Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2012, Blaðsíða 22

Ægir - 01.08.2012, Blaðsíða 22
22 F R É T T I R „Ástæðan fyrir þessum breyt- ingum er fyrst og fremst sú að það eru mikil verkefni fyrir- liggjandi og sýnileg áfram- haldandi eftirspurn. Fyrir nokkrum árum voru allir að kaupa nýjan búnað en núna snýst áhuginn á markaðnum um að gera við og endurbæta vélbúnaðinn fremur en kaupa nýtt. Við erum að mæta þeirri þróun,“ segir Hjalti Sigfússon, eigandi og framkvæmdastjóri MD véla ehf. sem er sérhæft fyrirtæki á sviði túrbínusölu, varahluta- og viðgerðaþjón- ustu fyrir túrbínur. Fyrirtækið tók nýlega í notkun rösklega 200 fermetra verkstæðissal að Vagnhöfða 12 í Reykjavík, sem er þreföldun verkstæðis- rýmis. „Þessum breytingum fylgir að við aukum verulega við okkur í tækjabúnaði og get- um nú tekið stærri vélahluti hingað inn á gólf til viðgerða. Við erum að taka í notkun fullkomnar vélar, til að mynda tvo ballanseringar- bekki, rennibekk, ultraconik þvottabúnað og fleira,“ segir Hjalti en hann fagnar því um þessar myndir að hafa starfað í vélaviðgerðum í hálfa öld. Fyrst í bílaviðgerðum en síð- ari ár í véla og túrbínuvið- gerðum. „Við erum umboðsaðilar hér á landi fyrir Mitsubishi dieselvélar fyrir skip og báta og þeir fylgjast með þessari breytingu hjá okkur. Sömu- leiðis erum við hluti af Turbo Ned keðjunni í Hollandi og veitum í gegnum það fyrir- tæki sérhæfða viðgerða- og varahlutaþjónustu fyrir túrb- ínur. Þetta er mjög þekkt fyr- irtæki á heimsvísu í þjónustu við skipatúrbínur og á þeirra vegum er gerð úttekt á nýju aðstöðunni og tækjabúnaði til að tryggja að allt sé fyrsta flokks. Samstarf okkar við Turbo Ned hefur verið mikill fengur fyrir túrbínunotendur hér á landi og skilað hag- stæðara verði á túrbínuíhlut- um hér á landi,“ segir Hjalti en starfsmenn MD véla eru nú orðnir þrír og reiknar hann með meiri fjölgun. „Mér sýnist verkefnin fyrir hendi og þó við séum bara þessa dagana að komast í fullan gang eftir breytingarnar þá höfum við fengið mjög góð viðbrögð og fyrirspurnir um verkefni. Enda mjög þekkt fyrirtæki á þessu sviði hér á landi,“ segir Hjalti. Þjónustufyrirtækið MD vélar: Þreföldun verkstæðisrýmis og fjölgun starfsmanna Miklar breytingar eru hjá fyrirtækinu þessa dagana með þreföldun verstæðisrýmis, nýjum tækjum og fjölgun starfsmanna. Hjalti Sigfússon, eigandi og framkvæmdastjóri MD véla ehf.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.