Morgunblaðið - 29.05.2015, Síða 3

Morgunblaðið - 29.05.2015, Síða 3
Metta Jensen er markaskorari af guðs náð. Allar skoruðu þær í kvöld og spiluðu afar vel. Fylkisliðið stóð sig betur en í síð- asta leik en betur má ef duga skal. Mér þykir Berglind Björg Þorvalds- dóttir full-einmana á löngum köflum en það er væntanlega vegna þess að liðið situr aftarlega og hyggst beita skyndisóknum. Hulda Hrund Arn- ardóttir var gríðarlega spræk á vinstri vængnum og einnig var Sandra Sif Magnúsdóttir, hægri bak- vörður, ógnandi þegar hún kom fram völlinn. Markið sem hún skoraði var af dýrari gerðinni, hún setti boltann yfir Þórdísi í Valsmarkinu þegar allir bjuggust við sendingu inn í teiginn. Valsstúlkur eru þar með komnar á toppinn og hljóta að stefna á að halda sér þar eins lengi og kostur er. Liðið á fyrir höndum erfiðan leik gegn Ís- landsmeisturum Stjörnunnar á úti- velli í næstu umferð og ljóst að það verður mikil prófraun. Fylkir þarf hins vegar að fara að safna stigum hið fyrsta ef liðið á ekki að missa efstu lið- in allt of langt fram úr sér. Sjö mörk og rautt fyrir norðan Sjö mörk litu dagsins ljós og rautt spjald á Akureyri þar sem Þór/KA hafði betur gegn Aftureldingu, 5:2. Staðan var jöfn í hálfleik, 2:2, en í byrjun seinni hálfleiks fékk Mist Elí- asdóttir, markvörður Aftureldingar, rautt spjald. eftir að hafa fengið tvö gul á sömu mínútunni. Fyrst fékk hún tiltal, svo spjald og loks annað spjald og þar með rautt. Það var enginn leik- maður nálægt henni svo að öllum lík- indum hefur það verið fyrir eitthvað sem hún hefur sagt. Norðankonur gengu á lagið manni fleiri og bættu þremur mörkum við. Sarah M. Miller skoraði tvö af mörkum Þórs/KA. Fyrsti sigur ÍBV Í Vestmanneyjum fagnaði ÍBV naumum sigri gegn nýliðum Þróttar Reykjavík, 1:0, og skoraði hin mark- heppna Kristín Erna Sigurlásdóttir sigurmarkið á 35. mínútu. ÍBV vann þar með sinn fyrsta leik í deildinni og er með fjögur stig eftir þrjá leiki en Þróttarar eru án stiga. Blikarnir sluppu með skrekkinn Það leit lengi vel út fyrir að nýliðar KR færu með öll stigin frá viðureign sinni gegn Breiðabliki, sem fyrir mót- ið var spáð sigri í Pepsi-deildinni. Margrét María Hólmarsdóttir kom KR-ingum yfir með marki úr víta- spyrnu á 70. mínútu sem dæmt var á Fjollu Salah. Þegar klukkan sýndi 87 mínútur jafnaði landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir metin fyrir Blika og úrslitin, 1:1, verða að teljast afar óvænt úrslit. Breiðablik tapaði með sínum fyrstu stigum en KR- ingar komust á blað og eru með 1 stig. Morgunblaðið/Eggert r í baráttunni á Vodafonevellinum í gær. Morgunblaðið/Styrmir Kári Fögnuður Guðmunda Brynja Ólafsdóttir fagnar sigurmarki sínu gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar. i skipuð og Fjölnir. sliðið vann rei áður ur. u FH, Fram, r. Leikin r- i ekki þátt- alsins í stað deild. kar, ÍBV, nan og ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 SteinunnSnorradóttir, hornamaður í liði FH, hefur skrifað undir nýjan tveggja árs samn- ing við Hafnar- fjarðarliðið. Stein- unn hefur leikið í mörg ár með FH og á síðustu leiktíð skoraði hún 33 mörk í 20 leikjum með liðinu. Þá hef- ur markvörðurinn Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir framlengt samning sinn við FH. Hún kom til liðs við FH í upphafi síðasta tímabils og var markvörðum FH til halds og trausts, en vegna anna gat hún ekki beitt sér að fullu. Nú hefur hún hinsvegar ákveðið að taka slaginn og mun leysa Guðrúnu Ósk Maríusdóttur af hólmi sem ákvað að ganga til liðs við Fram að loknu nýliðnu tímabili. