Nesfréttir - 01.01.1993, Síða 6
6 Nesfréttir
FASTEIGNAG J ÖLD
Nýjung
Eigendur fasteigna á Seltjarnarnesi
eiga nú allir að hafa fengið senda
álagningarseðla vegna ársins 1993.
Gjalddagar eru:
15. janúar, 15. mars
og 15. maí
Greiðið á gjalddögum og komist hjá
dráttarvöxtum og kostnaði
GJALDHEIMTAN Á
SEL TJARNARNESI
AUTURSTRÖND2
Heilsubrauð
súrdeigs heilhveitibrauð
súrdeigs rúgbrauð
sykurlaus, gerlaus, fitulaus.
Eingöngu í Björnsbakarí.
Verið vakandi yfir þyngd
brauðanna.
Berið saman verð og gæði
Holræsaáætlun Seltjarnarnesbæjar
Að sögn Hrafns Jóhannssonar
bæj artækni fræðings var í desember
s.i. samið um næsta áfanga
holræsaáætlunar Seltjarnarness.
Þessi áfangi er sniðræsi frá
Fornuströnd að Seilugranda í
Reykjavík.
Jafnframt er unnið að hönnun á
dælustöð sem byggð verður við
Seilugranda. Dælustöðin er
samstarfsverkefni Seltirninga og
Reykvíkinga. Sniðræsið er aftur á
móti alfarið á okkar vegum og
framhald ræsis, sem lagt var 1990.
Tilboðsupphæð varum6,5 miljónir
og var það um 50% af áætlun.
Framan við Eiðistorg 1-9 liggur
ræsið í gegnum hlaðinn garð og
var hann mældur upp og
ljósmyndaðuráðuren verkið hófst,
þannig að hægt sé að færa hann í
sama horf að verki loknu.
Reiknað er með að dælustöðin
við Seilugranda verði tilbúin fyrir
árslok 1993. Þá gefst kostur á að
tengja nýja ræsið við dælustöðina
og verður þá enginn holræsaútrás
norðanmegin á Seltjarnarnesi
austan Lindarbraut sagði Hrafn að
lokum.
TRJÁKLIPPINGAR
JÓN INGVAR JÓNASSON
skrúðgarðyrkjumeistari
símar 91-614448, 985-29639
SELTJARNARNESI
Pað er gott að eiga viðskipti við persónulega
peningastofnun í nágrenninu!