Nesfréttir - 01.01.1993, Qupperneq 7

Nesfréttir - 01.01.1993, Qupperneq 7
7 Nesfréttir "ÞAÐ ER GAMAN í KÓR" GÍTARKENNSLA Selkórinn hélt sína árlegu jólatónleika 10. og 13. desember sl. Aefnisskránni vorujólalögog lofsöngvar frá ýmsum löndum auk G-dúrMessu fyrireinsöngvara, kór oghljómsveit eftirFranz Schubert. Mjög góð aðsókn var að báðum tónleikum kórsins og undirtektir tónleikagesta framar vonum. Einnig söng kórinn nokkur jólalög á aðventukvöldi á vegum kirkjunnar. Arviss viðburður í vetrarstarfi Selkórsins er að bjóða eldri borgurum Seltjarnarness til kaffidrykkju í félagsheimilinu. Eldri borgar fjölmenntu og gæddu sér á ljúffengu bakkelsi Selkórskvenna og hlýddu á kórsöng og hljóðfæraleik. Kórinn hefur sjaldan eða aldrei verið jafn fjölmennur og nú í vetur. Það er . ánægjulegtaðsjá, hvað margt nýtt söngáhugafólkhefurgengiðtil liðs við kórinn. Nú þegar er farið að æfa af krafti fyrir vortónleika kórsins, sem fyrirhugaðir eru í lok mars. Efnisskráin verður sem fyrr blönduð innlendum og erlendum lögum, létt og skemmtileg og ætti því að höfða til allra söngunnenda. Æfingar eru á miðviku- dagskvöldum og annanhveri laugardag. Einnig er farið a> undirbúa hið árlega kórball, ser landsþekkt er orðið, allavega Seltjarnarnesi og í næsta nágrenn Það þótti takast einstaklega vel fyrra og var mál manna að sjalda hafi verið haldiðjafn skemmtile; ball á Nesinu. Markmiðið er a sjálfsögðu sett hátt og verði spennandi að sjáhverning til teks Enn er nægur tími og forsal aðgöngumiða hefst ekki fyrr en byrjun maí. Best er að merkja vt við maí á dagatalinu og fylgjast ve með þegar endanleg dagsetning kórballinu verðu gerðr opinber. Kórstarf, eins og margur anna félagsskapur, er ákafleg skemmtilegt og gefandi starl Stundum. að vísu, koma tíma þegar manni finnst allt ganga . afturfótunum, æfingarnar skil. engum árangri og maður skilu ekkert í sjálfum sér að vera eyð; tímanumíþessavitleysu. Þaðein. sem maður hefur upp úr krafsim er að missa af Hemma Gunn o; “Jake and the Fat man”. En sen betur fer koma þessir tímar sár sjaldan. Það þarf oft ekki nem eina góða gleðisögu til að hrökkva út úr þessum niðurdrepandi þankagangi. Það er mikilvægt í öllu félagsstarfi að hópurinn sé vel samstilltur, taki sjálfan sig og aðra mátulega hátíðlega en leggi sig fram um að skila sínu hlutverki eins og framast er kostur. Abyrgð stjórnanda er mikil. Hann er í þeirri lykilstöðu að geta drepið niður góða stemningu eða elft hana ogbætt. Stjórnandinnstjórnarekki bara hverning skal sungið heldur hefur hann líka mikil áhrif á andann í kórnum. I Selkómum er mjög góður andi, sem er ekki hvað síst að þakka góðum stjórnanda. Kórinn samanstendur að söngáhugafólki sem hefur ánægju af samstarfi og samvinnu við aðra. Félagsskapurinn og söngurinn er þroskandi og gefur söngfólkinu tækifæri til að kynnast og flytja fjölbreytta tónlist. Enginn, sem hefur gaman af söng og hefur látið sér til hugar koma að syngja í kór, ætti að sitja heima. Það er um að gera að drífa sig t.d. í Selkórinn. Það er gaman syngja í kór. H.A Á NESINU Innritun er hafin á vornámskeið. Kennslan hefst í byrjun febrúar Kennt verður í Selinu, félagsmiðstöðinni á Seltjarnarnesi Kennsla fyrir byrjendur og einnig þá sem vilja auka við kunnáttuna Kennsla fyrir fullorðna Kennsla fyrir unglinga (12 ára og eldri) Engin tónfræðikunnátta nauðsynleg Kennt verður seinni hluta dags og á kvöldin r- Kjörið tækifæri fyrir allt gítaráhugafólk 1 að auka við kunnáttuna og spila skemmtileg lög UPPLÝSINGAR OG INNRITUN I SIMA 612055 VIRKA DAGA MILLI KL. 17 0G 20 Aðalfundur knattspyrnudeildar Gróttu verður haldinn fimmtudaginn 4. feb. kl. 20:30 í Gróttuherberginu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf og önnur mál. Stjórnin Til sölu baðborð nýlegt og vel með farið Upplýsingar í síma 611594 Gámastöðvar - Breyttir tímar Breytingar hafa verið gerðar á opnunartíma gámastöðva sem hér segir: Opið í veturfrá kl. 13.00-20.' Sumartími: 15. apríl-30.september kl.13-22 Reglum um losun fyrirtækjaúrgangs á gámastöðvum hefur einnig verið breytt og verða þær nánar kynntar á næstunni. S0RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, sími 67 66 77 LOKAÐ verður á stórhátíðum og eftirtalda daga: ÁNANAUSTUM mánudaga GARÐABÆ mánudaga MOSFELLSBÆ mánudaga og fimmtudaga JAFNASELI þriðjudaga GYLFAFLÖT miðvikudaga KÓPAVOGI miðvikudaga SÆVARHÖFÐA fimmtudaga

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.