Nesfréttir - 01.07.1992, Síða 3

Nesfréttir - 01.07.1992, Síða 3
mfróttr 8 Eiðistopg: Nýtt Kaffiliús Nýr eigandi hefur tekið við rekstri kaffihússins á annarri hæð Eiðistorgsins en það er Steinunn Óskarsdóttir sem gefið hefur staðnum nafnið Cafe-Nes. Steinunn hefur lengi verið viðriðinn viðskipti af þessutagi og er með smurbrauðs- menntun. Á Cafe-Nes býður hún upp á fjölmargar tegundir kaffis, ekta súkkilaði, nýbakaðar vöfflur, snittur sem reyndar einnig er hægt að panta í tugatali og taka með sér. Hún segist mj ög ánægð með viðtökurnar og hyggur á með haustinu að standa að ýmsum uppákomum ásamt öðrum verslunareigendum á Nesinu. Cafe-Nes er opið á verslun- artíma, sex daga vikunnar. IVý dömu og barnafata- verslun Dömu- og barnafataversl- unin Bláskel hefur nýverið opnað á Eiðistorginu. Það er önnur verslunin sem Þóra Guðmundsdóttir opnar því fyrir rekur hún verslun undir sama nafni á Strandgötunni í Hafnarfirði. „Við reynum að sinna konunum mjög vel og erum með famað upp í stórar stærðir mest frá Danmörku og reynum að vera með fatnað á góðu verði,” sagði Þóra. Hún segir allt milli himins og jarðar í tísku í dag en í sumar sé mest um sterka liti. SMÁAUGLÝSINGAR Óska eftir að passa börn Égerllára stelpa og langar ■ að komast í vist í sumar, hálfan daginn með 1/2 til2ja ára barn. Upplýsingarísíma 611543. Bamlaríkjamaður óskar eftir góðu húsnteði á Seltjamar- nesi. Upplýsingar gefur íris Sigurðardóttir Sími611885 Hvítt stelpuhjól20tommuvel með farið til sölu. Upplýsingaar í síma 611543 Kristinn Magnússon sta rfsmaður Lœknaminjasafnsins Læknaminjasafnið opnar í júlí Læknaminjasafnið sem er til húsa í Nesi við Seltjörn, gamla landlæknisembættis- húsnu, verður opnað í byrjun Júlí. Húsið eitt af stoltum Seltim- inga enda fögur bygging og stendur á einu fegursta bæjarstæði á Seltjamarnesi og þó víðar væri leitað.Fyrirneðan blasir Gróttan við og mikil- fenglegt fuglalíf. Safnið mun í fyrstu opna í húsi Ness en í framtíðinni er fyrirhugað að byggja að auki þrjár burstir þar sem verður opnaður sýningasalur, einnig verður þar einh verskonar upp- lýsingarmiðstöð þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um fulgalífið á svæðinu, ráðgert er að opna kaffistofu í nýja húsinu, sem snýr í vesturátt þar sem hægt er ap horfa yfir tjörnina flóann. í kjallaranum verða svo geymslur og vinnu- aðstaða fyrir starfsfólk safns- ins. Alls hafa safnast fyrir um fjögurþúsund læknamunir. Að sögn Kristins Magnússonar starfsmannsþjóðminjasafnsins er stefnt að því að hafaþá muni til sýningar sem sem bámst fyrstir hingað til lands því læknatæki úreldast mjög fljótt. Margt forvitnilegt er að finna í læknaminj asafni nu, svo dæmi sé tekið er þar fótstiginn tannbor, ýmir munir úr eigu Kristjáns Sveinssonar, sullur og svo mætti áfram telja. Safnið verður opið þriðju- daga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá 12 til 16. OPIÐ: MAN.-LAUG. 10-23 SUNNUD. 11-23 MJOLK-BRAUÐ KJÖT OG NÝLENDUVÖRUR VIDEO - GOTT ÚRVAL FLESTAR MYNDIR KR. 250.- BARNAMYNDIR KR. 100.- TILBOÐ i--------- i i | 2.L. KOK | GRILLKOL SAFEWAY 2,27 kg. | GRILLKOL SAFEWAY 4,54 kg. | DOMEXWC 12 rl. I DOMEX Eldhúsrúllur 4 rl. I_____________________________ -----------1 I 109.- kr.j 199.- kr.| 349.- kr. | 249.- kr.| 149.- kr.l ___________I NESVAL MELABRAUT19 170 SELTJARNARNES - SÍMI 611230

x

Nesfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.