Fréttablaðið - 21.07.2015, Page 40
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 800 1177
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla,
Vesturbergi og
Arnarbakka
Allt sem þú þarft ...
Höfuðborgarsvæðið, meðallestur á
tölublað 18–49 ára. Prentmiðlakönnun
Gallup, jan.– mar. 2015
YFIRBURÐIR
Fréttablaðsins staðfestir
53,7%
19,6%
FB
L
M
BL
BAKÞANKAR
Gyðu Lóu
Ólafsdóttur
Ég hef allnokkrum sinnum gert heiðarlegar tilraunir til þess að
sjóða hrísgrjón sem allar hafa mis-
tekist. Ég er samt ekki hræðilegur
kokkur, er meira að segja ágæt í
ýmsu sem snýr að matseld og ýmsu
öðru í lífinu. En að sjóða hrísgrjón
virðist reyna á hæfni sem ég bý
ekki yfir. Í draumi birtist falleg
skál af hinum fullkomnu hrísgrjón-
um. Raunveruleikinn er hins vegar
hryggðarmynd af einlægum hrís-
grjónadraumi konu á þrítugsaldri.
UM daginn reyndi ég aftur, fór
eftir öllum leiðbeiningum á pakk-
anum og horfði á kennslumynd-
band á Youtube. Þrátt fyrir við-
leitnina skaðbrunnu grjónin í potti
sambýliskonu minnar. Potti, sem
til þess að kóróna allt saman, er
erfðagripur og hefur ómetanlegt
tilfinningalegt gildi. Í svitabaði og
kvíðakasti leitaði ég á náðir Blands
og Marthastewart.com til þess að
fá ráðleggingar um hvernig mætti
ná ósköpunum úr pottinum. Við tók
þriggja daga ferli af tilraunastarf-
semi með sítrónusafa, uppþvotta-
legi, matarsóda, svamp og hníf að
vopni.
LEIFARNAR náðust að mestu
úr botni pottsins en hann verð-
ur aldrei samur og mun að eilífu
standa sem vitnisburður um enn
eina misheppnaða tilraun. Þau
örfáu grjón sem sluppu báru vægt
brunabragð en fóru samt klístruð,
hálfelduð og illa þefjandi á matar-
borðið með dýrindis indversku
karríi sem heppnaðist vel, þrátt
fyrir að matseldin ætti samkvæmt
uppskrift að vera talsvert flóknari
en að sjóða bolla af fræjum tveggja
tegunda grasplantna í vatni.
ÉG bugaðist og ákvað að ég gæti
bara alls ekki soðið hrísgrjón, bara
aldrei. Ekki nóg með það að hafa
klúðrað grjónunum konunglega,
þá skildi ég eftir varanleg för á
erfðagrip sem tilheyrði ekki einu
sinni mér.
EN eftir frekari umhugsun og
sjálfskoðun komst ég að annarri
niðurstöðu. Kannski þyrfti ég
bara að æfa mig meira. Ég á til að
gleyma því að ég get ekki orðið góð
í öllu strax og ef ég sleppi alfarið
að æfa mig og gefst upp verð ég
væntanlega aldrei góð í því. Hvort
sem það er að sjóða bolla af hrís-
grjónum eða eitthvað sem hefur
þeim mun meiri þýðingu í lífinu.
Að sjóða
hrísgrjón
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
2
-F
2
5
C
1
7
5
2
-F
1
2
0
1
7
5
2
-E
F
E
4
1
7
5
2
-E
E
A
8
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
0
4
0
s
_
2
0
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K