Fréttablaðið - 21.05.2015, Side 4
21. maí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Valgerður, getur þú ekki bara
flutt á Lokastíg?
„Jú, hann er að minnsta kosti
lokaður.“
Valgerður Árnadóttir er ósátt við að Reykja-
víkurborg lokar Laugaveginum fyrir bíla
við Vatnsstíg þar sem hún býr því þá eykst
umferðin um götu hennar. Íbúum finnist þeir
tilneyddir að flytja.
SPURNING DAGSINS
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is
TENERIFE
Vikulegt flug í sumar
til Tenerife
Fararstjórarnir Jói og Fjalar
bjóða upp á fjölbreytta
skemmtidagskrá
VIÐSKIPTI ESA, Eftirlitsstofn-
un EFTA, hefur hafið rannsókn
á lánasamningum Seðlabanka
Íslands við Íslandsbanka annars
vegar og Arion banka hins vegar.
Rannsóknin snýr að því hvort um
ólöglega ríkisaðstoð hafi verið að
ræða.
Um er að ræða endurfjármögn-
unarsamninga milli Seðlabankans,
Íslandsbanka og Arion banka sem
undirritaðir voru síðla árs 2009.
Þar var lánum skuldbreytt í lang-
tímalán með veði í ýmsum skulda-
bréfum, svo sem húsnæðislána-
safni beggja bankanna sem síðar
voru færðir inn í nýju bankana.
Með skuldbreytingunni hafi
Seðlabankinn verið að verja hags-
muni sína og hámarka endur-
heimtur af lánunum. ESA telur
hins vegar tilefni til þess að rann-
saka hvort þeir lánaskilmálar sem
Seðlabanki Íslands samþykkti hafi
verið í samræmi við markaðskjör.
Sé svo ekki kunna þeir að fela í sér
ólögmæta ríkisaðstoð í skilningi
EES-samningsins. - sa
RANNSÓKN SÍ telur að ekki hafi verið um
ólöglega ríkisaðstoð að ræða þegar Íslands-
banki og Arion banki voru endurfjármagn-
aðir 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Eftirlitsstofnun EFTA vill kanna hvort SÍ hafi veitt ólöglega ríkisaðstoð:
ESA skoðar endurfjármögnun
VINNUMARKAÐUR Gríðarlegt tjón
gæti orðið ef innfluttar matvör-
ur fá ekki tollafgreiðslu. Inn-
flutningsfyrirtæki þrýsta nú
á Matvælastofnun, MAST, um
að sinna því hlutverki sínu að
votta innfluttar matvörur.
Lögfræðingur Innness hefur
sent Matvælastofnun erindi þar
sem háttalag stofnunarinnar er
gagnrýnt.
Telur lögfræðingurinn
synjun Matvælastofnunar á
að stimpla innflutningsskjöl
vera ólögmæta þar sem það sé
ekki lagaleg krafa að innlend-
ur dýralæknir stimpli skjölin.
Heilbrigðisvottorð með vörum
frá Evrópska efnahagssvæðinu
eru gefin út af þarlendum dýra-
læknum.
Einnig er bent á að bæði for-
stjóri MAST og yfirdýralæknir
megi votta innflutning en hvor-
ugur er í verkfalli. - sa
Gagnrýna Matvælastofnun:
Telja aðgerðir
vera ólöglegar
SÝRLAND Vígasveitir Íslamska ríkisins eru
nú aftur komnar í sókn eftir nokkurt bakslag
bæði í Sýrlandi og Írak. Um helgina náðu þær
á sitt vald bænum Ramadí í Írak og í gær kom-
ust þær inn í hluta bæjarins Palmyra í Sýr-
landi.
Óttast er um merkar fornminjar í Palmyra,
en liðsmenn samtakanna hafa gert sér far um
að eyðileggja flestar fornminjar sem þeir hafa
komist í tæri við.
Fornminjarnar í Palmyra eru flestar í suð-
urhluta bæjarins, en vígamennirnir komust
inn í bæinn norðanfrá og mæta harðri mót-
spyrnu frá stjórnarher Basher al Assads for-
seta.
Í Írak hafa þúsundir manna flúið frá borg-
inni Ramadí eftir að Íslamska ríkið náði henni
á sitt vald um helgina. Flóttafólkið fékk í gær
leyfi til að fara yfir brú yfir Efrat-fljótið, en
þaðan er stutt til höfuðborgarinnar Bagdad.
Íraski herinn hefur verið að búa sig undir
gagnsókn til að endur heimta Ramadí, en óvíst
er hvenær leggja á til atlögu. - gb
Vígasveitir Íslamska ríkisins náðu á sitt vald hluta bæjarins Palmyra:
Óttast um fornminjarnar
FORNAR RÚSTIR Í PALMYRA Fornminjarnar eru flestar í suðurhluta
bæjarins en vígamennirnir komust inn í bæinn norðanfrá. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
ÍSRAEL Benjamín Netanjahú, for-
sætisráðherra Ísraels, hefur
fengið Moshe Ja’alon varnar-
málaráðherra til að aftur-
kalla tillögu
um aðskilnað í
strætisvögnum.
Hugmyndin
var sú að Pal-
estínumenn,
sem starfa í
Ísrael, megi
ekki ferðast
heim til sín að
vinnudegi lokn-
um með strætisvögnum, sem
ísraelskir landtökumenn nota.
