Nesfréttir - 01.12.1992, Page 2
2 Nesfréttir
m FRÉTTIR L ... Útgefandi: Prentsmiðjan NES, Hrólfsskálavör 14,Seltjarnamesi, S: 611594 Ábyrgðamaður: Kristján Jóhannsson Hönnun & umbrot: Valur Kristjánsson
Leiðari
Oft er deilt á fjölmiðla og
þeir taldir vera neikvæðir og
leiðinlegiref ekki erfjallaðum
ákveðin mál svo að þeim líki.
Nesfréttir hafa ekki farið
varhluta af þessari umræðu.
Þegar blaðið var stofnað átti
það að vera frjálst og óháð og
öllum opið og er það enn.
Blaðið er lítið og hefur kannski
ekki mikil áhrif, en það var
stofnað til þess að segja frá því
sem er að gerast í bæj arfélaginu
hverju sinni en merkilegt nokk,
þegar sumir pólitíkusar lesa
blaðið þá fer það í taugarnar á
þeim. Það ber nú ekki vott um
mikla víðsýni. Hornsteinn
lýðræðisins eru kosningar sem
eru á 4. ára fresti og
opnir,frjálsir fjölmiðlar og
réttsýnir, sem veita aðhald
þeim sem stjórna. Verum
minnugþess hvernigsæluríkið
fyrir austan fór. Þar mátti ekkert
gagnrýna þá voru menn
annaðhvort fangelsaðir eða
drepnir. Enda hrundi þetta kerfi
eins og spilaborg og stendur
ekki steinn yfir steini. Við
50% afsláttur
af öllum vörum
Verslunin VALBORG
Eiðistorgi 15, 2 hæð
sími11181
megum passa okkur á þessu.
Vald spillir oft mönnum, en
ekki alltaf. Þess vegna verða
fjölmiðlar að fylgjast vel með
hverju máli og veita aðhald.
Þeir sem eru óánægðir með
greinar í blaðinu eiga að svara
þeim og koma sínum
sjónarmiðum að, það er
farsælast. Oft er talað um að
hver kjósandi hafi engin áhrif,
það þýði ekkert að kjósa.
Tökumt.d. Bandaríkinþarsem
kosningaþátttaka er um 54 %.
Fólk nýtir ekki helgasta rétt
sinn að kjósa. Það heldur að
það hafi engin áhrif. Segjum
sem svo að 90% myndi kjósa.
Það afl gæti haft afgerandi áhrif
á úrslitin. Lýðræði er vand með
farið það er hægt að hafa mikil
áhrif með því að nota
kosningaréttinn.Einnigaðhafa
frjálslynda og opna fjölmiðla,
en þeir hafa breyst mjög á
undan förnum árum. Áður var
allt með pólitískum lit.
K.J.
SILFURSKEMMAN
Silfurskartgripir og listmunir frá Mexíkó
Opiödaglega frá kl. 13-19
eða eftir samkomulagi.
Sími 91-628112
Miðbraut31, 170 Seltjarnarnesi.
SELTJARNARNESI
Pað er gott að eiga viðskipti við persónulega
peningastofnun í nágrenninu!