Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015
FÓTBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
Pétur Hreinsson
Jóhann Ólafsson
Selfoss vann í gærkvöldi frábæran 2:1
sigur á Íslands- og bikarmeisturum
Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna í
knattspyrnu. Liðið varð þar með það
fyrsta í nítján leikjum til þess að bera
sigur úr býtum gegn Stjörnunni í
deildinni en Garðabæjarliðið tapaði
síðast gegn Breiðabliki í 1. umferð
Pepsi-deildarinnar í fyrra, þann 13.
maí árið 2014. Með sigrinum komst
Selfoss jafnfætis Stjörnunni að stig-
um en liðin hafa sex stig í 4. og 5. sæt-
inu.
Harpa hafði snúið sér við
Sigur Selfyssinga var fyllilega verð-
skuldaður og virðist Gunnar Borg-
þórsson, þjálfari liðsins, hafa und-
irbúið liðið gríðarlega vel. Stjarnan er
með frábæra sóknarmenn innanborðs
eins og Hörpu Þorsteinsdóttur, Sig-
rúnu Ellu Einarsdóttur og Rúnu Sif
Stefánsdóttur fremstar í flokki. Þær
fengu hins vegar varla færi í gær.
Markið sem Harpa skoraði var í
rauninni ekkert færi – algjört heppn-
ismark úr þröngum vinkli en boltinn
endaði á einhvern ótrúlegan hátt á
milli fóta Chante Sandiford í markinu
hjá Selfossi. Harpa sjálf var að eigin
sögn búin að snúa sér við þegar hún
skoraði markið. Sandiford vill vænt-
anlega gleyma þessu marki sem fyrst
þar sem tilburðir hennar voru afar
klaufalegir.
Selfyssingar áttu harma að hefna
gegn Stjörnunni en Stjarnan sló liðið
úr leik í undanúrslitum Lengjubikars-
ins auk þess sem liðið vann allar þrjár
viðureignir síðasta tímabils gegn Sel-
fossi, þar á meðal úrslitaleik bikars-
ins.
Eins hefði Sandra í markinu hjá
Stjörnunni einnig mátt gera betur í
fyrra marki Selfoss. Aukaspyrna
Önnu Maríu Friðgeirsdóttur af alla-
vega 30 metra færi á móti sterkum
vindi endaði í netinu. Söndru til varn-
ar, bjuggust líklega ekki margir við
skotinu.
„Við höfum gefið það út að við vilj-
um keppa um titla. Við fundum lykt-
ina af því í fyrra. Við ákváðum í sam-
einingu að setja markið hátt. Við
viljum keppa um titlana, ef það geng-
ur upp, þá er það frábært, ef ekki, þá
reynum við aftur á næsta ári. Við höf-
um háleit markmið og æfum og spilum
þannig,“ sagði Gunnar Borgþórsson,
þjálfari Selfyssinga, við Morgunblaðið
eftir leik í gær.
Framlína Vals afgreiddi Fylki
Valur og Fylkir mættust í 3. umferð
Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á
Hlíðarenda í gærkvöldi. Fyrir leikinn
hafði Valur unnið báða leiki sína en
Fylkir unnið einn og tapað einum.
Mikil barátta einkenndi leikinn frá
fyrstu mínútu til hinnar síðustu.
Sterkur vindur setti svip sinn á leik-
inn en Valsstúlkur léku undan honum
í fyrri hálfleik og höfðu talsverða yf-
irburði. Þrátt fyrir nokkurn fjölda
færa tókst þeim ekki að skora nema
eitt mark og staðan því 1:0 þegar liðin
gengu til búningsherbergja. Fylk-
isstúlkur komu ákveðnar til síðari
hálfleiks og jöfnuðu leikinn með glæsi-
legu marki og stemningin virtist öll
þeirra megin. En Valsliðið er með eld-
fljóta leikmenn frammi sem refsuðu
þegar Fylkir ætlaði að færa lið sitt
framar og skoruðu tvö síðustu mörk
leiksins, lokastaðan 3:1 fyrir Val.
Erfitt er að dæma liðin af þessum
leik. Fáir glæsilegir spilkaflar náðust
en Valsarar náðu þó betri tökum á
knettinum. Þrír fremstu leikmenn
liðsins eru allir eldfljótir og stór-
hættulegir. Vanja Smiljkovic er stöð-
ugt ógnandi og ákaflega leikin með
boltann, Katia Maanane er öskufljót
þegar hún kemst á skrið og Elín
Selfoss ætl-
ar að berjast
um titla
Horft á boltann Katia Maanane, leikmaður Vals, og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
Selfoss lagði Íslandsmeistarana
Valskonur á toppnum KR náði
stigi gegn Blikum Fyrsti sigur ÍBV
Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hefja úrslitaeinvígi
sitt um NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik að kvöldi fimmtudags-
ins 4. júní, eða eftir tæpa viku. Golden State vann Houston Rockets,
104:90, í fimmta leik liðanna í fyrrinótt og sigraði því 4:1 í einvíginu
um sigur í Vesturdeildinni og Cleveland hafði áður sópað Atlanta
Hawks, 4:0, í úrslitaviðureign Austurdeildarinnar.
