Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2012, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.2012, Blaðsíða 8
8 Með tilkomu 840 fermetra viðbyggingar og þriðja hverfi- steypuofnsins eykst fram- leiðslugeta verksmiðju Pro- mens Dalvík um 60%. Stærri verksmiðja var formlega tekin í notkun nú í október en að sögn Daða Valdimarssonar, framkvæmdastjóra, er fyrir- tækið nú vel í stakk búið að mæta aukinni eftirspurn á komandi árum. Nýi hverfi- steypuofninn í verksmiðjunni er einnig einstakur á heims- vísu því þetta er í fyrsta sinn sem ofn af þessari stærð er knúinn rafmagni í stað olíu- eða gasbrennara. Mikilvægt að skipta yfir í græna orku „Eitt af markmiðum okkar í aðdraganda ákvörðunar um stækkun verksmiðjunnar hár á Dalvík var að finna leið til að nýta innlenda græna orku- gjafa í stað olíubrennslunnar. Ofninn fáum við frá Rein- hard, sama fyrirtæki og fram- leiddi eldri hverfisteypuofna fyrirtækisins sem hafa reynst mjög vel. Það eru miklir kost- ir við að skipta yfir í rafmagn- ið, bæði fyrir starfsmenn, um- hverfið og hagstætt fyrir þjóð- félagið. Stefnan er að skipta um búnað í eldri ofnunum og að innan fárra ára verði fram- leiðsla Promens Dalvík alfarið keyrð á rafmagni. Það skiptir að okkar mati miklu máli að geta státað af þessu skrefi á mörkuðum okkar,“ segir Daði Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Promens Dalvík. Nýi ofninn er keyrður í 400 gráðu hita en auk tækni- byltingarinnar með ofninum er í nýja húsinu öflugt blást- urskerfi til kælingar á steyp- umótunum eftir að þau koma út úr ofninum. Promens Dal- vík er því á margan hátt að stíga tækniskref inn í framtíð- ina, jafnframt því að vera bet- ur í stakk búið fyrir sífellt aukna spurn eftir framleiðslu- vörum fyrirtækisins. Nýi hverfisteypuofninn í verksmiðju Promens Dalvík ræstur í fyrsta sinn formlega. Fyrstu kerin sem steypt voru í ofninum voru færð Sundlaug Dalvíkur að gjöf í tilefni tímamótanna. Jakob Sigurðsson forstjóri Promens flytur ávarp á opnunarhátíðinni á Dalvík. Í máli hans kom fram að fyrirtækið er með rösklega 40 plastverksmiðjur í Evrópu, Norður-Ameríku, Asíu og Afríku og nýta þær flestar þær framleiðsluaðferðir sem þekktar eru innan plastiðnaðarins í dag. Promens veltir nú um 650 milljónum evra á ári og starfsmannafjöldinn er um 3800. Promens Dalvík eykur framleiðslugetu um 60% með nýrri viðbyggingu og þriðja hverfisteypuofninum: Innlend raforka knýr hverfi- steypuofn í fyrsta sinn F R É T T I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.