Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2015 auglýsir tvær lausar stöður Verkefnisstjóri Starfið felst í umsjón með rannsóknum á gróðurfari, s.s. rannsóknum, úrvinnslu, skýrslugerð, ráðgjöf og áætlanagerð, auk þátttöku í öðrum verkefnum á verksviði Náttúrustofunnar. Starfshlutfall er 70-100%. Starfsaðstaða er í Neskaupstað. Gerð er krafa um háskólapróf í náttúrufræði og þekkingu á gróðurvistfræði. Starfsmaður- inn þarf einnig að hafa góða íslensku- og tölvukunnáttu, vera skipulagður, sjálfstæður í vinnubrögðum og eiga gott með samstarf. Framhaldsmenntun er kostur. Reynsla af rannsóknum á gróðurfari er æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjár- málaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknir með upplýsingum um starfsferil og menntun skulu berast til Náttúrustofu Austur- lands, Mýrargötu 10, 740 Neskaupstað eða á netfangið jon@na.is fyrir 30. janúar 2015. Nánari upplýsingar veitir Jón Ágúst Jónsson forstöðumaður í síma 4771774. Tímabundið starf sérfræðings Starfið felst í rannsóknum á gróðurfari og umhverfisþáttum, s.s. gagnasöfnun, úrvinnslu gagna og skýrslugerð, auk þátttöku í öðrum verkefnum á verksviði Náttúrustofunnar. Starfshlutfall er 100%, eða eftir samkomulagi. Um tímabundið starf er að ræða til 30. september nk. Starfsaðstaða er í Neskaupstað. Gerð er krafa um háskólapróf í náttúrufræði. Starfsmaðurinn þarf einnig að hafa góða íslensku- og tölvukunnáttu, vera skipulagður, sjálfstæður í vinnubrögðum og eiga gott með samstarf. Reynsla af rannsóknarstörfum er æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjár- málaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknir með upplýsingum um starfsferil og menntun skulu berast til Náttúrustofu Austur- lands, Mýrargötu 10, 740 Neskaupstað eða á netfangið jon@na.is fyrir 30. janúar 2015. Nánari upplýsingar veitir Jón Ágúst Jónsson forstöðumaður í síma 4771774. Ertu leiðtogi? Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga auglýsir starf verkefnisstjóra vegna byggðaeflingar- verkefnisins „Brothættar byggðir“ á Norðausturhorninu sem þegar er hafið á Raufarhöfn. Um er að ræða samstarfsverkefni Byggðastofnunar, atvinnuþróunarfélagsins, Norðurþings og fleiri aðila. Verkefnisstjóri gegnir hlutverki leiðtoga í byggðaeflingarverkefninu og heldur utan um þau verkefni sem unnið er að nú þegar og skilgreind verða síðar á verkefnistímanum sem er út árið 2017. Hann er ennfremur tengiliður milli allra þeirra aðila sem að verkefninu koma, þ.e. íbúa, stofnana, fyrirtækja og stjórnvalda. Leitað er að einstaklingi sem: • Hefur haldgóða menntun sem nýtist í starfinu. • Býr yfir frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni. • Hefur reynslu af verkefnastjórnun og/eða aðra starfsreynslu sem nýtist í starfinu. • Á gott með að laða fólk til samstarfs og leiða sameiginleg verkefni ólíkra aðila. • Er reiðubúinn til búsetu á svæðinu sem virkur þátttakandi í samfélaginu. Frekari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri atvinnuþróunarfélagsins Reinhard Reynisson í síma 464 0415 eða á netfanginu reinhard@atthing.is. Umsókn ásamt ferilskrá og öðrum upplýsingum sem umsækjandi vill koma á framfæri skal senda á Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Garðarsbraut 5, 640 Húsavík eða á netfangið reinhard@atthing.is eigi síðar en 30. janúar nk., merkt „Raufarhöfn og framtíðin“. Meistari í pípulögnum mjög góð laun Öflugt byggingafélag óskar eftir að ráða yfirmann pípulagna. Starfslýsingin felur meðal annars í sér yfirumsjón tækniferla og yfirverkstjórn. Leitað er eftir drífandi einstaklingi með meistararéttindi í pípulögnum Umsóknir sendist á box@mbl.is merkt: ,,M-25820” fyrir lok miðvikudags 21. janúar. Vélstjóri óskast á27 tonna netabát frá Árskógssandi. Upplýsingar gefur Pétur í síma 896 0152. Ritari óskast ½ daginn Rótgróin fasteignamiðlun leitar að ritara til starfa frá kl. 13–17 virka daga. Starfið felst í afgreiðslu viðskiptavina, símsvörun, skjala- vinnslu og almennum ritarastörfum. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í vinnubrögðum, hafa góða þjónustulund, vera stundvís og geta hafið störf sem fyrst. Áhugasamir sendið inn svar á box@mbl.is merkt ,,R - 25822” Embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur laust til umsóknar Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. mars 2015 eða hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 620/2010 er áskilið að í umsókn komi fram upplýsingar um 1) menntun og framhaldsmenntun, 2) reynslu af dómstörfum, 3) reynslu af lögmannsstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 6) reynslu af stjórnun, 7) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 8) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 9) upplýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum og 10) upplýsingar um tvo fyrrverandi/núverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem geta veitt dómnefnd bæði munnlegar og skriflegar upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda, sbr. 5. mgr. 5. gr. reglna nr. 620/2010 og 11) aðrar upplýsingar sem varpað geti ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skiptir fyrir störf héraðsdómara. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munnlega fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækjanda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem héraðsdómari. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsækjendur gefi upp netfang sem notað verður til að eiga samskipti við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknir skulu berast innanríkisráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík og í pósthólfið postur@irr.is, eigi síðar en 2. febrúar næstkomandi. Innanríkisráðuneytinu, 15. janúar 2015. Kokkur - þjónar óskast á veitingahús á besta stað í Hafnarfirði með útsýni yfir hafið. 20 ára og eldri koma til greina. Áhugasamir sendið umsókn og feril- skrá á atvinna.umsoknir@gmail.com SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi www.hagvangur.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.