Stephen Curry skoraði 26 stig fyrir Golden State og Harrison
Barnes 24 en liðið er nú komið í úrslit NBA í fyrsta sinn í 40 ár. Vorið
1975 varð Golden State meistari í fyrsta og eina skiptið undir því
nafni til þessa og sigraði þá Washington Bullets 4:0 í úrslitaeinvíg-
inu. Áður vann félagið reyndar titilinn árin 1964 og 1967 en hét þá
San Francisco Warriors. Liðið flutti síðan til Oakland 1971 og skipti
þá um nafn.
„Hvers vegna ekki við?“ hrópaði Curry til vel stemmdra áhorfenda í Oakland eftir
leikinn. „Þetta svæði hefur beðið eftir titlinum í 40 ár og það er kominn tími á hann,“
sagði Curry við fréttamenn. vs@mbl.is
„Hvers vegna ekki við?“
Stephen
Curry
Handknattleikssamband Íslands staðfesti í gær að Olís-deild kvenna yrði
fjórtán liðum á næsta keppnistímabili en þá bætast við bæði Afturelding
Afturelding tekur aftur upp þráðinn eftir eins árs fjarveru en Mosfells
utandeild kvenna á nýliðnu keppnistímabili. Fjölnir hefur hinsvegar aldr
sent kvennalið til keppni í efstu deild en var með lið í utandeildinni í vetu
Þau tólf lið sem léku í deildinni í vetur verða öll áfram með, en það eru
Fylkir, Grótta, Haukar, HK, ÍBV, ÍR, KA/Þór, Selfoss, Stjarnan og Valur
verður tvöföld umferð, 26 leikir á lið í stað 22 í vetur, og síðan átta liða ú
slitakeppni.
Í karladeildunum fækkar liðum um eitt því ÍH úr Hafnarfirði tilkynnti
töku að þessu sinni. Karlaliðin á Íslandsmótinu 2015-2016 verða því 18 ta
19 á síðasta tímabili. Tíu lið verða áfram í Olís-deild karla og átta lið í 1. d
Í Olís-deild karla leika Afturelding, Akureyri, FH, Fram, Grótta, Hauk
ÍR, Valur og Víkingur.
Í 1. deild karla leika Fjölnir, Hamrarnir, HK, Mílan, KR, Selfoss, Stjarn
Þróttur. vs@mbl.is
Fjórtán lið í kvennadeildinni
Pepsi-deild kvenna
Þór/KA – Afturelding............................. 5:2
Klara Lindberg 14., Sarah M. Miller 45.,
57., Sandra María Jessen 82., Kayla June
Grimsley 89. – Stefanía Valdimarsdóttir
27., Elise Kotsakis 36. Rautt spjald: Mist
Elíasdóttir 51. (Aftureldingu).
ÍBV – Þróttur R. ...................................... 1:1
Kristín Erna Sigurlásdóttir 35.
Stjarnan – Selfoss.................................... 1:2
Harpa Þorsteinsdóttir 52. – Anna María
Friðgeirsdóttir 20., Guðmunda Brynja Óla-
dóttir 68.
Valur – Fylkir .......................................... 3:1
Elín Metta Jensen 42., Vesna Elísa
Smiljkovic 57., Katia Maanane 79. – Sandra
Sif Magnúsdóttir 50.
Breiðablik – KR ....................................... 1:1
Fanndís Friðriksdóttir 87. – Margrét
María Hólmarsdóttir 70.
Staðan:
Valur 3 3 0 0 11:1 9
Breiðablik 3 2 1 0 11:2 7
Þór/KA 3 2 1 0 9:3 7
Stjarnan 3 2 0 1 6:2 6
Selfoss 3 2 0 1 5:5 6
ÍBV 3 1 1 1 4:4 4
Fylkir 3 1 0 2 3:7 3
KR 3 0 1 2 1:7 1
Þróttur 3 0 0 3 0:9 0
Afturelding 3 0 0 3 3:13 0
Markahæstar:
Elín Metta Jensen, Val ................................5
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni............ 4
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki .......... 4
Vesna Elísa Smiljkovic, Val.........................4
1. deild karla
Haukar – Fram ........................................ 2:1
Björgvin Stefánsson 81., sjálfsmark 90. –
Ernir Bjarnason 40.
