Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2009, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2009, Side 23
Hver er maðurinn? „Ármann Harri Þorvaldsson, fertugur sagnfræðingur og rekstrarhagfræðingur.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Það var þegar ég fékk að sitja á stýrinu á reiðhjólinu hans pabba og hann hjólaði með mig.“ Hvað drífur þig áfram? „Fjölskyld- an og persónulegur metnaður.“ Varstu hlynntur eða andvígur Icesave-frumvarpinu? „Ég tel að við eigum að semja en hef ýmislegt út á Icesave-samninginn að setja.“ Hver er eftirminnilegasta bók sem þú hefur lesið? „Ævintýraeyj- an að sjálfsögðu.“ Hefur sagnfræðimenntunin komið að miklu gagni í störfum þínum í fjármálaheiminum? „Já, tvímælalaust. Sagnfræðimenntunin er mjög góður grunnur.“ Hver er aðalástæða þess að íslenska fjármálakerfið hrundi í fyrra að þínu mati? „Það er engin ein ástæða heldur margir samverk- andi þættir sem orsökuðu hrunið. En ef maður einfaldar var bankakerfið á íslandi allt of stórt miðað við burði ríkisins og Seðlabankans.“ Varðstu var við mikla spillingu í íslenska fjármálageiranum? „Nei, ekki spillingu en hins vegar margvísleg mistök.“ Er Gordon Brown hryðjuverka- maður í þínum augum? „Nei.“ Hvorir eru betri „live“, Duran Duran eða Tom Jones? „Tom Jones er meira fyrir minn smekk.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Hagstæð lausn Icesave-deilunnar, farsæl lausn á skuldastöðu heimila og fyrirtækja og nýr gjaldmiðill.“ Horfir þú einHvern tíma á evrópska sunnudagsbíóið á rúv? „Nei.“ RaGnaR Tómasson 70 Ára lögFrÆðINgur „Já, ég geri það stundum.“ BJöRk ERlInGsDóTTIR 43 Ára Sölumaður „Nei, aldrei.“ anna GuðJónsDóTTIR 47 Ára SkólalIðI „Nei.“ GuðRún sIGuRðaRDóTTIR 31 ÁrS HJúkruNarFrÆðINgur Dómstóll götunnar ÁRmann ÞoRValDsson er fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander í lundúnum sem varð gjalþrota í hruninu mikla fyrir ári. Ármann er þekktastur á Íslandi fyrir að hafa boðið upp á Duran Duran og Tom Jones í áramótaveislum hjá sér. Á dögunum kom út bók eftir hann þar sem hann segir frá sinni upplifun af góðærinu. Tom Jones meira fyrir minn smekk „aldrei.“ GuðBJöRG ÞóRa DaVÍðsDóTTIR 51 ÁrS lEIkSkólakENNarI maður Dagsins Á árunum 1993 til 2007 fimmföld- uðu 700 til 800 ríkustu fjölskyldur landsins hlut sinn í ráðstöfunartekj- um landsmanna allra. Þessar 700 til 800 fjölskyldur fóru úr 4 prósent- um í 20 prósent heildarráðstöfun- arteknanna. Á örlagatímum segist ríkisstjórn- in óhikað ætla að breyta skattkerf- inu til þess að auka jöfnuð og rétt- læti í samfélaginu. „Þar er um mikla stefnubreytingu að ræða frá stjórn- artímabili Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi byrjun vikunnar. Án þess að nokkur tæki eftir því sérstaklega var víglínan dregin í ís- lenskum stjórnmálum á Alþingi síðastliðið mánudagskvöld. Þetta kvöld kaus Ögmundur Jónasson að sitja heima og hæla andspyrnu Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar gegn ofangreindum áformum ríkis- stjórnarinnar. Ekki að Framsóknarflokkurinn skipti öllu máli, því víglínan var dregin milli Sjálfstæðisflokksins og stjórnarflokkanna, meira að segja óháð leit Ögmundar að grundvall- arlögmáli þingræðisins. leitað að matarholum Línan var dregin þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins mótmæltu hvers kyns skattahækkunum en buðu þess í stað skattlagningu ið- gjalda í lífeyrissjóði landsmanna. Ekki máttu þeir heyra það nefnt að nauðsynlegt væri að hækka skatta til að rétta við ríkissjóð sem riðið var á slig með bankahruninu fyrir ári. Mest af öllu óttast þeir áform um aukinn jöfnuð og réttlæti með til- styrk skattkerfisins. Sannleikurinn er sá að hugmynd- ir um að afla 40 milljarða króna á ári í ríkissjóð með því að skattleggja ið- gjöld um leið og þau berast lífeyris- sjóðum er eins og inngangskaflinn í kokkabók hægrisinnaðra banda- rískra repúblíkana sem ævinlega hafa velt byrðum samfélagsins yfir á herðar launamanna og fátæklinga þegar þeir hafa