Fréttablaðið - 21.05.2015, Side 10

Fréttablaðið - 21.05.2015, Side 10
21. maí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 RENAULT MEGANE SP TOURER Nýskr. 06/12, ekinn 54 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.890 þús. Rnr. 102689. KIA CEED EX Nýskr. 08/12, ekinn 25 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.980 þús. Rnr. 282529. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is HYUNDAI ix35 COMFORT Nýskr. 05/14, ekinn 47 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 120615. HYUNDAI i30 STYLE Nýskr. 01/08, ekinn 60 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 1.720 þús. Rnr. 142858. CITROEN C3 SX Nýskr. 07/08, ekinn 46 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 1.350 þús. Rnr. 110078. TOYOTA AVENSIS WAGN SOL Nýskr. 02/13, ekinn 45 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 3.990 þús. Rnr. 131488. NISSAN QASHQAI+2 SE / 7 sæta Nýskr. 11/13, ekinn 34 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 4.280 þús. Rnr. 142856. LÚXUSBIFREIÐ 5.250 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 90% FJÁRMÖGNUN TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! „Ekkert er óeðlilegt við að fyrir- tæki sem stefna á erlendan mark- að eða starfa á erlendum markaði færi höfuðstöðvar sínar þangað sem markaðir eru eða fjárfest- arnir til að halda áfram að vaxa,“ segir Frosti Sigurjónsson, þing- maður og fyrrverandi stjórnar- formaður CCP, um þær fréttir að hluti af starfsemi fyrirtækisins verði fluttur úr landi og alþjóð- legir samningar og gjaldeyrishöft séu ástæðan. Lítill heimamarkaður „Ísland er frábær staður til að taka fyrstu skrefin og fara frá hugmynd upp í ákveðna stærð. Oft kemur svo að því að fyrir- tæki þurfa að færa starfsemi til útlanda til að halda áfram velgengni sinni. Svo gætu þeir líka þurft að færa höfuðstöðv- ar úr landi til að ná til fjárfesta. Þetta er mjög verðmætt skeið, þetta sprotaskeið frá hugmynd til útrásar og skapar mikil verð- mæti hér á Íslandi, við eigum líka að geta sleppt fyrirtækj- um til þess að þau nái að breiða út vængi sína til fulls. Heima- markaðurinn okkar er lítill og ástæðan sem CCP nefndi á hlut- hafafundi sem ég var á er skort- ur á aðgangi að fólki. Það getur orðið erfitt að finna einmitt það sérhæfða starfsfólk sem til þarf til starfseminnar,“ segir hann og telur að smæð markaðarins ráði mestu um ákvörðun fyrirtækis- ins. Hann segir Seðlabankann hafa liðkað mjög til vegna fjár- festinga. Seðlabankinn hefur slípað ferla „Ég þekki til margra fyrirtækja hér á Íslandi sem hafa fengið erlenda fjármögnun og svo hina hliðina líka, því það er augljóst að erlendir fjárfestar kjósa frekar að fjárfesta í umhverfi sem menn þekkja vel. Fjármagnshöftin gera mönnum auðvitað erfiðara fyrir að fá fjárfestingu til landsins. Hins vegar má segja Seðlabank- anum til hróss og gjaldeyriseft- irlitinu þar að hann hefur slípað sína ferla til svo það er auðveld- ara fyrir íslensk sprotafyrirtæki að lifa innan og utan þeirra. Þetta var gríðarlega erfitt fyrst en nú eru mörg fordæmi komin. Jafnvel er þetta mjög vel kynnt á heima- síðu Seðlabankans.