Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARS 2015 Myndlistaskólinn í Reykjavík – deildarstjóri sjónlistadeildar Sjónlistadeild er listnámsdeild á framhaldsskólastigi. Innan deildarinnar eru tvær námsleiðir; tveggja ára listnámsbraut til stúdentsprófs og árs listnám til undirbúnings fyrir listaháskóla. Deildarstjóri skipuleggur skólaárið, ræður kennara og heldur utan um nemendahópinn og starfið í deildinni. Við leitum að myndlistarmanni eða hönnuði með áhuga á skólastarfi, góða skipulagsgáfu, reynslu af stjórnun og réttindi til kennslu á framhaldsskólastigi. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og greinargerð um ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknum skal skila skriflega á skrifstofu skólans fyrir 9. mars 2015. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun júní n.k. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólanám í myndlist eða hönnun Réttindi til kennslu á framhaldsskólastigi Stjórnunarreynsla Skipulagshæfileikar Lipurð í mannlegum samskiptum Frekari upplýsingar veitir Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík skolastjori@mir.is Rangárþing eystra Skólastjóri Hvolsskóla Hvolsvelli Staða skólastjóra við Hvolsskóla á Hvolsvelli er laus til umsóknar. Leitað er að öflugum og framsýnum leiðtoga sem er tilbúinn til að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í eflingu skólasamfélagsins í sveit- arfélaginu. Sveitarfélagið nær frá Eystri Rangá að Jökulsá á Sólheimasandi. Starfssvið • Ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi • Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi • Ábyrgð á samstarfi við heimili og samfélag Menntunar- og hæfniskröfur • Kennsluréttindi og kennslureynsla á grunnskólastigi • Reynsla af stjórnunar- og þróunarstörfum • Framhaldsmenntun á sviðið stjórnunar og reksturs æskileg • Forystuhæfni og færni í mannlegum samskiptum • Metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra sýn í skólamálum, er metnaðarfullur, skapandi og áhugasamur um nærsamfélagið. Æskilegt er að skólastjóri hafi búsetu í Rangárþingi eystra. Staðan er laus frá 1. ágúst nk. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ. Umsóknarfrestur er til 20. mars 2015 Hvolsskóli er á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra. Í skólanum eru 240 nemendur á aldrinum 6-16 ára í 12 umsjónarhópum. Við skólann starfa 29 kennarar og 24 aðrir starfsmenn en ekki eru allir í fullu starfi. Stjórnunarteymi Hvolsskóla er auk skólastjóra, tveir deildarstjórar og vinnur stjórnunarteymið mjög náið saman. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.hvolsskoli.is. Hvolsskóli starfar í anda Uppeldis til ábyrgðar, er Grænfánaskóli og vinnur að því að verða ART skóli. Í skólanum er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám. Hvolsskóli er eini grunnskóli sveitarfélagsins og þess vegna kemur fjöldi nemenda í skólann með skólabifreiðum úr dreifbýlinu. Í skólanum er skólaskjól og einnig er lögð áhersla á að allir nemendur fái tekið þátt í íþrótta- og félagsstarfi sem boðið er uppá í lok hefðbundins skólastarfs. Umsóknum má skila á skrifstofu Rangárþings eystra, Hlíðarvegi 16, 860 Hvolsvöllur. Einnig má senda inn umsóknir rafrænt á netfangið isolfur@hvolsvollur.is. Menntamálaráðherra verður að taka af skarið strax og styðja við starfsemi Nátt- úruminjasafns Íslands, sem hann fer með yfirstjórn á, þannig að sómi sé að. Þetta segir í ályktun Hins íslenska náttúrufræðifélags sem hélt aðalfund sinn í vikunni. Þar segir að staða safnsins sé harmsefni. Safnið hafi verið stofnað fyrir 125 árum, en í árafjöld hafi verið óvissa um aðstöðu safnsins til sýn- ingahalds og annarar starf- semi. „Fjárframlög ríkisins til Náttúruminjasafnsins eru fyrir neðan allar hellur sem gerir safninu nær ókleift að sinna með sóma lögbundnum hlutverkum á sviði rann- sókna, sýninga, fræðslu og upplýsingamiðlunar,“ segir í ályktun. Er bent á að gullin tækifæri séu til staðar. Hug- myndir séu uppi um sjálf- stæða grunnsýningu um náttúru Íslands í Perlunni. Borgaryfirvöld sýna safni á þeim stað áhuga og fjár- festar séu reiðubúnir til þátttöku. Hagsmunir fara saman „Til ríkisins er einungis gerð sú krafa að það axli þá ábyrgð sem því ber lögum samkvæmt og sýni vilja til samstarfs. Þar fara saman hagsmunir ríkis og borgar, lands og þjóðar. Það er vandséð að hagkvæmari kostur finnist og ákjós- anlegri staður er varla til – Perlan í Öskjuhlíð er mið- lægt í höfuðborginni, í ná- munda við önnur höfuðsöfn þjóðarinnar og háskóla- umhverfið, á besta stað fyrir ferðaþjónustu og í órofa tengslum við íslenska nátt- úru,“ segir í ályktun HÍN. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Perlan Er tilvalin fyrir náttúrugripasafn, segja kunnugir. Vilja náttúrusafn í Perlu í Öskjuhlíð  Tækifæri  Ríkið axli ábyrgð Landsnet hefur boðið út jarð- vinnu og lagningu tveggja verkefna sem framundan eru á Suðurlandi. Þar ræðir um annars vegar Selfosslínu 3 og hins vegar Hellulínu 2. Línan sem kennd er við Selfoss er 25 km langur 66 kílóvolta (kV) jarðstrengur til Þorlákshafnar sem á að auka afhendingaröryggi raforku í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi. Áreiðanleiki á vest- ari hluta svæðiskerfisins á Suðurlandi þykir takmark- aður í dag og því verður, að því er segir í tilkynningu, ávinningur af hringtengingu svæðisins. Ráðgert er að leggja strenginn að mestu meðfram vegum á svæðinu. Útboð miðast við að verkinu verði lokið 15. nóvember næstkomandi. Hellulína 2 er 13 km langur 66 kV jarðstrengur meðfram Suðurlandsvegi frá tengivirki við Hellu að tengivirki við Hvolsvöll. Strengurinn mun auka flutningsgetu og afhend- ingaröryggi á svæðinu. Leys- ir af hólmi núverandi loftlínu, Hellulínu 2 frá 1948, sem er með elstu línum í flutnings- kerfinu og þarfnast endurnýj- unar. Verkinu skal ljúka á haustmánuðum. sbs@mbl.is Hringtengja og endurnýja lagnir  Landsnet í framkvæmdir á Suðurlandi  Strengir í jörð Þorlákshöfn Verður loksins í öruggu rafmagnssambandi. Skökku skýtur við að nauð- syn sé að innheimta viðbót- artekjur af ferðamönnum og öðrum til að sinna viðhaldi og uppbyggingu ferða- mannastaða, þegar skatt- tekjur af ferðaþjónustu hafa aldrei verið meiri. Þetta segir í ályktun sem Ferðamálasamtök Hafn- arfjarðar sendu frá sér í vik- unni þar sem fyrirtætlunum iðnaðarráðherra um nátt- úrupassa er mótmælt. Segir að tekjur af ferðamönnum muni aukast enn meira á næstu árum vegna hækk- unar virðisaukaskatts, auk þess sem undanþágur ým- issa ferðaþjónustufyrirtækja í skattamálum verði felldar niður um næstu áramót. Komugjöldin eru fær leið Hafnfirðingar segja þá kröfu vera eðlilega að ríkið láti lítinn hluta af þeim miklu skatttekjum sem ferðamenn skili, renna í upp- byggingu og viðhald í stað þess að bæta enn meiri álög- um á ferðamenn sem koma til Íslands. Með slíku skaðist samkeppnisstaða Íslands sem áfangastaður ferða- manna. „Það hefur verið fjallað um að margar leiðir komi til greina og flestar þeirra eru mun skyn- samlegri en frumvarp um náttúrupassa. Þar má helst nefna komugjöld en sýnt hefur verið fram á að sú leið er fær. Einnig má nefna bílastæðagjöld og salern- isgjöld sem þykja mjög eðli- leg í mörgum nágrannalönd- um okkar,“ segir stjórn Ferðamálasamtaka Hafn- arfjarðar. sbs@mbl.is Skatttekjur renni til uppbyggingarinnar  Hafnfirðingar vilja ekki passa Morgunblaðið/Eggert Hafnarfjörður Vaxandi ferðamannastaður sem er í góðri sókn. Fyrirtækin Orange Project og Ritari.is hafa efnt til sam- starfs um ritara- og símsvör- unarþjónustu. Samstarf þetta felst í því að Ritari.is annast símsvörun og bókunarþjón- ustu ásamt öðrum rit- arastörfum sem til falla. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu býður Or- ange Project viðskiptavinum sérsniðnar lausnir, svo sem skrifstofurými til leigu, lög- fræðiaðstoð, bókhald og rit- araþjónustu. Segir í fréttinni að með samstarfi við Ritara sé tryggt að ritaraþjónust- unni sé ávallt sinnt meðan viðskiptavinirnir geta ein- beitt sér að kjarnastarfsemi sinni. Ritari.is býður upp á margþætta skrifstofuþjón- ustu. Leitast er við að veita framúrskarandi þjónustu á sviði viðskiptatengsla og skrifstofuhalds en í boði er ritaraþjónusta, bókun og símsvörun og fleira slíkt. sbs@mbl.is Fara í samstarf um ritun og símsvörun  Orange Project og Ritari.is  Margþætt þjónusta í boði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.