Morgunblaðið - 10.03.2015, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015
8 BÍLAR
M
arteinn Guðmundsson,
ökukennari hjá Vis-
takstur.is, gaf les-
endum nokkur hagnýt
sparnaðarráð í síðustu viku í
tengslum við eldsneytisnotkun
bifreiða. Það er engum blöðum
um það að fletta að eldsneyt-
iskostnaður er með stærri kostn-
aðarliðum í bókhaldi flestra heim-
ila landsins og því til mikils að
vinna til að draga úr honum. Stef-
án Ásgrímsson, ritstjóri hjá Félagi
íslenskra bifreiðaeigenda, hefur
um langt árabil gefið góð ráð í
þessum efnum. Hann segir að
með hækkandi eldsneytiskostnaði
hafi umræðan um mögulegar
sparnaðarleiðir aukist til mikilla
muna. Hann segir nokkuð algengt
að sjá bíla í lausagangi, til dæmis
þegar ökumenn þurfi að bregða
sér frá í skamman tíma.
„Það borgar sig alltaf að drepa á
bílnum þegar hann er yfirgefinn.
Fyrir nú utan það að mannlaus bíll
í gangi getur orðið sterk freisting
þeim sem ekki eru of sterkir á hinu
siðferðislega svelli, eins og dæmin
sanna. Þá má minna á þá stað-
reynd að einnar mínútu lausa-
gangur er eldsneytisfrekari en
gangsetning vélarinnar. Tíu mín-
útna lausagangur vélar (bíllinn í
frígír og slökkt á lofkælingu) þýðir
að vél í meðalstórum bíl brennir
um 130 rúmsentimetrum af elds-
neyti til einskis.“
Fjarlægið óþarfa búnað
Stefán segir að eldsneytiseyðsla
aukist eðlilega, séu bílar of þungir
eða með óþarfa búnað. Til dæmis
sé algjör óþarfi að vera með skíða-
boga eða „tengdamömmubox“ á
bílnum allan ársins hring.
„Þegar ekið er um með 100 kíló
að nauðsynjalausu leiðir það til
umtalsvert aukinnar eldsneyt-
iseyðslu. Aukningin nemur um sex
prósentum á meðalstórum fólks-
bíl. Því er skynsamlegt að athuga
hvort einhver ónauðsynlegur
þungi sé í farangursgeymslunni,
t.d. farangur eða dót sem væri
betur geymt annars staðar. Nú-
tímabílar eru flestir hannaðir með
loftmótstöðu í huga. Farang-
ursgrind á toppnum getur aukið
eldsneytiseyðslu um 20 prósent.“
Vélahitari eykur endingu
Veturinn hefur verið erfiður og
eyðsla bíla eykst eðlilega þegar
kalt er í veðri. Stefán mælir með
vélahitara í bíla.
„Vélahitarar eru mikil þarfaþing.
Þeir draga stórlega úr vélarsliti og
lengja þannig endingu bílvéla veru-
lega og draga úr eldsneytiseyðslu
og mengun. Það gera þeir vegna
þess að vélin er heit þegar bíll er
ræstur á köldum morgnum. Vél-
arhitarar eru í raun og veru hi-
taelement svipað og í hrað-
suðukatli. Elementinu er komið
fyrir í vélinni til að hita upp kæli-
vatnið og klukkurofi sér um að
kveikja á hitaranum tveimur til
þremur klukkustundum áður en
ekið er af stað að morgni. Margir
hafa auk þess inni í bílunum lítinn
rafmagnsblásara sem fer í gang
um leið og kviknar á elementinu í
vélinni. Þar með eru þeir lausir við
alla ísingu og snjó á rúðum, bíllinn
dettur í gang um leið og miðstöðin
blæs heitu lofti strax. Vélahitarar
þykja vegna kosta sinna sjálfsagð-
ur búnaður víða, eins og í Svíþjóð,
Finnlandi og Noregi. Þeir spara
auðveldlega 30% eldsneyti á
fyrstu fjórum til fimm aksturs-
kílómetrunum miðað við bíl án vél-
arhitara og að sama skapi gefa
þeir frá sér amk 30% minna af
skaðlegum mengunarefnum.“
Jafn ökuhraði
Með hækandi sól eykst umferð-
in á þjóðvegum landsins. Stefán
undirstrikar nauðsyn þess að
halda jöfnum hraða. Slíkur akstur
lækki ekki aðeins eldsneytiskostn-
aðinn, síðast en ekki síst verði
aksturinn öruggari.
„Mjúkt aksturslag krefst minna
eldsneytis, er öruggara og skilar
þér og farþegum þínum þægilegar
á áfangastað. Auktu hraðann
mjúklega og haltu jöfnum hraða.
