Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2015 3 HJÚKRUNARHEIMILIÐ SKÓGARBÆR Sjúkraþjálfari Óskað er eftir sjúkraþjálfara frá 1. maí nk. Um er ræða 75-100% starfshlutfall til að sinna þjálfun og aðstoða heimilisfólk við að viðhalda líkamlegri færni. Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í samskiptum og samvinnu. Umsóknarfrestur er t.o.m. 6. mars nk. Nánari upplýsingar veitir Hrefna Sigurðar- dóttir framkvæmdastjóri. S. 510-2100 eða hrefna@skogar.is Hjúkrunarheimilið Skógarbær veitir sólarhringsumönnun. Fjöldi rýma er 81 á 6 deildum, tvær fyrir fólk með heilabilun, þrjár eru almennar deildir og ein er fyrir yngri hjúkrunarsjúklinga. Mark- mið sjúkraþjálfunar eu að þjálfa og viðhalda líkamlegri færni heimilisfólks og getu til sjálfshjálpar. Ert þú að leita að spennandi vinnu í skemmtilegu vinnuumhverfi? Ert þú tilbúinn að læra nýja hluti og með opinn huga? Ef svo er viljum við endilega heyra frá þér. Sm Starfsmannamiðlun leitar nú eftir starfsmönnum, um er að ræða fullt starf, hlutastörf, tímavinnu sem og sumar- afleysingar. Sm Starfsmannamiðlun er fyrirtæki sem aðstoðar fatlaða og langveika sem búa í heimahúsum. Við veitum aðstoð með hugmyndafræðina um sjálfstætt líf að leiðarljósi. Frekari upplýsingar veitir Ásta Hrönn Ingvarsdóttir asta@starfsmannamidlun.is /8203355 www.starfsmannamidlun.is BIFVÉLAVIRKI Á VÖRUBÍLAVERKSTÆÐI Vegna aukinna umsvifa leitum við að bifvélavirkja á Volvo vörubílaverkstæði. Kynntu þér starfið nánar og sæktu um í dag á www.brimborg.is Umsóknarfrestur er til 6. mars 2015. HS Veitur hf leita að öflugum liðsmönnum á aðalskrifstofu fyrirtækisins í Reykjanesbæ HS Veitur hf voru stofnaðar 1. desember 2008 þegar Hitaveitu Suðurnesja hf. var skipt í HS Veitur hf og HS Orku hf. HS Veitur hf annast raforkudreifingu á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, í hluta Garðabæjar, í Vestmannaeyjum og í Árborg. HS Veitur hf annast hitaveiturekstur á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Annast vatnsveiturekstur í Vestmannaeyjum og að stórum hluta á Suðurnesjum . Starfsstöðvar HS Veitna hf eru fjórar, í Reykjanesbæ, í Hafnarfirði, í Vestmannaeyjum og í Árborg. Hjá HS Veitum hf starfa nú 84 starfsmenn en auk þess eru ákveðnir starfsþættir, m.a. á fjármálasviði, keyptir af HS Orku hf. Frekari upplýsingar um fyrirtækið er hægt að nálgast á heimasíðu fyrirtækisins, www.hsveitur.is Starfssvið Hefur yfirumsjón með innkaupa- og birgðamálum fyrirtækisins. Starfar með forstjóra við fjölbreytt verkefni á fjármálasviði og við margvísleg rekstrarverkefni. Starfssvið Ber ábyrgð og yfirumsjón á þjónustuborði og þeim verkferlum sem þar eru í gildi. Vinnur markvisst með yfirmönnum að umbótum í þjónustu. Leysir flóknari verkbeiðnir, útreikninga og leiðréttingar ásamt því að sinna almennri þjónustu við viðskiptavini. Hæfniskröfur - Viðskiptamenntun eða háskólamenntun sem nýtist í starfi. - Samskiptahæfni og frumkvæði. Starfið krefst mikilla samskipta við fólk, bæði innan og utan fyrirtækisins. - Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli. Hæfniskröfur - Reynsla og/eða menntun sem gæti nýst í starfi. - Reynsla af stjórnun æskileg. - Samskiptahæfni, skipulagsfærni og frumkvæði. - Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli. - Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi. HS VEITUR HF www.hsveitur.is Innkaupastjóri - fjármál Þjónustustjóri Nánari upplýsingar veitir Júlíus Jónsson forstjóri í síma 422 5200. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Eva Jónsdóttir deildarstjóri þjónustu í síma 422 5200. Umsækjendur sækja um starfið á heimasíðu fyrirtækisins www.hsveitur.is Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2015.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.