Nesfréttir - 01.01.1993, Blaðsíða 3
3 Nesfréttir
FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA
Þóra Einarsdóttir tóm-
stundafulltrúi stjómar meðal
annars félagsstarfi aldraða á
Nesinu og ræddu Nesfréttir
við hana. Þóra sagði að mikil
fjöldi aldraðra mætti í
leikfimina sem er þrisvar í
viku og má segja að við séum
búin að sprengja utan af okkur
húsið. Nú 18. janúar var að
hefjast keramik og leðurvinna
og 20. janúar hófst
bókbandskennsla. Einnig er
spiluð félagsvist þriðja hvert
þriðjudagskvöld. Sólveig Lára
Guðmundsdóttir sóknarprestur
okkar kemur í heimsókn alla
miðvikudaga kl. 14. Alltaf
þegar eitthvað er um að vera er
hægt að fá kaffí og meðlæti á
vægu verði. Mötuneyti er
starfandi í íbúðum aldraðra,
hægt er að fá mat á vægu verði
alla daga vikunnar. Þóra sagði
að einnig væri hægt að fá mat
sendan heim ef svo stæði á.
Upplýsingar um það veitir
Hjördís í síma 612007 í íbúðum
aldraðra. Undanfarin 20 ár
hefur bæjarfélagið boðið eldri
borgurum í leikhúsferð og nú
síðast mættu á annað hundrað
manns. Fyrir hver jól hefur
Selkórinn sungið fyrir aldraða
og er þá boðið upp á heitt
súkklaði og meðlæti.
Greinilegt er að úr mörgu er
að velja fyrir aldraða hér á
Seltj amamesi en að lokum vildi
Þóra hvetja fleiri aldraða til að
mætaáföndumámskeiðin. Fólk
ætti þ ví bara að taka upp símann
og hringj a og láta skrá sig ef illa
stendur á er boðið upp á að fólk
verði sótt, þannig að engin þarf
að láta sig vanta.
Myndin var tekin á spilakvöldi hjá öldruðum um daginn.
GARÐURINN VERÐUR
ENDURREISTUR
Eins ogkomiðhefurfram
þurfti að fjarlæga gamla
garðhleðslu þegar skurðurin
var grafinn fyrir holræsinu
fyrir neðan Eiði. Að sögn
Steinunnar garðyrkjustjóra
var hann allur mældur og
myndaður í bak og fyrir og
verður hann endurhlaðin á
sama stað þegar
framkvæmdum lýkur.
Steinunn sagðist vera
áhugamanneskja um
vegghleðslur. Þessi garður
var nánast hruninn fyrir 1980
og var þá endurhlaðinn.
Steinunn benti á að fyrir
neðan Kirkjubraut í áttina
að Valhúsaskóla, er önnur
gömul vegghleðsla sem er
nánast horfin. Steinunn
segist hafa áhuga fyrir því
að endurhlaða hana. Margir
hafa verið að furða sig á öllu
fjörugrjótinu sem er við
gangstéttina fyrir neðan
bæjarskrifstofurnar. "Þetta
grjót er ég búin að hirða úr
fjörunni til þess að það verði
ekki urðað og ætla að nota
það í beð og hleðslur í sumar,
en þetta er sérstaklega fallegt
grjót sem ég hef valið"; sagði
Steinunn að lokum.
OPNUNARTÍMI SKÍÐA-
SVÆÐANNA
Að sögn Hildar Jónsdóttur
sem er í Bláfjallanefnd er
Seltjarnarnesbær rekstraraðili
að skíðasvæðinu í Bláfjöllum
ásamt Reykjavíkurborg og 11
öðrum sveitarfélögum í
Reykjaneskjördæmi og
nágrenni Reykjavíkur.
Opið er í Bláfjöllum frá kl.
10-18 alla daga vikunnar og að
auki til kl. 22 þriðjudaga,
miðvikudaga og fimmtudaga.
Brekkur hafa verið lýstar
upp í auknum mæli svo hægt sé
að skíða að kvöldi til.
Einnig er opið í Skálafelli
og á Hengilssvæði flesta daga
vikunnar.
Upplýsingar um veður og
færi er að fá í símsvara, sími:
801111
Hægt er að kaupa árskort,
dagskort og hálfsdags kort
ásamt stökum miðum í lyftur.
Einnig eru troðnargöngubrautir
á Bláfjallasvæði.
Gangi ykkur vel í fjöllunum
sagði Hildur að lokum.
latTHBrcfg
Seltirningar: Gangi ykkur vel á nýja árinu.
Munið að versla í heimabyggð