Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2009, Blaðsíða 21
miðvikudagur 3. júní 2009 21Fókus á miðvikudegi Þjóðvegaljós á sódómu Hljómsveitin Lights on the Highway heldur tónleika á Sódómu, ásamt Hauki í Dikta, annað kvöld. Þessa dagana er sveitin í óða önn að undirbúa útkomu annarrar breiðskífu sinnar sem hefur fengið nafnið Amanita Muscaria. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og kostar 500 kall inn. TrúbaTrixur Túra Nýr safndiskur með Trúbatrixunum, Taka 1, kom út í gær. Safndiskur- inn inniheldur fimmtán frumsam- in lög eftir íslenskar tónlistarkon- ur og er afar fjölbreyttur. Þar eru ný lög frá þekktum söngkonum eins og Fabúlu, Elízu Geirsdóttir New- man og Þórunni Antóníu ásamt upprennandi stjörnum á borð við Miss Mount, Elínu Ey og Mysteri- ous Mörtu. Til þess að fagna útkomu plötunnar ætla Trúbatrixur að halda í heljarinnar tónleikaferð um Ís- land. Þeir fyrstu fóru fram í Reykja- vík í gær en í kvöld spila þær á Kaffi 59 á Grundarfirði, verða á Græna hattinum á Akureyri á morgun og á föstudag og laugardag eru það Tálknafjörður og Ísafjörður. Nánar á myspace.com/trubatrix. jóni spáð norð- urlandameisT- araTiTlinum „Sumarljós, og svo kemur nótt- in er fullkomlega og algerlega ómótstæðileg,“ segir gagnrýnandi danska blaðsins Jyllands Posten fyrir helgi í dómi sínum um þessa bók Jóns Kalmans Stefánssonar. Á heimasíðu Bjarts, útgefanda Jóns hér á landi, segir að gagn- rýnandinn hafi ekki getað lagt frá sér bókina og lýsir hann skrifum höfundarins sem ótrúlega falleg- um, skýrum og heimspekilegum þar sem gamansemin sé þó aldrei langt undan. Gagnrýnandinn lýkur greininni á að segja: „Jón Kalman Stefánsson hefur enn ekki fengið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, en þess getur ekki verið langt að bíða.“ ópera í Kópavogi Söngdeild Tónlistarskóla Kópavogs flytur óperuna Orfeifur og Evríd- ís eftir Christoph Willibald Gluck í Salnum í kvöld og á morgun, fimmtudag, klukkan 20. Flytjendur eru Elín Arna Aspelund, Ragnheiður Sara Grímsdóttir og Elva Lind Þor- steinsdóttir, um leikstjórn sér Anna Júlíana Sveinsdóttir og píanóleikari er Krystyna Cortes. Þetta tímamóta- verk var frumflutt árið 1762 en með því vildi Gluck endurreisa hið staðn- aða, ofskreytta og innihaldslausa óperuform þess tíma. Í uppfærslu Tónlistarskóla Kópavogs útbjó leik- stjórinn nýjan búning í aðeins styttra formi og í stað kóra syngja flytjendur einsöngskvartetta. Við, hérna megin í skóginum, elskum UFC og allt sem kemur nálægt því. Undirritaður er annálaður MMA- drullusokkur og hefur meðal annars lýst íþróttinni á Sýn og því augljóst að dómur um leikinn mun litast tölu- vert af því. Það er nefnilega einu sinni þannig að enginn leikur hefur skap- að jafn móðursjúka eftirvæntingu og þessi. Fyrri UFC-leikir voru skít- lélegir, þeir duguðu ekki einu sinni fyrir okkur örgustu perrana. Eftir að hafa fylgst með á netinu í tvö ár, nið- urhalað demó-inu í einum grænum, spilað það í döðlur, grátið smá, fékk ég loks leikinn. Og hann er skugga- legur, og fyrir okkur örgustu perrana, sem búum hérna megin í skógin- um, er hann sudda-rudda-mudda- tuddalegur. UFC Unleashed 2009 er besti bardaga-tölvuleikur sem ég hef nokkurn tímann spilað, á því er ekki nokkur vafi. Í bardögum getur mynd- ast ólýsanleg spenna, og að keppa