Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2009, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2009, Side 14
Miðvikudagur 7. október 200914 heilsaslysavegur breikkaður Frískandi og góður! EI N N , T V EI R O G Þ R ÍR 2 98 .0 46 Lífrænn Lífrænar mjólkurvörur Chakra nudd- og heilunarstofa Dalvegi 2, Sími 564-5803 Komdu heilsunni í lag... ...með ilmkjarnaolíunuddi, hefðbundnu nuddi, svæðameðferð, höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð, kínversku maganuddi, heilun • Ónóg neysla á vatni er lang- stræsta ástæðan fyrir þreytu yfir daginn. • 75% Bandaríkjamanna eru með krónískan ofþurrk. (Á sennilega við helminginn af heiminum, þar með talið Íslend- inga.) • Jafnvel vægur ofþurrkur getur hægt á brennslukerfi líkamans um 3%. • Niðurstaða úr einni könnun gef- ur til kynna að 8–10 glös af vatni yfir daginn gætu létt á bakverk og liðverkjum fyrir allt að 80% þol- enda. • Ef vatnið í líkamanum minnkar um aðeins 2% getur það valdið lélegu skammtímaminni, vand- ræðum við einfalda stærðfræði og vanda við einbeitingu við vinnu og lestur af tölvuskjá eða á prentuðu máli. • Að drekka 5 glös af vatni minnkar hættuna á krabbameini í þörm- um um 45%, auk þess að minnka hættu á brjóstakrabba um 79% og blöðrukrabbameini um 50%. • Drekkur þú jafnmikið vatn og þú ættir að gera á hverjum degi? Of lítið vatn veldur þreytu WWW.SVAR.IS SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 SKÓLATILBOÐ! ALLT AÐ 8 KLST RAFHLÖÐUENDING FÁST Í ÖLLUM REGNBOGANS LITUM Ávextir Og grænmeti Rífleg neysla grænmetis og ávaxta er talin minnka líkur á hjarta- og æða- sjúkdómum auk þess að geta dregið úr hættu á ýmsum tegundum krabba- meina, sykursýki og offitu. ætihvönn Ætihvönn, eða Angelica, er sögð auka þrek og kjark, draga úr streitu og vægu þunglyndi auk þess sem hún styrki forvarnir gegn kvefi og flensu. Hún er talin sérstaklega góð fyrir þá sem eru að ná sér upp úr veikindum. BlóðBerg Blóðbergið er mest notað gegn flensu og kvefi, sérstaklega lungnakvefi og öðrum lungnasjúkdómum þar sem þarf að eyða sýklum og losa um slím. Blóðberg er einnig talið gott við ýms- um meltingarsjúkdómum eins og maga- og garnabólgu. KjúKlingasúpa Kjúklingasúpa hefur verið kölluð nátt- úrulegt pensilín og lengi verið sögð allra meina bót. Heit kjúklingasúpa er sögð hreinsa stíflaðan öndunarveg og sökum mikilla næringarefna hleður hún líkamann af orku. Kryddaður matur Kryddaður matur, sérstaklega krydd- aður með hvítlauk og chilli, losar um stíflur. Indverskir réttir og mexíkansk- ir eru oft uppfullir af sterkum krydd- um sem talin eru góð. Radísur eru einnig taldar góðar. gulrætur Efni í gulrótum er talið minnka hættu á því að fólk fái krabbamein, sam- kvæmt breskri rannsókn. Í gulrótum er mikið af litarefninu karóten en það ummyndast yfir í A-vítamín í líkam- anum en A-vítamín er meðal annars mikilvægt fyrir sjónina og húðina. hvítlauKur Hvítlauksneysla er sögð styrkja ónæm- iskerfið. Margt bendir til að hann hafi einnig vírusdrepandi áhrif og er því tilvalinn í baráttunni gegn kvefi og inflúensu. Hann er mjög virkur gegn eyrnabólgum. Samhliða neysla stein- selju dregur úr lyktinni. glutathiOne Sumar rannsóknir gefa vísbending- ar um að þeir sem neyta Glutathi- ones hafa færri veirur í líkamanum en aðrir. Þetta er andoxunarefni sem finna má í öllu kjöti, flestu grænmeti og ávöxtum. safar Og heitir dryKKir Ferskir nýpressaðir ávaxta- og græn- metissafar eru uppfullir af vítamín- um og næringarefnum. Mikilvægt er að drekka mikinn vökva á meðan á veikindum stendur. Á meðal heitra drykkja má nefna grænt te, kamillu-, piparmyntu- og engiferte. C-vítamín Stórir skammtar af C-vítamíni eru taldir geta dregið úr einkennum kvefs og stytt þann tíma sem fólk er veikt. C- vítamín fæst meðal annars úr sítrus- ávöxtum, kartöflum og grænum papr- ikum og jarðarberjum. engifer Engiferte er talið gott gegn hósta og kvefi á byrjunarstigi. Fersk rótin er töframeðal gegn hósta og hita sem oft eru fylgifiskar kvefs og flensu. Bæði má úr engiferi útbúa drykki, súpur og jafnvel grænmetisrétti. sólhattur Sólhattur er sagður vinna gegn kvefi og flensu og hefur einnig gefist vel gegn hálsbólgu og eyrnabólgu hjá börnum. Hann er sagður styrkja ónæmiskerfið og vinna á sýklum án þess að skaða gerlagróður meltingarfæranna. sinK Talið er að sink komi í veg fyrir að veir- ur valdi sýkingum í öndunarfærum og getur stytt þann tíma sem flensa var- ir. Sink er helst að finna í lambakjöti, svínakjöti, hveitikími, ölgeri, eggjum, ostum, hnetum, fræjum, sjávarfangi, sojabaunum og grænmeti. grænt grænmeti Því grænna sem grænmetið er því meira inniheldur það af kalki og járni. Kalk er gott fyrir beinin en járn bindur súrefni í blóðinu og flytur það til vefja líkamans. Járn er talið sérlega mikil- vægt fyrir konur á barneignaraldri. OlíulaufþyKKni Olíulaufþykkni hefur fengið viður- nefnið pensilín nútímans fyrir það hversu vel það virkar á líkamann. Það er talið koma í veg fyrir fyrir kvef og flensur. Það er einnig virkt gegn streptókokkum og síþreytu og er talið styrkja ónæmiskerfið. eplaediK Hefur lengi verið talið töfralyf við ýmsum kvillum. Til dæmis gegn bjúg. Ein matskeið að morgni er að margra mati ómissandi fyrir líkama og sál. Eini ókosturinn er að eplaedik er ekki sérlega ljúffengt á bragðið. Hér að neðan eru nokkur dæmi um matvæli sem rannsóknir benda til að geti stuðlað að heilbrigði eða unnið gegn sjúkdómum og kvillum. Fæst hefur þó verið staðfest, með óyggjandi hætti, af vísindamönnum. húsrÁð mynd sxc.hu gegn flensu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.