Nesfréttir - 01.01.1993, Page 4
4 Nesfréttir
Heimilissorp
Kurl úr trjáberki
Hitamælir
Hiti, 30 - 50 °C
Rör fyrir loftun
Stillanlegur loftloki
Tæming
Útloftun
Einangrun úr
polyuretan
Þetta er eitt af þessum gerjunarílátum sem nokkrar
fjöldskyldur á Seltirningar fá að reyna.
ERUM VIÐ UMHVERFISVÆN ?
Hér í blaðinu auglýsir
umhverfismálanefnd
Seltjarnarness eftir 6-8
"umhverfisvænum" fjöl-
skyldum vegna tilraunar er
gera á nú í ár með lífræna
gerjun á garða- og
heimilisúrgangi.
Keypt hafa verið 8 sérbúin
gerjunarílát (Kompostar)
sem úthlutað verður til þeirra
semvaldir verðatilþessarar
tilraunar.
Talið er að um 50% af
þeim úrgangi er til fellur á
heimilum sé lífrænn
úrgangur sem hægt er að
endumýta og reiknað er með
að hver íbúi sé ábyrgur fyrir
um 250 kg. af sorpi. Er hér
um verulegt magn að ræða.
I gerjunarker má setja
lífræn efni svo sem
matarleifar allar, grænmeti,
óbleiktan pappír, kaffikorg,
garðúrgang, sag og fleira.
Reiknað er með að
úrgangurinn brotni niður á
45 dögum.
Tæknideild og garð-
yrkjustjóri hafa umsjón með
þessari tilraun.-------
LITLI MYNDLISTASKOLIN AUGLYSIR
Mjög s kemm+ilegf 12 vikna myndlis+a
Kvámskeið fyrir á aldánwm 7-15 ái'a ei*
að Ke|jas+ í ■f'élagsmiðstöðmi PVos+asLjóli.
Hai'ið veeSue í ej+irfaranci'u l_eit‘mófuiiy
feikoinguy máluo, gi'ajík, blaudaða tækni og
mak'gt jleim. L-eiðbeinendui*: 'klelga
^jökannesdó+fii* leidis+akona og éuuðlaug
H a iid ói'sdóf+ii* gi'ajískui' könnuðun
úJnm'itað vey'ðui' dagana 23.-30. jan. í síma
668228, 689928 og 628758
"SORG OG TRU" I
SELTJARNARNESKIRKJU
Þriðjudaginn 2. febrúarhefst
enn á ný starf fyrir syrgjendur
í Seltjarnarneskirkju. Hefst
starfið með opnum
kynningarfundi, sem haldinn
verður í safnaðarheimili
Seltjamarneskirkju kl. 20:30.
Fyrirlesari á kynningar-
kvöldinu verður sr. Bragi
Skúlason sjúkrahúsprestur á
Landspítalanum. í framhaldi af
kynningarkvöldinu hefst
hópstarf. Hópstarfið stendur
yfir í tíu vikur, eitt kvöld í viku
ogfjöldi íhópunumtakmarkast
við tíu þátttakendur.
Starfshópar um “Sorg og
trú” hafa verið starfræktir við
kirkjunafrááramótum 1991 og
erþettaþvíþriðji hópurinn, sem
fer af stað nú. Markmið með
“Sorg og trú” er að aðstoða þá
einsstaklinga, sem hafa orðið
fyrir inissi að vinna sig í
gegnum sorgina í gegnum
sorgina.
í hverjum hópi um “Sorg og
trú” eru þrír leiðbeinendur
þannig að tryggt sé að hverjum
þátttakanda sé sinnt sem best.
Leiðbeinendur í “Sorg og trú”
eru ásamt sóknarpresti, sr.
Solveigu Láru Guðmunds-
dóttir, semervemdari starfsins,
fólk sem hefur orðið fyrir missi
og upplifað sorgina.
Semáðursegir verður opinn
fundur um "Sorg og trú í
safnaðarheimili Seltjarnar-
neskirkju þriðjudaginn 2.
febrúar. Á þeim fundi gefst
fólki tækifæri til að skrá sig í
hópstarfið.