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari karlaliðs FH mun frá og með næstu leiktíð einnig stýra kvennaliðinu.    Steinunn Hansdóttir, leikmaðurSkanderborg, hefur verið kölluð inn í landsliðshóp kvenna í hand- knattleik í stað Ástu Birnu Gunn- arsdóttur, sem á við meiðsli að stríða. Íslenska kvennalandsliðið er nú statt í Póllandi þar sem það leik- ur tvo vináttuleiki við heimastúlkur; þann fyrri föstudaginn 29.maí og þann síðari laugardaginn 30.maí. Framundan eru gríðarlega mik- ilvægir leikir við Svartfellinga í um- spili fyrir HM í Danmörku í desem- ber.    Hólmbert AronFriðjónsson verður ekki áfram í herbúðum danska úrvals- deildarfélagsins Bröndby eftir að tímabilinu í Dan- mörku lýkur í næsta mánuði. Þetta er fullyrt á vef Bold.dk en Hólmbert var lán- aður til Bröndby frá skoska félaginu Celtic í ágúst í fyrra. Hann hefur fengið fá tækifæri með liðinu og að- eins leikið 11 leiki, flesta sem vara- maður, og skorað eitt mark. Samkvæmt frétt Bold eru tvö önn- ur félög í dönsku úrvalsdeildinni með Hólmbert í sigtinu. Hann er með samning við Celtic sem gildir til tveggja ára í viðbót en ólíklegt þykir að hann fari aftur til Skotlands.    Thorsten Fink hefur verið ráðinnnýr þjálfari austurríska knatt- spyrnuliðsins Austria Vín, liðsins sem sló FH-inga naumlega út í und- ankeppni Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum. Fink, sem er fyrrver- andi leikmaður Bayern München, hefur verið í þjálfarastarfi frá árinu 2006. Hann þjálfaði meðal annars svissneska liðið Basel og þýska liðið Hamburg en hann kemur til Austría Vín frá APOEL á Kýpur þar sem honum var sagt upp störfum fyrr í mánuðinum. Fólk folk@mbl.is Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalands- liðsins í handknattleik, verður án eins síns besta leikmanns á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Danmörku í desember á þessu ári. Kristin Riegelhuth Koren, hægri hornamaður norska liðs- ins, upplýsti í gær að hún væri með barn undir belti. Riegelhuth hefur spilað stórt hlutverk með sigursælu liði Norðmanna á undanförnum árum. Hún á 268 landsleiki að baki og er þriðji leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi. „Stefnan er að koma sterk til baka eftir barns- burðinn og spila með Larvik og landsliðinu,“ sagði hin 30 ára gamla Riegelhuth, sem átti stóran þátt í að tryggja Norð- mönnum sigurinn á Evrópumótinu á síðasta ári en hún skoraði 10 mörk í úrslitaleiknum gegn Spánverjum. gummih@mbl.is Þórir missir eina öfluga Þórir Hergeirsson Jacob Schoop, miðjumaður KR-inga, hefur spilað vel fyrir liðið í sumar. Frammistaða hans hefur vakið at- hygli en í viðtali við danska fjölmiðla í gær sagðist Schoop vera mjög ánægður hjá KR og segir hann gæð- in og faglegt umhverfi íslenska boltans hafa komið sér óvart. „Ég vissi ekki við hverju var að búast þegar ég kom hingað en þetta hefur komið mér skemmtilega á óvart. Gæðin hérna eru mjög mikil,“ sagði Schoop sem sagði einnig að hann væri ánægður að vera „hjá liði sem ekki á að vanmeta, sem metur hann að verð- leikum“. Samkvæmt frétt Bold.dk hefur Schoop leyfi til þess að yfirgefa KR í júní ef tilboð berst í hann. „Það er erfitt að segja hvað mun gerast en ég er mjög ánægður hérna. En ég mun skoða mína möguleika ef eitthvað spennandi gerist,“ sagði Schoop sem lítur á það að spila með KR sem góðan stökkpall fyrir næsta