
fundur í SPBON
bls. 6 bls. 5