Aktu mjúklega af stað (20 km/
klst. á fimm sekúndum þýðir 11%
minni eldsneytiseyðslu) og forð-
astu að vera sífellt að stansa og
rífa bílinn af stað þegar þú ekur.
Forðastu að aka þétt aftan við
næsta bíl. Það krefst þess að þú
þarft stöðugt að vera að hemla og
gefa í og veldur tvö prósent meiri
eldsneytiseyðslu í þéttbýli og sex
prósent meiri eyðslu á vegum úti.
Aktu í sem hæstum gír eftir því
sem mögulegt er miðað við að-
stæður.“
karlesp@simnet.is
Nokkur góð ráð til að draga úr eldsneytisnotkun
Vélahitarar eru mikið þarfaþing
Morgunblaðið/Ómar
Í rysjóttri vetrartíð er segin saga að eldsneytiseyðsla bíla er meiri en ella. Þá gildir sem fyrr að aka með jöfnum
hraða og vélahitarar geta þá gert gæfumuninn, bæði með tilliti til eyðslu og endingar vélar.
Á
þriðjudag í síðustu viku
var tilkynnt við hátíð-
lega athöfn á pressu-
dögum bílasýning-
arinnar í Genf að VW Passat
hefði hlotið titilinn Bíll ársins í
Evrópu að þessu sinni. Það var
Hakan Matson, forseti dóm-
nefndarinnar, sem afhenti
Heinz-Jakob Neusser, tækniþró-
unarstjóra VW, verðlaunin. Sigur
VW Passat var með talsverðum
yfirburðum því að hann fékk
hvorki meira né minna en 340
stig sem er frekar fáheyrt í
þessu vali. Hann var tæpum
hundrað stigum fyrir ofan þann
bíl sem varð í öðru sæti, sem
var Citroën C4 Cactus sem
hlaut 248 stig. Í dómnefndinni
sitja 58 bílablaðamenn frá 22
löndum en það eru sjö leiðandi
bílatímarit sem standa að baki
valinu. Það eru Auto frá Ítalíu,
Autocar frá Bretlandi, Autopista
frá Spáni, Autovisie frá Hollandi,
L’Automobile frá Frakklandi,
Stern frá Þýskalandi og Vi Bilä-
gere frá Svíþjóð. Annars voru
stig bílanna í undanúrslitum
sem hér segir:
1. VW Passat 340
2. Citroën C4 Cactus 248
3. Mercedes-Benz C-lína 221
4. Ford Mondeo 203
5. Nissan Qashqai 160
6. BMW 2 Active Tourer 154
7. Renault Twingo 124
Komnir niður á réttu
formúluna
Íslenskir blaðamenn fengu
tækifæri á að reynsluaka nýjum
Passat á eynni Sardiníu síðast-
liðinn nóvembermánuð og und-
irritaður getur tekið vel undir
með bílablaðamönnunum frá
meginlandinu. VW er sérlega
þéttur og vel smíðaður bíll enda
er nýja kynslóðin sú áttunda í
röðinni en VW Passat hefur ver-
ið framleiddur óslitið síðan 1973
í alls 22 milljónum eintaka. Pas-
sat selst í 1,1 milljón eintaka ár-
lega, sem eru tveir bílar á mín-
útu eða 3.000 bílar á dag. Það
er því líklegt að hönnuðir bílsins
séu búnir að detta niður á réttu
formúluna fyrir smíði bílsins
þegar svona tölum er náð. Hann
byggist á sömu MQB-undirvagn-
stækni og nýr Golf sem hlaut
titilinn árið 2013. Passat notar
meira hágæðastál og ál í grind
og yfirbyggingu og þótt hann sé
næstum 100 kílóum léttari er
hann talsvert sterkari en áður.
Einnig er hann rúmbetri þrátt
fyrir að vera örlítið styttri og
lægri en fyrri kynslóð. Að lokum
þykir frágangur á ytra sem innra
byrði minna meira á bíla sem
kenndir eru við lúxusflokk þrátt
fyrir að Passat haldist nokkurn
vegin á sama góða verði og áð-
ur. Von er á Passat til landsins á
allra næstu dögum og því ef-
laust stutt að bíða að sölumenn
Heklu blási í herlúðra til að
kynna þennan bíl á næstu vik-
um.
njall@mbl.is
Volkswagen Passat er bíll ársins í Evrópu 2015
Vann með yfirburðum
Frá reynsluakstri VW Passat á Sardiníu seint á síðasta ári. Ekki verður annað sagt en að bíllinn sé hinn rennilegasti á velli og aksturseiginleikarnir eru
í takt við það. Bíllinn þykir einkar þéttur og vel smíðaður á alla kanta.
Heinz-Jakob Neusser, tækniþróunarstjóri Volkswagen tók við verðlaun-
unum eftirsóttu en Passat er annar bíll VW samsteypunnar sem byggður
er á MQB undirvagni til að hreppa þennan titil.