Tillagan hafði verið gagn-
rýnd af stjórnarandstöðunni
fyrir að vera „óþarflega niður-
lægjandi“ og minna á aðskiln-
aðarstefnuna í Suður-Afríku. - gb
Vildi aðskilnað í strætó:
Of langt gengið
fyrir Netanjahú
Viljum
við hafa þetta
svona? Að það
sé einhver
klíka búin að
koma sér fyrir
í dómskerfinu
sem ákveður alla nýja
dómara inn í hópinn?
Jón Steinar Gunnlaugsson,
fyrrverandi hæstaréttardómari.
BENJAMÍN
NETANJAHÚ
STJÓRNSÝSLA Þorkell Helgason
stærðfræðingur og Guðmundur
Kristjánsson útgerðarmaður halda
framsögu á fundi um makrílkvót-
ann sem Félag viðskipta- og hag-
fræðinga heldur á Grand Hóteli
klukkan tólf í dag. Eftir framsög-
urnar verða pallborðsumræður.
Í tilkynningu segir að ekki séu
allir sáttir við fyrirætlanir um
úthlutun makrílkvótans og hafi nú
yfir 31.500 manns tjáð andstöðu
sína gegn nýju frumvarpi með
undirskrift á Þjóðareign.is. - jhh
Yfir 30 þúsund mótmæla:
Takast á um
makrílmálið
DÓMSTÓLAR Jón Steinar Gunnlaugs-
son, fyrrverandi hæstaréttardóm-
ari, vill að nýir hæstaréttardóm-
arar verði valdir á þann veg að
hæfnisnefnd velji úr hópu umsækj-
enda þá umsækjendur sem uppfylli
kröfur um hæfni. Ráðherra velji
svo þann sem honum lítist best á
og tillaga ráðherra verði svo borin
undir samþykki Alþingis.
Á fundi sem Jón Steinar hélt í
gær um úrbætur í réttarkerfinu
sagði hann að þessar hugmynd-
ir væru í samræmi við það sem
starfshópur sem skrifaði frum-
varp um nýtt millidómsstig hefði
lagt fram.
„En ég vil meira. Ég vil að við-
komandi sem er tilnefndur mæti
fyrir þingnefnd og svari þar, helst
í beinni sjónvarpsútsendingu,
spurningum um það hvaða grund-
vallarreglur gildi um starf hæsta-
réttardómara,“ sagði Jón Stein-
ar. Hinn tilnefndi geti þá svarað
spurningum um það hvort dómar-
ar megi setja ný lög og hverjar séu
heimildirnar.
„Ég held nefnilega að sá sem
þyrfti að svara slíkum spurning-
um í heyranda hljóði sé líklegri til
að fara eftir því sem hann sagði,
heldur en sá sem skríður þarna inn
og hefur aldrei þurft að gera neina
grein fyrir því hvaða grundvallar-
viðhorf hann hafi í lögfræðilegum
efnum,“ sagði hann.
Jón Steinar gagnrýnir reglur
sem settar voru um skipan hæsta-
réttardómara árið 2010. Þar er gert
ráð fyrir að fimm menn í dóm-
nefnd fjalli um hæfni umsækjenda
um embætti hæstaréttardómara
og héraðsdómara og gefi umsögn
um þá. Nefndinni er gert að taka
afstöðu til þess hvaða umsækjandi
sé hæfastur til að hljóta embættið.
Jón Steinar segir að þar sé kom-
inn hópur sem stjórni Hæstarétti
og ráði því hverjir koma nýir inn.
„Viljum við hafa þetta svona? Að
það sé einhver klíka búin að koma
sér fyrir í dómskerfinu sem ákveð-
ur alla nýja dómara inn í hópinn?“
spurði Jón.
Jón Steinar vill líka að hæsta-
réttardómurum verði bannað að
sitja í nefndum á vettvangi stjórn-
sýslunnar. „Mér finnst það fárán-
legt að hæstaréttardómarar sitji í
slíkum nefndum,“ sagði Jón Stein-
ar. Hann benti á áratugalanga setu
hæstaréttardómara í réttarfars-
nefnd. Megininntakið í ræðu Jóns
var þó að benda á álagið á Hæsta-
rétt. Hann sagði að hver dómari
hefði þurft að dæma í allt að 350
málum á ári, sem er nálægt tveim-
ur málum á hverjum starfsdegi
ársins. Álagið á dómara væri svo
mikið að þeir réðu ekki við starfið.
„Þeir eru bara þvingaðir í að
móta starf sitt eftir þessu álagi.
Þeir ráða ekkert við starfið, ein-
faldlega vegna þess að það er ekk-
ert hægt,“ segir Jón Steinar. Til
þess sé starfið of mikið og íþyngj-
andi. „Svo er nú eitt móment í
þessu, að rétturinn getur ekkert
viðurkennt það. Dómarar í Hæsta-
rétti geta ekkert viðurkennt það
fyrir ráðherra og fyrir þjóðinni að
þeir ráði ekkert við þennan mála-
fjölda,“ sagði Jón Steinar og bætti
því við að dagskipunin væri bara
ein, að klára málin. „Það virðist
ekkert vera sem tekur henni fram.“
jonhakon@frettabladid.is
Vill að dómaraefni svari
spurningum í sjónvarpi
Fyrrverandi hæstaréttardómari vill að dómaraefni svari spurningum um viðhorf sín í beinni útsendingu.
Hann segir að álagið á dómara sé allt of mikið og það veiki starf réttarins. Dagskipunin sé ein, að klára málin.
HLÝDDU Á Áheyrendur sem á mál Jóns Steinars komu nokkuð víða að úr samfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
1
-7
3
5
C
1
7
6
1
-7
2
2
0
1
7
6
1
-7
0
E
4
1
7
6
1
-6
F
A
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K