fengið aðstöðu til. Þarna gengur aftur hugmyndin um að aldrei nokkru sinni megi skattleggja ríka eða fyrirtæki því þannig taki fyrir vilja kaupsýslu- manna til fjárfestinga og þannig sogi ríkið til sín fé sem annars færi til að skapa atvinnu og auk- in umsvif á markaði. Í grein í Morgunblað- inu 30. september er þessi skattlagning lífeyris kölluð ein- föld og sársauka- laus leið. Með þessar hug- myndir fer Bjarni Bene- diktsson, formaður flokksins, fram í þinginu. Kutarnir eru brýnd- ir. Það má aldrei verða að skattar hækki á fyrirtæki og efnafólk. Sum- ir skattar eru betri, svo sem eins og að skattleggja lífeyri launafólks til að bjarga ríkissjóði og velferðarkerf- inu. Þetta er ein útgáfan af hamfara- kapítalisma frjálshyggjudrengjanna frá Chicago sem Bjarna er svo töm í munni. launamenn borga alltaf brúsann En gleymir ekki Bjarni formaður, frændur hans og flokkssystkin, að 40 milljarðar króna, sem af lífeyris- sjóðunum yrðu tekn- ir í ríkissjóð, er ekki samtímis hægt að verja í fjárfestingar og ávöxtun í atvinnulífinu? Er ekki jafnframt dagljóst að hættan eykst á skerðingu lífeyris því meir sem ríkið tekur af honum fyrir- fram í formi skatta? Ástæðulaust er að láta blekkjast af þessum fagurgala á hægrivæng íhaldsaflanna. Þótt sú stefna hafi náð sínum hæstu hæðum í hamfar- akapítalisma Bush-stjórnarinnar að láta almenning og fátæklinga ævin- lega borga brúsann er hugmyndin miklu eldri og þarf ekkert að koma á óvart. Árið 1936 skrifaði Halldór Lax- ness eftirfarandi í Dagleið á fjöll- um: „Í leitinni að einhverjum sam- komulagsgrundvelli hefur verið gripið til þess örþrifaráðs, að kuðla saman hinum tveim prinsípum al- menningsrekstursins og einkarekst- ursins. Árangurinn er eins og við var að búast. Það hefur verið fram- kvæmd kerfisbundin þjóðnýtíng - á skuldum einstaklíngsframtaksins. Almenníngsfé er látið standa undir tapi séreignarfyrirtækja, bæði stórra og smárra, þúsundum saman, til sjós og lands.“ Kannast einhver við aðferðirnar úr bankahruninu 2008? Spurningin nú er aðeins þessi: Heldur Ögmundur Jónasson og fylgismenn hans í VG svo fast við þá grundvallarreglu að verða ekki viðskila við samvisku sína, að þeir kasti á glæ tækifærinu til þess að auka jöfnuð og réttlæti í þjóðfélaginu í samvinnu við Stein- grím J. Sigfússon og Jóhönnu Sig- urðardóttur? Víglína stjórnmálanna hefur verið dregin kjallari mynDin 1 Glaumgosi ákærður fyrir handrukkun glaumgosinn Birgir Fannar Pétursson hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og frelsissviptingu. 2 Ásdís Rán fær jeppa frítt Ofurmódelið Ásdís rán gunnarsdóttir þurfti að skila bílnum sínum um síðustu helgi. Hún fékk afnot af jeppa í mánuð. 3 „Þetta er bara þjófnaður“ Bergur karlsson borgaði árum saman iðgjöld til Tryggingamiðstöðvarinnar í samræmi við brunabótamat á húseign sinni í Bolungarvík. Eftir að húsið brann neitaði tryggingafélagið að greiða honum bætur í samræmi við samning þeirra. 4 „Gengisfella trúverðugleika blaðsins“ Birgir guðmundsson undrast mjög vinnubrögð óskars magnússonar, útgefanda morgunblaðsins, sem lét yfirfara tölvupósta starfsmanna. 5 með brunasár eftir breska snyrtivöru – myndir Dancing with the Stars-stjarnan kelly Osbourne, 24 ára, þjáist nú af brunasárum í handakrika og á maganum. 6 Þór saari valtar yfir Ríkisendurskoðun Þór Saari, Hreyfingunni, segir að ríkisendurskoðun vinni ekki vinnuna sína. 7 stjórnarkreppa í kreppunni aðeins kraftaverk getur úr þessu bjargað ríkisstjórninni frá falli. mest lesið á DV.is JóHann Hauksson útvarpsmaður skrifar „Almenningsfé er látið standa undir tapi séreign­ arfyrirtækja, bæði stórra og smárra, þúsundum saman, til sjós og lands.“ umræða 7. október 2009 miðvikudagur 23 Er ekki hægt að lyfta þessari umræðu á hærra plan? Stemningin á þingpöllum var á köflum frekar dauf á meðan umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fóru fram og ekki annað að sjá en sumum áheyrendum leiddist beinlínis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.