Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2009, Blaðsíða 3
miðvikudagur 22. apríl 2009 3Fréttir
Sjálfstæðisflokkurinn myndi gjalda afhroð ef kosið yrði til þings í dag. Miðað við
nýjar fylgiskannanir tapar flokkurinn 25 þúsund atkvæðum frá kosningunum 2007.
Þetta jafngildir heilum Framsóknarflokki og nær öllum atkvæðum Sjálfstæðis-
flokksins í Norðvesturkjördæmi að auki í síðustu þingkosningum. Fylgi flokksins
getur hæglega orðið hið minnsta frá stofnun flokksins 1929.
Gæti tapað heilum
FramsóknarFlokki
Gríðarlegar hræringar eru á fylgi
allra flokka nema Framsóknar-
flokksins eftir bankahrunið. Ef
fram heldur sem horfir tapar Sjálf-
stæðisflokkurinn allt að 14 pró-
sentustigum af fylgi sínu í kosn-
ingunum 2007, en þá hlaut hann
tæplega 67 þúsund atkvæði, eða
36,6 prósenta fylgi.
Nýjar fylgiskannanir Capacent,
Fréttablaðsins og annarra benda
allar til þess að fylgi flokksins verði
á bilinu 22 til 26 prósent, en það er
hlutfallslega minna fylgi en flokk-
urinn hefur fengið allt frá stofnun
árið 1929.
Mótbyr Sjálfstæðisflokksins
Miðað við kosningaþátttökuna
árið 2007 eru um það bil 18 hundr-
uð manns á bak við hvert pró-
sentustig. Þannig blasir við að
tapi Sjálfstæðisflokkurinn 10 pró-
sentustigum frá síðustu þingkosn-
ingum nemur það um 18 þúsund
kjósendum. Verði tapið meira,
eða allt að 14 prósentustig eins
og sumar kannanir hafa gefið til
kynna, tapar flokkurinn allt að 25
þúsund atkvæðum frá síð-
ustu þingkosningum.
Til samanburð-
ar má geta þess
að 21.350 kusu
Framsóknar-
flokkinn í kosn-
ingunum 2007.
Um 5.200 manns
kusu Sjálfstæðis-
flokkinn í Norðvest-
urkjördæmi í
síðustu
kosn-
ing-
um.
Fari
allt
á versta veg hjá Sjálfstæðisflokkn-
um á laugardag gæti flokkurinn
tapað sem nemur samanlögðum
atkvæðafjölda Framsóknarflokks-
ins að viðbættum nánast öllum
þeim fjölda sem kaus Sjálfstæð-
isflokkinn í Norðvesturkjördæmi
það ár.
Sem stendur er VG aftur á
móti með um fjórðung fylgisins
ef marka má kannanir að undan-
förnu. Fylgi flokksins var 14,3 pró-
sent í þingkosningunum 2007 og
hann bætir við sig um 18 þúsund
atkvæðum ef kosið yrði nú.
Athygli vekur að Samfylkingin
bætir aðeins við sig 7 til 8 þúsund
atkvæðum frá síðustu kosning-
um ef kosið yrði nú og fengi um
eða yfir 56 þúsund atkvæði. Fram-
sóknarflokkurinn hefur bætt við
sig að undanförnu en er þó ekki
kominn yfir kjörfylgi sitt í síðustu
kosningum þegar aðeins eru þrír
dagar til kosninga. Borgarahreyf-
ingin mælist með 7 prósenta fylgi
og gæti því fengið um þrettán þús-
und atkvæði, eða svipað og Frjáls-
lyndi flokkurinn hlaut vorið 2007.
Hvert fara ESB-sinnar?
Nær 10 þúsund manns hafa nú
skráð sig á vefinn sammala.is en
þar lýsa undirritaðir því yfir að
þeir séu sammála um að sækja
um aðild að Evrópusambandinu
þótt þeir geti verið ósammála um
margt annað. Gera má ráð fyrir að
á listann riti nöfn sín fólk úr öllum
flokkum.
Benedikt Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Talnakönnunar,
er einn þeirra sem stendur að
sammala.is. Hann segir að síð-
astliðið haust hafi fylkingarnar
með og á móti aðildarumsókn að
Evrópusambandinu í Sjálfstæðis-
flokknum verið æði jafnar. Nú aft-
ur á móti séu fylgjendur aðildar-
umsóknar aðeins um þriðjungur
og jafnvel fjórðungur innan flokks-
ins. Ástæðan sé sú að Evrópu-
sinnar innan flokksins hafi snúið
sér annað. Samkvæmt kenningu
Benedikts gætu hæglega 10 þús-
und manns hafa yfirgefið flokkinn
vegna afstöðu hans til ESB-um-
sóknar. Sjálfur ætlar hann ekki að
fylgja þeim hópi.
