Nesfréttir - 01.12.1992, Page 7

Nesfréttir - 01.12.1992, Page 7
7 Nesfréttir Bráðum koma blessuö jólin “Bráðum koma blessuð jólin” er upphafið á alkunnu jólakvæði, sem farið erað hljóma í skólum og bamaheimilum og landsins. En það erekki vístað allir bíðijólanna eins spennt og blessuð bömin. Fjöldi fólks er atvinnulaust eða sér fram á að missaatvinnuna og k víðir þessari hátíð ljóss og friðar. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að minnast á þetta hér í þessu blaði svo uppfullir em stærri fjölmiðlar og víðlesnari af fréttum afsívaxandiatvinnuleysi. Enþetta er alvarlegra mál en svo að við, semöruggaatvinnu höfum, getum látið sem ekkert sé. Það getur verið erfitt fyrir vinnandi fólk að setja sig í spor þeirra, sem jsnga atvinnu hefur. Oöryggið eralgjört, angistog kvíði setur mark sitt á líf þessa fólks og það hugsar með skelfingu til komanditíma. Það sérekkihvemig það getur haldið sér og sínum sómasamleg jól, né hvemig takast á að framfleyta fjölskyldunni þangað til úr rætist með atvinnu. Allar áætlanir og skuldbindingar fyrirbí. Böminskynjavandannán þess að gera sér að fullu grein fyrir ástandinu. A sama tíma og þessi raun genguryfirþjóðinaglymjaauraköll frá ýmsum félagasamtökum og hópum. Allirbiðjaumauraýmist í eigin þágu eða til að aðstoða fólk víðsfjarri þessu norðurhjaraskeri. Auglýsingar í blöðum og ljósvakamiðlum heimta, frekaren biðja um að fólk láti eitthvað af hendi rakna í þágu þessa málefnis og hins. Jólin eru notuð til að bctla aura af almenningi og vitnað til þess að þú skulir elska náunga þi n n eins og sjálfan þig og þess vegna skaltu láta eitthvað af hendi rakna í þágu málefnisins. Ætli það haft verið tekið saman hvað þjóðin hefur látið af hendi rakna í alskyns safnanir og happdrætti t.d. undanfarin tvö ár og hvernig þessum fjánnunum hefur verið varið ? Það væri fróðlegt að sjá þá samantekt. Fréttamaður sjónvarpsstöðvar spurði forsvarsmann einnar söfnunar hvort eitthvað af söfnunarfénu yrði notað íþágu þess fólks sem væri atvinnulaust og ætti kannski ekki rétl á neinum bótum. Þessi ágæti maður neitaði því og sagði að það væri í verkahring annarra að koma þessu fólki til hjálpar. Það virðist því sem orð frelsarans; “Það, sem þú vilt að aðrirmenn gjöri yður, skalt þú og þeim gjöra “, sé ekki í hávegum haft um þessar mundir. Þessar fjársafnanir og öll þessi happdrætti geta farið út í öfgarog í rauninni óforskammað að vera betla peninga af landsmönnum þegarminnsti hlutisöfnunarfjárins er nolaður í þágu íslenskra fjölskyldna sem þurfa að horfast í augu við atvinnu leysisdrauginn eða eiga erfitt á annan hátt. Þegar betur árar erekkert sjálfsagðara en að styrkja góð málefni en núna eigum við að einbeita okkur að stuðningi við okkar fólk. H.A. NÝ SENDING AF SILKIDAMASK- OG SATINRÚMFATNAÐI. MIKIÐ ÚRVAL AF BARNA- OG U NGLI NGARÚ M FATNAÐI í FALLEGUM MYNSTRUM. EINNIG SÆNGUR, KODDAR, TEYGJULÖK, HANDKLÆÐI O.M.FL. PÓSTSENDING AÞJÓNUST A. Opið virko doga fró kl. 10-18, og lougardoga fró kl. 10-14. NJÁLSGATA 86 - SÍMI 20978 JÓLASKÓR Á ALLA FJ ÖLSKYLDUNA EIÐISTORGI 13 SÍMI 611944 DUNHAGA 18 SÍMI 21680 SKÓVIÐGERÐIR OPTOPEDISSKÓSMÍÐI LITRBISd OSKAR PEK OG PlíSVM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRL ÞÖKKUM PAÐ SEM ER AÐ LÍÐA

x

Nesfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.