Nesfréttir - 01.07.1992, Side 4
4
ft&frátt*
Enn um umhverfismál
Á síðustu misserum hafa
augu manna verið að opnast
fyrir mikilvægi umhverfis-
verndar og þeirri ógn sem
umhverfi okkar stafar af
óvæginni umgengni okkar
mannannaviðnáttúruna. Um-
ræða um þessi mál stendur víða
og hæst ber hana um þessar
mundir á umhverfisráðstefn-
unni í Ríó.
En þó að mikilvægt sé að
huga að þessum málum á
alþjóðavettvangi, ræða þau og
setja skorður við eyðileggj andi
umgengni mannanna við
náttúruna, er ýmislegt að gerast
í okkar næsta nágrenni sem
nauðsynlegt er að huga að.
FramU'ðarheill byggðarinnarer
að veði og við getum ekki sýnt
það ábyrgðarleysi að ætla að
velta okkar hlut í að vernda
náttúruna og skapa mann-
fólkinu lífr ænt umhverfi yfir á
næstubyggðarlög. Hérmáeng-
inn skorast úr leik, hvorki ein-
staklingar né yfirvöld.
Það sem mér er efst í huga
varðandi okkarnæstanágrenni
er Framnesið og Valhúsa-
hæðin. Hafa þessi mál verið
lítillega rædd formlega innan
bæjarfélagsins nú síðla vetrar,
eða á bæjarmálafundi sem
haldinn var á vegum Sjálf-
stæðismanna í mars eða apríl,
en óformleg umræða manna á
meðal hefur verið áberandi
síðustu misseri.
Þessi umræða vitnar í fyrsta
lagi um að viðhorf manna til
umhverfismála hefur breyst á
síðustu misserum. Þar sem
áður ríkti afskiptaleysi og
jafnvel kæruleysi ríkir nú vilji
til þátttöku og umhyggja. í
öðru lagi finnst mér mega lesa
útúrumræðunni aðbæjarstjórn
okkar hefur annað hvort ekki
tekið eftir þessari breytingu eða
er á annarri skoðun og vill halda
sínu striki með úreltar hug-
myndir um landnýtingu þrátt
fyrir viðhorfsbreytinguna.
Bæjarstjórnin segist þó vilja
heyra sjónarmið fólksins og að
einungis sé verið að skoða
tillögur sem ræddar verði vel
og vandlega áður en nokkrar
ákvarðanir verða teknar.
Framnesið
Betur væri að satt reyndist
en ég er hræddur um að ekki
hafi allur sannleikurinn verið
sagður. Margir muna eftir
fjaðrafokinu sem varð á síðasta
ári þegar í ljós kom að níðings-
verk hafði verið unnið á æva-
gömlum og merkilegum skelja-
lögum í Svartabakka með
vinnu vélum á vegum b æj ari ns.
Setti ugg að mörgum en aðrir
áttuðu sig hreinlega ekki á því
hvað hér hafði gerst fyrr en
seinna. Enskaðinnvarskeður.
Síðan urðu menn varir við
vegagerð út Bakkagranda í átt
að Svörtubökkum. Furðuðu
menn sig á þ ví að lagður sky ldi
vegur á bakkanum, bæði vegna
viðkvæmrar náttúrunnar og
eins vegnaþess að gamall vegur
var fyrir út á nú verandi golfv öll
og því væntanlega ódýrast og
áhættuminnst fyrir náttúruna
að láta hann standa áfram en
spillaekki náttúrunni meiraen
orðið var.
Hver var tilgangur þessara
framkvæmda? Það var og er
enn óljóst en kvisast hefur að
kylfingum hafi verið úthlutað
svæðinu frá núverandi golfvelli
og alla leiðút að Bakkatjörn og
þess vegna hafi þurft að flytja
veginnogbílastæðið? Erþetta
kannski skýringin á þessum
vegaframkvæmdum? Otrúlegt
er það, en ef svo er virðist það
hafa verið ákveðið fyrir löngu
síðan eða áður en gerð vegar
og bílastæðahófst.
Nú eru iðkendur golfí-
þróttarinnar alls góðs maklegir
en með fullri virðingu fyrir
þeim og bæjarstjórn okkar
finnst mér þessi ráðstöfun
landsins fráleit. Þungamiðjan
í allri umræðu um náttúruvernd
og landnýtingu hér á Seltjar-
narnesi er að menn vilja að
náttúrunni sé ekki spillt frekar
en orðið er og að það land sem
enn er ónýtt verði haft opið
almenningi til umferðar eftir
því sem náttúrufarþess leyfir.