Staðan:
Þróttur R. 3 3 0 0 12:1 9
KA 3 2 1 0 7:4 7
Víkingur Ó. 3 2 1 0 2:0 7
Fjarðabyggð 3 2 0 1 4:2 6
Þór 3 2 0 1 8:8 6
HK 3 2 0 1 3:3 6
Haukar 4 2 0 2 4:5 6
Selfoss 3 1 0 2 2:2 3
Grindavík 3 1 0 2 3:4 3
Fram 4 0 1 3 7:10 1
Grótta 3 0 1 2 0:4 1
BÍ/Bolungarvík 3 0 0 3 1:10 0
4. deild karla A
Stokkseyri – Árborg ................................ 1:8
Léttir – Hamar ......................................... 2:1
Staðan:
Árborg 6, Léttir 3, ÍH 3, Hamar 3, Máni 0,
Stokkseyri 0, Kóngarnir 0.
4. deild karla B
Vatnaliljur – Afríka .................................. 4:0
Staðan:
KH 6, Skallagrímur 3, Mídas 3, Vatnaliljur
3, Snæfell 0, Augnablik 0, Afríka 0.
4. deild karla C
Stál-úlfur – Þróttur V. ............................. 0:3
Staðan:
Þróttur V 6, KFG 3, Stál-úlfur 3, Hörður Í
9, Skínandi 0, Ísbjörninn 0, Örninn 0.
Þýskaland
Umspil um sæti í A-deild, fyrri leikur:
Hamburger SV – Karlsruhe.................... 1:1
KNATTSPYRNA
Danmörk
Fyrri úrslitaleikur.
Skjern – KIF Kolding ......................... 24:30
Aron Kristjánsson þjálfar KIF Kolding.
Fyrri leikur um bronsverðlaun:
Bjerringbro/Silkeb. – Aalborg.......... 24:18
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði ekki
fyrir Bjerringbro-Silkeborg.
Ólafur Gústafsson skoraði ekki fyrir Aal-
borg.
Frakkland
París SG – Saint Raphael ................... 27:22
Róbert Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir
PSG.
Arnór Atlason skoraði 2 mörk fyrir St.
Raphael.
Staðan fyrir lokaumferðina: París SG 43,
Montpellier 42, Saint Raphael 32, Dunker-
que 32, Chambéry 31, Nantes 29, Nimes 23,
Cesson-Rennes 22, Toulouse 20, Tremblay
20, Aix 19, Créteil 19, Sélestat 10, Istres 8.
HANDBOLTI
Spánn
8-liða úrslit, fyrsti leikur:
Unicaja Málaga – Laboral Kutxa ....... 69:55
Jón Arnór Stefánsson lék ekki með Uni-
caja vegna meiðsla.
Úrslitakeppni NBA
Vesturdeild, úrslit, fimmti leikur:
Golden State – Houston..................... 104:90
Golden State sigraði 4:1 og mætir Cleve-
land í úrslitum um NBA-titilinn.
KÖRFUBOLTI
Annan leikinn í röð var það sjálfs-
mark sem felldi Framara en Fram
tapaði fyrir Haukum, 2:1, þegar liðin
áttust við í 1. deild karla í knatt-
spyrnu á gervigrasvellinum að Ás-
völlum í gærkvöld.
Það leit lengi vel út fyrir að læri-
sveinar Péturs Péturssonar í Fram
væru að tryggja sér fyrsta sigurinn í
deildinni í ár en allt fram á 80. mínútu
höfðu Framarar forystu eftir að Ern-
ir Bjarnason hafði komið þeim yfir
fimm mínútum fyrir leikslok.
Á 81. mínútu jafnaði Björgvin Stef-
ánsson metin fyrir Hauka með sínu
þriða marki í deildinni og þegar tvær
mínútur voru komnar fram yfir
venjulegan leiktíma urðu Framarar
fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
„Þetta var baráttuleikur eins og all-
ir þessir leikir sem við höfum spilað,“
sagði Þórhallur Dan Jóhannsson, að-
stoðarþjálfari Hauka, við Morg-
unblaðið eftir leikinn. „Fyrri hálfleik-
urinn var ekki nógu góður af okkar
hálfu en þetta skánaði mikið í seinni
hálfleik. Við héldum þá boltanum bet-
ur og Framararnir lögðust aftar á
völlinn. Þegar við náðum að jafna
fannst mér við alltaf líklegir til að
bæta öðru við og það kom sem betur
fer. Þetta unga Haukalið sýndi ótrú-
legan karakter með því að hengja
ekki haus,“ sagði Þórhallur, en í leik-
mannahópi liðsins í gær voru 15 upp-
aldir Haukamenn. gummih@mbl.is
Aftur felldi sjálfsmark
lærisveina Péturs
Annar sigur Hauka en Framarar án sigurs
Morgunblaðið/Styrm
Barningur Björgvin Stefánsson, markaskorari Hauka, í baráttu við tvo leikmenn
ara á Schenkervellinum á Ásvöllum í gær þar sem Haukar höfðu betur.