“ Dýrmæt hringrás Frosti segir íslensku samfélagi til góða að sleppa tökunum af stórum fyrirtækjum. „Þegar fyrirtæki eru orðin ákveðið stór, annað- hvort orðin það stórir fiskar í lít- illi tjörn að þau eiga erfitt með að finna sérþekkingu sem þau þurfa hérlendis eða fjárfesta af þeirri stærðargráðu sem þarf til að fara í þær gríðarlegu markaðsfjárfest- ingar sem eru fram undan, þá er eðlilegt að við segjum að það sé kominn tími til þess að fljúga úr hreiðrinu. Þá losnar um þekk- ingu, því einhverjir starfsmenn vilja ekki flytja úr landi. Þess- ir sömu aðilar stofna ný fyrir- tæki og þekkingin þróast áfram. Þetta er dýrmætasti parturinn af hringrás fyrirtækja, nýsköpunar- hringrásin.“ Ekki háð stórfyrirtækjum Frosti tekur dæmi af falli Nokia í Finnlandi. „Það var orðið tröll í hagkerf- inu. Þegar fyrirtækinu fór að hnigna þá varð efnahagssam- dráttur í Finnlandi. Eftir fall Nokia þá spruttu úr fyrirtæk- inu mörg nýsköpunarfyrirtæki sem skapa verðmæti í dag. Öll fyrirtæki hafa sinn feril og ef því er hamlað þá getur því farið að hnigna. Við getum ekki haldið öllum okkar stærstu fyrirtækjum, þau geta orðið of stór fyrir Ísland. Við eigum miklu frekar að keppa í því að framleiða þessi fyrirtæki.“ Hann segir ekki ákjósanlegt að íslenskur efnahagur verði jafn háður stórfyrirtæki og Finn- land varð háð rekstri Nokia. „Þá gæti það fyrirtæki farið að setja þinginu og stjórnvöldum afar- kosti. Þá byrjar regluverkið að svigna í átt að stórfyrirtækjum frá hagsmunum lítilla fyrirtækja og heimilanna. Við megum ekki verða háð stórfyrirtækjum.“ CCP eins og stór fiskur í lítilli tjörn Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og fyrrverandi stjórnarformaður CCP, segir mikilvægt að ríghalda ekki í stórfyrirtæki þegar þau vilja flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Gjaldeyrishöft eigi ekki stóran þátt í ákvörðun CCP. FROSTI SIGURJÓNSSON Þegar fyrir- tæki flytja höfuðstöðvar sínar losnar bæði um fjármagn og þekkingu, bendir Frosti Sigurjónsson á. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÁI AÐ FLJÚGA ÚR HREIÐRINU Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, með módel af geimskipi úr EVE Online tölvuleiknum. Frosti Sigurjónsson segir mikilvægt að auðvelda fyrirtækjum sem þurfa, að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FRÉTTAVIÐTAL Hvað liggur að baki mögulegum flutningi á starfsemi CCP úr landi? MENNTUN Rannís hefur úthlutað 400 milljónum króna úr mennta- áætlun ESB Erasmus+. Í fyrsta sinn bauðst íslenskum háskólum tækifæri til að sækja um styrki til stúdenta- og starfsmanna- skipta til landa utan Evrópu. Um 30 milljónum var úthlutað í slík verk- efni sem fela til dæmis í sér sam- starf við Armeníu, Ísrael, Banda- ríkin og Kína. Styrkjunum var úthlutað til 39 verkefna en að þessum verkefn- um koma rúmlega hundrað skólar, fyrir tæki og stofnanir. Einstak- lingar sem koma að verkefnum eru fleiri en þúsund sem er 30 prósent fjölgun frá síðasta ári. Hæstu styrkir voru veittir til Háskóla Íslands, Listaháskólans, Tækniskólans og Iðunnar fræðslu- seturs. Hluti verkefnanna er að veita nemendum og starfsfólki tæki- færi til að taka hluta af námi sínu eða starfsþjálfun í Evrópu. Markmið Erasmus+ er að styðja við verkefni sem efla grunnþætti í menntun. - srs Í fyrsta sinn geta háskólar sótt um styrki til stúdentaskipta utan Evrópu: 400 milljóna styrkir í menntun EFLA GÆÐI MENNTUNAR Listahá- skólinn er einn þeirra skóla sem fengu styrk. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 2 -D 6 D C 1 7 6 2 -D 5 A 0 1 7 6 2 -D 4 6 4 1 7 6 2 -D 3 2 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.