Hvort tveggja er sniðgengið ef
þarna kemur golfvöllur. Þá
þarf bæði að gjörbreyta
landinu, hrekj a burt fuglana af
einum af örfáum griðastöðum
sem þeir enn eiga innan
bæjarmarkanna, og að loka
landinu fyrir allri umferð
annarra en þeirra sárafáu,
tiltölulega, sem vilja stunda
golfíþróttina. Enginn hættir
ser inn á hann til gönguferða!
Ég leyfi mér að vona að þessar
fregnir um stækkun golf-
vallarins séu fleipur eitt og að
bæjarstjórn verði fljót að
staðfesta að svo sé, þannig að
kríur, gæsir, náttúruunnendur
og aðrir fuglar geti tekið gleði
sína á nýjan leik.
Þrennt til viðbótar áður en
skilið er við Framnesið: I
fyrsta lagi: Byggð vestan nú-
verandi byggðar finnsj mér
ekki koma til greina. í öðru
lagi: í stað hringvegar, sem er
óþarfur, mætti geraLindarbraut
að vistgötu með eyjum frá
báðumhliðum, öldum o.s.frv.
samanber Nesveg og fleiri
götur, því hvaða máli skiptir
ein eða tvær mínútur til eða frá
fyrir þá sem þessa leið vilja
fara? Meira að segja strætó
kemst slíkar götur með léttum
leik. Hraðhringvegur mundi
fyrst og fremst þjóna óæsk-
ilegri umferð. íþriðjalagi. Er
ekki hægt að slá túnin við Nes
og Nýjabæ til að gera þau fær
umferðar gangandi fólki?
Valhúsahæð
Niðurlæging Valhúsahæðar
ermikil. Mestur hluti hennar
hefur nú verið tyrfður til
mismunandi nota, - fyrir fót-
bolta, áramótabrennu og leik-
völl. Þessi svæði hafa verið
girt með vindbrj ótum sem gefa
landinunýjaásjónu.sviplausa,
enda gerð með reglustiku og
jarðýtu. Góðspildahefurverið
seld undir húsbyggingar.
Einungis vestasti hluti hennar,
svokallaðar Klappir, fær að
vera í friði, og útsýnisskífan
fær reyndar að vera á sínum
stað.
Valhúsahæðin, rómuð af
skáldum og hæsti hluti okkar
láglenda sveitarfélags með
fögru útsýni til allra átta, má
muna fífil sinn fegurri. Ég
held að núverandi nýting
hennarhljóti að veraheimsmet
í vannýttum tækifærum. Val-
húsahæðin hafði sannarlega
allaburði til að verðaein okkar
fáu útivistarperla. Enn hef ég
ekki hitt nokkurn mann, utan
þeirrasemnúsitjaíbæjarstjóm,
sem mælir þessum fram-
kvæmdum bót. Ég varpa því
hér fram í fullri alvöru að
ráðamenn bæjarfélagsins
setjist á rökstóla, ræði á nýjan
leik um skipulag Valhúsa-
hæðar, hlusti á bæjarbúa, og
reyni að komast að niðurstöðu
sem okkur bæjarbúum og
Valhúsahæðersamboðin. Ég
veit að þetta kostar fé og tekur
tíma en það eru smámunir
miðað við það tj ón og þá hneisu
sem við annars hljótum af frá
samtíðogframtíð. Viðverðum
menn að meiri ef við
viðurkennum yfirsjónir sem
þessa og gemm yfirbót.
Að lokum þetta: Bæjar-
stjómarmeirihluti Sjálfstæðis-
manna hefur stjórnað þessu
bæjarfélagi árum saman og
farist það að mestu vel úr hendi.
Festa og ráðdeild hefur ráðið
ríkjum og ffamsýni á vissum
sviðum eins og í skólamálum.
Fyrir þetta eiga Sjálfstæðis-
menn þakkir skildar og ég vil
vona í lengstu lög að þeir
skemmi ekki þetta góða
orðspor sem af þeim fer með
skammsýni og vanhugsuðum
aðgerðum í skipulags- og
umhverfismálum.
Haukur Björnsson
SMÁAUGLÝSINGAR
Garðyrkjustjórinn á Seltjarnamesi óskar eftir 3ja til 4ra
herbergja'fbúð á Seltjamarnesi frá 1 júlí eða 1 ágúst.
Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofu Seltjarnarness í
síma 612100.