Nesfréttir - 01.01.1993, Page 5
5 Nesfréttir
Strákarnir í 4. fl. karla í
handbolta hafa gert það gott í
vetur. Þeir hafa ekki tapað leik
ennþá. Unnið þær tvær
túneringar sem haldnar hafa
verið í I slandsmótinu og komnir
í 4 liða úrslit í bikarkeppninni.
í desember urðu þeir
Legómeistarar, en við það
tækifæri var þessi mynd tekin.
Þjálfari 4. fl. karla er
Guðmundur Sigfússon. A
myndina vantar Hauk
Stefánsson og Magnús
Guðmundsson.
DÓSASÖFNUN
Unglingadeild Bjsv. Alberts óskar eftir tómum dósum og
flöskum. Þeir sem vilja láta dósir eða flöskur af hendi rakna,
vinsamlegast hringið í síma 611722 eða í síma 985-25895
þriðjudaginn 26. eða fimmtudaginn 28. þ.m. milli kl. 20:00 og
22:00, og munum við þá sækja þetta heim með mikill ánægju.
Einnig getið þið komið með dósiniar í björgunarstöðina i'
Bygggörðum þar sem við verðum með heitt á könnunni og ykkur
gefst kosturá að skoða ykkurum. Þess mágetaað nú nýlegahafa
verið gerðar miklar breytingar og stækkun gerð á húsnæði
sveitarinnar.
Með fyrirfram þökk U.D. Bjsv. Alberts
Myndin er af nýrri stjórn
Sjálfstæðisfélag Seltjamamess
sem kosin var 27. nóvember
síðastliðin, en stjómina skipa:
Formaður var kosinn
Ásgerður Halldórsdóttir
Aðrir í stjóm voru kosnir:
Ingimar Sigurðsson, Olöf
Guðfinnsdóttir, Guðni
Sigurðsson, Már Gunnarsson,
Sigurlaug Bjarnadóttir og
Ágúst Ragnarsson.
Kosið var í hinar ýmsu
nefndir félagsins svo og í
fulltrúarráð og kjördæmisráð.
Dagskrá félagsins í vetur
hefst með hinu vinsæla
þorrablóti sem haldið verður
30. janúar. Síðan verða
félagsfundir mánaðarlega fram
í maí.
"Grænar fjölskyldur"
Umhverfismálanefnd
Seltjarnarness auglýsir eftir 6 -
8 fjölskyldum, sem áhuga hafa
á að taka þátt í tilraun með
gerjun lífræns úrgangs er til
fellur á heimilum þeirra þar á
meðal í görðum.
Allar upplýsingar veitir
bæjartæknifræðingur og
garðyrkjustjóri í síma 612100
Umhverfismálanefnd
Seltjarnarness
BUBBI MORTHENS
HELDUR
TÓNLEIKA í
SELTJARNARNES
KIRKJU
Eins og sagt var frá í
Nesfréttum í nóv. sl. heldur
Bubbi Morthens tónleika á
Seltjarnarnesi. Við höfðum
samband við Guðrúnu
Einarsdóttur frá
Sorptomistaklúbbi á Nesinu og
sagði hún að félagasamtök á
Nesinu væm að safnapeningum
til kaupa á flygli. Ætlunin er að
flygilinn verði í
Seltjarnameskirkju. Þar með
skapast betri aðstaða til
tónleikahalds á Seltjamamesi.
Samþykkt var á fundi hjá
félögunum að fara þess á leit
við Bubba Morthens að hann
héldi tónleika til skyrktar
flygilkaupunum. Bubbi tók
þessu mjög vel og ætlar hann
að gefa vinnu sína til styrktar
þessu máli. Fyrirþað erum við
afarþakklát sagði Guðrún. Við
vonum að sem flestir láti sjá sig
og í leiðinni styrki gott málefni.
Það hlýtur að vera gaman að
hlusta á Bubba Morthens í
Seltjarnarneskirkju en
hljómurinn þar er mjög góður.
Tónleikarnir verða
miðvikudaginn 27. jan. kl.
20:30 í Seltjarnameskirkju.
Vonum við að sem flestir
mæti.