Borgarahreyfingin hreyfir
línurnar
Með því að Borgarahreyfingin
kemst á blað, en fylgi hennar hef-
ur aukist jafnt og þétt í síðustu
könnunum, hafa jafnframt aukist
líkur á að umsóknarsinnar; Sam-
fylkingin, Framsóknarflokkur og
Borgarahreyfingin, nái meirihluta
á þingi eftir kosningar. „Sá meiri-
hluti virðist mér að yrði knappur,“
segir Gunnar Helgi Kristinsson,
stjórnmálafræðiprófessor við Há-
skóla Íslands.
Hann bendir á að samanlagt
fylgi VG og Samfylkingarinnar hafi
að undanförnu verið 55 til 60 pró-
sent. „Það þýðir að pólitísk meg-
ináhrif hrunsins eru mjög sterk
vinstrisveifla með samsvarandi
fylgishruni Sjálfstæðisflokksins.
Önnur áhrif eru útbreidd óánægja
með stjórnmálin, að kjörnir full-
trúar séu óhæfir og spilltir, en
það endurspeglast í vaxandi fylgi
Borgarahreyfingarinnar. Mögu-
leikinn er sá að ef kjósendur eygja
að Borgarahreyfingin nái sér á
strik geti það tekið fylgi af VG.
Um þetta ríkir nokkur óvissa þeg-
ar þrír dagar eru til stefnu,“ segir
Gunnar Helgi.
Baldur Þórhallsson, stjórn-
málafræðingur og nú frambjóð-
andi hjá Samfylkingunni, bendir á
að smáflokkar hafi nær alltaf haft
mann eða menn á þingi frá 1971.
„Borgarahreyfingin virðist vera að
ná sér á strik. Það yrðu ein mestu
tíðindi stjórnmálasögunnar ef úr-
slitin á laugardag verða þau sem
kannanirnar gefa til kynna.“
Frá könnunuM til koSninga
koSningar 2003 gallup 4.-5. maí Fréttablaðið 8. maí kosningar 10. maí
Framsóknarflokkur 15,7% 16,7% 17,7%
Sjálfstæðisflokkur 36,9% 32,7% 33,7%
Frjálslyndi flokkurinn 8,9% 8,9% 7,4%
Samfylkingin 26,6% 32,6% 31,0%
Vinstrihreyfingin – grænt framboð 10,1% 8,0% 8,8%
koSningar 2007 Fréttablaðið 5. maí Capacent 8. maí kosningar 12. maí
Framsóknarflokkur 9,5% 9,8% 11,7%
Sjálfstæðisflokkur 42,5% 38,4% 36,6%
Frjálslyndi flokkurinn 5,4% 5,3% 7,3%
Íslandshreyfingin 2,1% 2,9% 3,3%
Samfylkingin 24,0% 27,1% 26,8%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð 16,0% 16,0% 14,4%
JóHann HaukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
?Fylgi SJálFStæðiSFlokkSinS Í þingkoSninguM Frá 1963
1963
2009
1987
1999
1974
Borgarahreyfingin Nái Borgara-
heyfingin mönnum á þing gæti það
aukið möguleika „umsóknarsinna“ á
að ná meirihluta á þingi fyrir því að
hraða umsókn um aðild að ESB.
ungur formaður í mótbyr Bjarni
Benediktsson, nýkjörinn formaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur tvo virka daga
til að koma í veg fyrir að flokkurinn fái
verstu útreið frá stofnun flokksins 1929.
BrÉF BJarna Var BYrJunin
dótturfélag Orku-
veitu reykjavíkur, rEi,
og geysir green En-
ergy sameinast undir
nafni hins fyrrnefnda.
Bjarni Ármannsson
er stjórnarformaður
hins nýja sameinaða
félags.
Borgarráð
reykjavíkur
hafnar sam-
runa rEi
og geysis
green.
2. októBEr 2007 1. nóVEMBEr 2007
mJöG pólitísk
ákVörðun
„Þetta var gríðarlega afdrifarík
ákvörðun og mjög pólitísk því hún
snérist ekki bara um að losa um það
fjármagn sem ríkið hafði bundið í
hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja
heldur var tekin bein ákvörðun um
það að opinberir aðilar mættu ekki
kaupa hlutinn. Þar með var þetta
orðinn pólitískur gerningur í átt að
einkavæðingu orkugeirans; þarna
byrjaði boltinn að rúlla í þá átt. Þetta
var mikið óheillaskref og við þekkjum
svo hvað gerðist í framhaldinu með
rEi-málinu,“ segir Svandís Svavars-
dóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna
og frambjóðandi vg í komandi
alþingiskosningum, um söluna á hlut
ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja.
Svandís Svavarsdóttir,
borgarfulltrúi vinstri grænna
Jarðvarmavirkjun HS í Svartsengi
Heimild var fyrir því í fjárlögum ársins
2006 og 2007 að selja 15,2 prósenta hlut
ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Bréf sem
Bjarni Ármannsson sendi einkavæðingar-
nefnd virðist hafa ýtt söluferlinu af stað.
glitnir varð síðan einn af stofnendum
geysis green Energy sem keypti hlutinn.