við vini sína, eða net-óþokka, er óvið- jafnanlegt. Bardagakerfið er nokkuð flókið, en maður er fljótur að læra inn á það. Allir uppáhaldsbardaga- kappar manns eru á vísum stað, og að búa sér til eigin bardagamann er fjári skemmtilegt. Hins vegar mætti færa rök fyrir því að leikurinn bæti ekki nógu miklu við demó-ið, að ákveðinn hraða vanti á stöku stað í bardögum og að lýsendurnir mættu sýna manns eigin gæja meiri áhuga. En allt þetta er eitthvað sem mun lag- ast í UFC 2010, já hann er staðfestur. Kaupið þennan, pottþétt. Dóri DNA Bardagaleikjabylting James Brennan (Jesse Eisenberg) á von á frábæru sumri að lokinni út- skrift. Hann ætlar í ferðalag með vin- um sínum til Evrópu og hyggur svo á frekara nám. En skyndilega er hann staddur við skítastörf í skemmtigarði heimabæjar síns og námsdraumar hans eru í hættu vegna peningaleys- is. Það sem lýsir upp tilveru hans er dularfulla samstarfsstúlkan Em sem er leikinn frábærlega af Kristen Stew- art. Hittingar þeirra bera ekki tilætl- aðan ávöxt af ástæðum sem rekja má til hennar. Hún er að hitta giftan eldri mann og fjölskyldulíf hennar er í slæmu ástandi eftir fráfall móð- ur hennar. Viðbrögð Brennans við hennar hegðun eru síðan undarleg og grátbrosleg. Myndin kom ánægjulega á óvart eftir að hafa séð stikluna/treil- erinn sem gaf til kynna að hér væri á ferðinni einhver unglingaklisjudrulla. En það sama má reyndar segja um snilldarmyndina Juno sem á einmitt margt sameiginlegt með Adventure- land. Myndin er mjög hnitmiðuð og fer aldrei út af sporinu í frásögn sinni. Hún er vel skrifuð, eins og unnin upp úr dagbók, enda skilst mér að sagan sé byggð á ævi leikstjórans. Mynd- in gerist 1987 og strax þar sér maður reynsluna sem byggt er á. Við heyrum til dæmis öll réttu „eighties“ lögin en ekki bara Billboard frá þeim tíma og stíliseringu eftir Duran Duran-mynd- bandi. Við sjáum æðisleg vandræða- leg augnablik eins og þegar Brennan fær standara í sundi með Em og verð- ur eftir í lauginni til að fela það fyrir henni. Augnablik með Lou Reed, ljót- um bíl, jónum og kúbönsku rommi. Það er næmni þessara alvöru augna- blika sem er aðall myndarinnar. Kímnin er ekki sprenghlægileg þótt maður hlæi upphátt við og við. Kímni leikstjórans (sem gerði m.a. Super- bad) er svo sannarlega til staðar, en hún er lúmsk og afvegaleiðir ekki frá sögunni. Tívolístjórinn Bobby (Bill Hader) er sennilega dæmi um hið gagnstæða en flestir virðast samt hafa gaman af ýktri frammistöðu hans. Jesse Eisenberg leikur James Brennan frábærlega og af óvenjulegri næmni. Hér er komin ein af fáum banda- rískum unglingamyndum sem fjalla ekki um heiladauða ruðningsfyrir- liða og jafnvel heiladauðari klapp- stýrur, „góðu stelpuna“ og „nördið með bólurnar“. Þetta er athyglisverð og ánægjuleg sumarmynd um „nörd“ sem gera það besta úr lífinu án þess að ganga í Star Trek-búningi. Erpur Eyvindarson romm og jónur Adventureland Er óvenjuleg tilbreyting þar sem hér er á ferðinni amerísk ungl- ingamynd sem er laus við heiladauða. AdventurelAnd Leikstjóri: greg mottola Aðalhlutverk: jesse Eisenberg, ryan reynold og kirsten Stewart. kvikmyndir uFC 2009 unleAshed Tegund: Bardagaleikur Spilast á: PS3/XBOX 360 tölvuleikir UFC Unleashed Skuggalega flott grafík og æsispennandi bardagar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.