Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2009, Blaðsíða 2
miðvikudagur 22. apríl 20092 Fréttir Bjarni Ármannsson, þáverandi for- stjóri Glitnis, ýtti undir það að ís- lenska ríkið hæfi undirbúning á sölu á rúmlega 15 prósenta hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja (HS) í árs- lok 2006. Bankastjórinn sendi Jóni Sveinssyni, formanni framkvæmda- nefndar um einkavæðingu, bréf þann 29. nóvember árið 2006 þar sem hann óskaði eft- ir viðræðum við nefndina um kaup á þessum hlut ríkisins sem metinn var á ríflega 1,3 milljarða króna að nafn- virði. Í bréfinu rökstuddi Bjarni tillögu sína með því að í fjárlög- um ríkisins væri að finna heimild fyrir iðnaðarráðherra til að selja hlutinn og að hann hefði fyrr á árinu 2006 lýst þeim áhuga yfir að Glitnir myndi hefja viðræður um kaupin. Eftir að söluferli hafði farið fram á hlutnum á fyrri hluta árs 2007 var gengið að tilboði Geysis Green En- ergy, félags í eigu FL Group, Glitnis og VGK-Hönnunar, upp á rúmlega 7,6 milljarða króna í lok apríl. Sam- komulagið var háð því að aðrir hlut- hafar í Hitaveitu Suðurnesja ákvæðu að nýta ekki forkaupsrétt sinn í veit- unni. Ýtt á eftir söluferlinu Í samtali við DV segir Bjarni að hann hafi sent bréfið til einkavæðingar- nefndar því að hlutur ríkisins í Hita- veitu Suðurnesja hafði lengi verið á sölulista en ekkert verið gert í því að selja hann. „Mig minnir að ég hafi sent bréfið til að ýta á eftir þessu,“ segir Bjarni og bætir því við að aug- ljóslega hafi verið áhugi fyrir því inn- an bankans að kaupa hlutinn þar sem Glitnir hafi síðar stofnað Geysi Green ásamt FL Group. Hann seg- ist ekki geta tjáð sig um hvort hann hafi sent bréfið fyrir hönd Glitn- is eða fyrir hönd einhvers viðskiptavinar bankans. Bjarni segist ekki hafa komið nærri kaupum Geys- is Green á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Hann hætti sem forstjóri Glitnis þann 30. apr- íl, sama dag og Árni Mathiesen tók tilboði Geysis Green í hlut ríkisins í hitaveitunni. Af bréfi Bjarna að dæma var það hins vegar Glitnir banki sem hafði áhuga á hlutnum en bankinn var á þessum tíma í miklum útrásarhug í orkumálum og hafði ráðið Árna Magnússon, fyrrverandi þingmann og ráðherra Framsóknarflokksins, til liðs við bankann til að stýra þeirri útrás. Bjarni segir að bankinn hafi á þessum tíma verið byrjaður að fókusera á jarðvarma sem viðskipta- svið, meðal annars opnað hitaveitu í Kína í nóvember. „Við vorum byrjað- ir að horfa á það hvaða tækifæri voru hvar á þessu sviði,“ segir Bjarni. Arðsemi nr. 1 Í bréfinu til einkavæðingarnefnd- ar útskýrir Bjarni áhuga Glitnis á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja á þann hátt að í fyrsta lagi sé hann arðvænleg fjárfesting auk þess sem bankinn telji að það þjóni hagsmun- um íslenska orkugeirans að inn í hann komi öflugir einkaaðilar og þar að auki horfi bankinn til „útrásar ís- lensku orkufyrirtækjanna á næstu árum og áratugum“. Önnur bréf frá áhugasömum kaupendum að hlut ríkisins í Hita- veitu Suðurnesja er hins vegar ekki að finna í gögnum einkavæðingar- nefndar um söluna á hlutnum í hita- veitunni. Einkavæðing íslenskra orkufyrirtækja hafin Í svari einkavæðingarnefndar til Bjarna þann 20. desember kemur fram að Árni Mathiesen fjármálaráð- herra og Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra hafi nýlega falið nefndinni að undirbúa söluferli á hlutnum og því muni nefndin ekki eiga viðræður við einstaka áhugasama kaupendur fyrr en eftir að búið sé að ákveða hvernig staðið verði að sölunni. Bréfið var samið í kjölfar fyrsta fundar einkavæðingarnefndar um söluna á hlut ríkisins í Hitaveitu Suð- urnesja þar sem saman voru komnir fyrir hönd ráðherra í ríkisstjórninni þeir Jón Sveinsson, Baldur Guð- laugsson, Illugi Gunnarsson, Sævar Þór Sigurgeirsson og tveir af