tímabil í Danmörku sem hefst í júní. peturhreins@mbl.is Schoop má yfirgefa KR Jacob Schoop efri og neðri hluta eftir hefðbundna tvöfalda umferð. Undanfarin ár hefur deildin verið skipuð 12 liðum og leikin þreföld umferð, 33 leikir á lið, en þeir yrðu væntanlega 36 eða 37 með breyttu fyrirkomulagi. Fimmtán íslenskir leikmenn og einn þjálfari, Ólafur H. Krist- jánsson hjá Nordsjælland, eru á mála hjá liðunum tólf sem nú leika í deildinni. Horft til Belgíu Vitnað hefur verið til keppnis- fyrirkomulagsins í Belgíu en síð- ustu ár hafa sex efstu liðin þar leik- ið til úrslita um meistaratitilinn, næstu átta lið um rétt til að spila um sæti í Evrópukeppni og tvö þau Talsverðar líkur eru á að keppni í dönsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu verði breytt fyrir næsta tímabil og tekin upp úrslitakeppni að lokinni hefðbundinni deilda- keppni. Danska knattspyrnusambandið réð fyrir nokkru hollenska ráð- gjafafyrirtækið Hypercube til að gera úttekt á efstu deildum dönsku knattspyrnunnar og koma með til- lögur tillögur til breytinga. Pieter Niewenhus, stjórnandi Hypercube, sagði við DR í gær að tvær tillögur væru nú á borðinu og í báðum væri gert ráð fyrir úr- slitakeppni. Annaðhvort yrðu 12 eða 14 lið í úrvalsdeildinni og þeim yrði skipt í neðstu hafa farið í umspil um sæti í deildinni. Kristján Bernburg, fréttaritari Morgunblaðsins í Belgíu, sem hef- ur fylgst grannt með knattspyrn- unni þar í landi um áratuga skeið, segir að þetta keppnisfyr- irkomulag í Belgíu sé að mörgu leyti mjög vel heppnað. Þar varð Gent meistari um síðustu helgi eft- ir æsispennandi keppni við Club Brugge og Anderlecht á loka- sprettinum. Í Belgíu leika liðin sem komast í keppnina um titilinn alls 40 leiki, þar af tíu í tvöfaldri um- ferð sex efstu í úrslitakeppninni. „Flestir voru á móti þessu í byrj- un, þar á meðal ég sjálfur, en mín tilfinning er sú að nú sé nokkur meirihluti fylgjandi því að halda áfram með þetta fyrirkomulag. Fyrir bestu liðin þýðir þetta að vellirnir eru troðfullir í úr- slitakeppninni, þar með koma inn meiri tekjur, spennan er meiri og fótboltinn verður betri að margra mati,“ sagði Kristján, en þetta eru einmitt atriðin sem fylgismenn breytinga í Danmörku vonast eftir að þær skili. „Hitt kemur svo á móti að áhug- inn hefur verið mun minni fyrir umspili hjá liðunum sem ekki kom- ast í sex liða úrslitin, nema þegar kemur að sjálfum úrslitaleikjunum um Evrópusæti. Þá fyllist allt,“ sagði Kristján Bernburg. vs@mbl.is Úrslitakeppni í Danmörku?  Útlit fyrir breytt fyrirkomulag í dönsku knattspyrnunni næsta vetur KNATTSPYRNA 1. deild karla: Þróttarvöllur: Þróttur R. – Víkingur Ó... 18 Jáverkvöllur: Selfoss – Grindavík....... 19.15 2. deild karla: Njarðtaksv.: Njarðvík – Afturelding.. 19.15 3. deild karla: SS-völlurinn: KFR – Álftanes .................. 20 1. deild kvenna: Kaplakriki: FH – Grindavík ..................... 20 Fjölnisvöllur: Fjölnir – Fram................... 20 Húsavík: Völsungur – Fjarðabyggð ........ 20 Boginn: Einherji – Tindastóll................... 20 4. deild karla: Mánavöllur: Máni – ÍH ............................. 18 Stykkishólmur: Snæfell – Augnablik ...... 20 Samsungvöllur: KFG – Skínandi ............. 20 GOLF Securitasmótið, annað mótið í mótaröð GSÍ, fer fram í Vestmannaeyjum í dag og á morgun. Leiknir eru tveir hringir í dag og verður ræst út frá 07.30 og frá 13.30. Í KVÖLD! mir Kári n Fram-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.