Nesfréttir - 01.12.1992, Blaðsíða 9
9 Nesfréttir
Siv Friðleifsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarmálafélags Seltjarnarness
Höfnum skrökstíl
Borgarafundurinn.
Þann 5. nóvember
síðastliðinn hélt bæjarstjórn
Seltjamamess borgarafund um
skipulagsmál að fmmkvæði
minnihluta bæjarstjórnar.
Fjölmenni sótti fundinn enda
löngu tímabært að halda slíkan
fund um framtíð vestursvæðis
Seltjarnarness, sem verið hefur
umdeilt að undanförnu. Á
honum kom m.a. fram í máli
Sigurgeirs Sigurðssonar
bæjarstjóra að enn væri á
dagskrá að leggja hringveg
meðfram viðbótarbyggð og
vestan Nesstofu. Einng kom
fram að fleiri fulltrúar
meirihluta bæjarstjómar vildu
veginn, hins vegar upplýsti
Erna Nielsen forseti
bæjarstj ómar að þær teikningar
sem nú liggja fyrir í
skipulagsnefnd ganga of langt,
þ.e. geri ráð fyrir of mikilli
byggð. Tveir fulltrúar
meirihlutans þau Petra
Jónsdóttir og Guðmundur Jón
Helgason hafa ekki lýst skoðun
sinni á málinu. Fulltrúar
minnihlutans hafa hins vegar
hafnað byggð vestan Nesbala
og Bygggarða og vegi vestan
Nesstofu. Þeir bæjarbúar sem
tóku til máls á fundinum vildu
vernda svæðið sem
útivistarsvæði.
Biblíulestur Sigurgeirs.
í síðastatölublaði Nesfrétta
hefurbæjarstjóri eftirfarandi að
segja: “ Við höfum notað
náttúrufræðiskýrsluna sem
Biblíu við okkar skipu-
lagsvinnu. Skipulagsnefndin
hefur legið yfir þessari bók og
að auki haldið tvo fundi með
höfundum og ekki hefur
neinum enn tekist að benda á
að við séum á vafasömum
svæðum. Þvert á móti hefur til
dæmis fuglafræðingurinn bent
á að mannabyggð sé mjög
æskileg í nábýli við fuglinn,
einu vandamálin væm hundar
sem kynnu að ganga lausir.”
V arðandi fuglah'fið hafði ég
samband við Ævar Petersen,
fuglafræðing sem Sigurgeir
vitnar svo fjálglega í. Ævar
segir þessar óskiljanlegu
staðhæfingu bæjarstjóra vera
algerlega út í hött, og það sé
alrangt hjá Sigurgeiri að byggð
sé æskileg fuglalífinu á þessu
s væði. Hann segist ekki skiljaí
málflutningi bæjarstjórans.
Varðandi náttúrufræði-
skýrsluna, með allri virðingu
fyrir Biblíulestri Sigurgeirs er
augljóst að ekki hefur verið
tekið mark á skýslunni né
höfundum hennar við gerð
skipulagstillagnanna eins og
eftirfarandi línur teknar úr
henni sýna:
* Lagt er til að Nesstofa
verði ekki afgirt með byggð,
heldurhaldistfráhenni opin og
óskert sjónlína yfir allt svæðið,
milli Suður- og N orðurstrandar,
án tmflunar frá mannvirkjum.
Með því móti helst þetta
skemmtilegasvæði meðmerku
fuglalífi, fallegu gróðurfari,
merkri jarðsögu og sögustöðum
opið. Byggð milli Nesstofu og
B akkatj arnar myndi þar að auki
raska mikil vægum setlögum og
varplönd fugla á svæðinu.
*Til að aðkoma að svæðinu
verði opin og óþvinguð er
nauðsynlegt að Snoppa og
vestasti hluti Ráðagerðistúns
verði án mannvirkja. Einnig er
lagt til að ekki verð byggt milli
Nesstofu og Bakkatjamar.
*Að í landi bæjarsins verði
til dæmi um þau gróðurlendi
sem cnn eru óskemmd. Þannig
að þar verði um ókomin ár
hægt að skoða allar þær villtu
plöntutegundir sem á Nesinu
vaxa í sínu umhverfi.
*Tjörn í Dal, Búðatjörn og
Bakkatjörn og umhverfi þeirra
eru forgangssvæði, enda mjög
viðkvæmar fyrir hvers kyns
röskun og umferð.
Kristbjörn Egilsson
grasafræðingur, einn af fjórum
höfundum náttúrufars
skýrslunnar hefur varað mjög
við raski vestan Nesbala og
telur verulega hættu á að
framkvæmdir þar þurrki upp
eina votlendið sem eftir er á
Seltjarnamesi. Ef bæjarstjóri
telur framkvæmdir vestan
Nesbala ekki teljast vafasamt
svæði eftir að hafa sjálfur
hlustað á rök Kristbjarnar á
fundi varðandi votlendið er
erfitt aðskilja hvað bæjarstjóri
á við með hugtakinu “vafasamt
svæði”. Ofangreind atriði öll
sýna vel skrökstíl ogfurðulegar
staðhæfingar bæjarstjórans í
umhverfismálum Seltjarnar-
ness.
Seltirningum hótað.
I viðtalinu kemur fram að
bæjarstjóra finnst ekkert
úrslitaatriði í sjálfu sér að
stækka bæjarfélagið.
Skynsamlegt væri að
bæjarfélagið væri hagkvæmari
rekstrareining en þó er ekkert
aðalatriði að hans mati. Einnig
kemur fram í viðtalinu að
fjárhagur bæjarins er mjög
góður, eitt best stadda
bæjarfélagið á landinu. Samt
leyfir bæjarstjóri sér í sama
viðtali að tala í þveröfuga átt
við sjálfan sig og hótar
Seltirningum með eftirfarandi
hætti:
“ Það er spurning hvort fólk
vill leggja niður almenna
þjónustu við bæjarbúa og þess
í stað að leggja útsvarsféð í að
kaupa landið vesturfrá eða
hvort þessi nýting sem við
höfum verið að tala um geti
samræmst hugmyndum
bæjarbúa.” Þarhöfumviðþað!
Bæjarstjórinn þykist láta sér
málið í léttu rúmi liggja, en
hótar samt öllu illu ef ekki sé
farið aðhans kröfum um byggð.
Vilji hans til að finna leiðir til
að vernda svæðið er enginn,
heldur eru okkur send þau
skilaboð að ef ekki verður byggt
í samræmi við skipulags
tillögurnar leggist þjónusta
bæjarfélagsins niður.Hérhefur
e.t.v. tónnin verið gefinn fyrir
væntalega skoðanakönnun
varðandi framtíð vestur
svæðisins. Því ef bæjarstjóri
fær að ráða verða spurningarnar
sem lagðar verða fyrir
Seltiminga sennilega blandaðar
mismiklum hótunum í
samræmi við mismikla byggð.
Hugmyndi nni um að bærinn
gefi út skuldabréf til að létta
eitthvað á kaupum vestur
svæðisins er bæjarstjórinn
andsnúinn. Hann virðist ekki
til í að að leggja það á sig að
finnaleiðirtilaðvemdasvæðið.
Hvort þar er um að kenna
gamaldags afstöðu til
umhverfismálaskal ósagtlátið.
Það er skoðun okkar fulltrúa
minnihluta bæjarstjórnar að
bæjarstjórn getur með vilja,
krafti og áræði tekið höndum
saman og tryggt að vesturs væði
Seltjamarness verði fólkvangur
fyrir okkur og afkomendur
okkar.