starfs- mönnum nefndarinnar. Þar var rætt um bréf Bjarna, drögin að svari til hans sett fram og ákveðið að hefja söluferlið á hlutnum. Viku áður, þann 13. desember, hafði einkavæðingarnefnd borist bréf frá Árna Mathiesen og Jóni Sig- urðssyni þar sem fram kom að und- anfarið hefði vaknað áhugi einstakra aðila á kaupum á hlut ríkisins í Hita- veitu Suðurnesja og að einkavæðing- arnefnd væri falið að hefja söluferl- ið á bréfum ríkisins í hitaveitunni. Í bréfi ráðherranna var heimildin fyrir sölu bréfanna sögð vera í fjárlögum ársins 2006 og 2007. Með bréfinu hófst formlegur und- irbúningur ríkisins á sölu hlutarins í Hitaveitu Suðurnesja og stóð ferlið út apríl þegar Árni Mathiesen fjár- málaráðherra gekk að tilboði Geys- is Green fyrir hönd íslenska ríkisins. Undirbúningurinn að einkavæðingu orkufyrirtækja á Íslandi var hafinn vegna þrýstings frá áhugasömum að- ilum úr viðskiptalífinu. BRÉF BJARNA VAR BYRJUNIN Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, sendi einkavæðingarnefnd bréf í lok nóvember árið 2006 þar sem hann óskaði eftir viðræðum við nefndina um kaup á hlut ríkisins í hitaveitu Suðurnesja. Bjarni segist hafa skrifað bréfið til að ýta á eftir því að söluferli á hlutnum í Hitaveitu Suðurnesja hæfist. Glitnir var á þessum tíma í miklum útrásarhug í orkugeiranum. Með söluferlinu hófst einkavæðingarferli íslenskra orkufyrirtækja. „Mig minnir að ég hafi sent bréfið til að ýta á eftir þessu.“ Bréf Bjarna Ármannssonar, forstjóra glitnis, berst til einkavæðingarnefndar. Bjarni lýsir yfir áhuga á hlut ríkisins í Hitaveitu Suður- nesja fyrir hönd glitnis. Árni mathiesen fjármála- ráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra skrifa bréf til einkavæðingarnefndar þar sem henni er falið að taka 15,2 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja til sölumeðferðar. Fyrsti fundur einkavæðingar- nefndar um söluna. Stefán Jón Friðriksson skrifar bréf fyrir hönd nefndarinnar til Bjarna Ármanns- sonar þar sem fram kemur að ekki verði farið í viðræður við áhugasama kaupendur á hlutnum fyrr en söluferlið hafi verið ákveðið. geysir green Energy er stofnað af Fl group, glitni og vgk-Hönnun. Niðurstaða um þátttakendur í forvali vegna kaupa hlutarins liggur fyrir. Capacent, ráðgjafi ríkisins vegna sölunnar, sendir einkavæðingar- nefnd bréf þar sem sagt er frá því að tíu fjár- festar standist skilyrðin vegna kaupanna. Árni mathiesen gengur að 7,6 milljarða tilboði geysis green í hlut ríkisins. Bjarni Ármanns- son hættir sem forstjóri glitnis. 29. nóvEmBEr 2006 13. dEsEmBEr 2006 20. dEsEmBEr 2006 5. jAnúAr 2007 29. mArs 2007 4. Apríl 2007 30. Apríl 2007 EinkAvæðing HitAvEitu suðurnEsjA 1. Hluti dv mun í næstu tölublöðum fjalla ítarlega um sölu ríkisins á 15,2 prósent hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja árið 2007. Forsætisráðuneytið hefur veitt dv aðgang að öllum gögnum einkavæðingarnefndar um söluna á hlutnum, fundargerðum og öllum fylgiskjölum. í fyrsta hluta er fjallað um aðdraganda þess að söluferlið á hlutnum hófst og þar með einkavæðing í íslenska orkugeiranum. ingi F. vilHjÁlmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is EINkAVæðINg hItAVEItU SUðURNESJA Ýtti á eftir einkavæðingarferlinu Bréf Bjarna Ármannssonar, þáverandi forstjóra glitnis, ýtti á eftir því að einkavæðingarnefnd hæfi söluferli á 15,2 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Bjarni varð síðar stjórnarformaður geysis green Energy og rEi, dótturfélags Orkuveitu reykjavíkur. lykilmaður Árni mathiesen var lykilmaður í því að 15,2 prósenta hlutur ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja yrði seldur. ráðherrann fól einka- væðingarefnd að hefja söluferlið á hlutnum og gekk að tilboði geysis green Energy nokkrum mánuðum síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.