Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2009, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2009, Side 29
Húsnæði GistinG Gista.is Bjóðum upp á gistingu á besta stað í bænum og 2 og 3 herbergja íbúðir, fullbúnar húsgögnum og uppbúnum rúmum. Internet-tenging er til staðar. S. 694 4314. www.gista.is. » Smáauglýsingar Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is þjónustuauglýsingar á m i ðv i k u d e g i Hvað Heitir lagið? „Hér er klappstýra sem vill hjálpa mér með ritgerðina, ég læt hana um alla vinnuna og nauðga henni kannski á eftir.“ snaran endurútgefin Skáldagan Snaran eftir Jakobínu Sigurðardóttur hefur verið ófáanleg um árabil en kemur nú út í Klass- íska kiljuklúbbi Forlagsins. Sagan vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 1968 en í henni erum við stödd í óljósri framtíð. Stóriðja er helsti atvinnuvegurinn og erlent fjármagn og vinnuafl hefur flætt inn í landið. Nöpur ádeila sögunnar kemur ekki síst fram í mannlýsingu sögumanns- ins, sópara í verksmiðju, orðum hans, skoðunum og viðbrögðum. Jakobína var lengst af ævinnar hús- móðir í Garði í Mývatnssveit. Þrjár skáld- sagna henn- ar, Dægurvísa, Snaran og Lif- andi vatnið, voru valdar sem fram- lag Íslands til Bókmennta- verðlauna Norðurlanda- ráðs. eitt magnað- asta skáld- verk 20. aldar Skáldsagan Meistarinn og Margaríta er af mörgum talin eitt magnaðasta skáldverk 20. aldar. Bókin er nú komin út í Klass- íska kiljuklúbbi Forlagsins. Sat- an sjálfur er kominn til Moskvu í líki galdramannsins Wolands ásamt afar skrautlegu fylgdarliði sínu. Jafnframt er í bókinni sögð ástar- og harmsaga Meistarans, rithöfundar sem lokaður er inni á geðveikrahæli, og ástkonu hans Margarítu. Mikahíl Búlgakov hóf að skrifa Meistarann og Marga- rítu árið 1928 og hélt því áfram til dauðadags árið 1940. Sagan kom ekki út fyrr en rúm- um aldar- fjórðungi síð- ar og tryggði höfundi sínum þá þegar sess sem ein- um helsta meistara rússneskra bók- mennta. Heimildamynd Felix spannar tímabil- ið frá hruni íslenska fjármálakerfisins og þar til þáverandi ríkisstjórn spring- ur undan þrýstingi almennings. Þetta voru rosalegir tímar, eitthvað sem ís- lenska lýðveldið hefur tæplega séð fyrr. Fylgst er með venjulegum Íslend- ingum bogna undan skuldunum og grípa til örþrifaráða. Útrásarvíking- arnir eru teknir tali sem og þáverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde. Það vinnur klárlega með myndinni að Felix sé búsettur í Svíþjóð og verði fyr- ir takmörkuðum áhrifum lítils sam- félags þar sem allir þekkjast og eru skyldir. Einnig er myndin mikið til unnin fyrir erlent fjármagn sem gerir hann óháðari en ella. Mikið hefur verið gert úr því hvernig Felix notaði leynilega upp- tekið efni í viðtölum við hina föllnu kónga. Menn ættu aldrei að rugla því saman þegar átt er við venjulegt fólk annars vegar og þá sem valdið hafa hruni samfélags hins vegar. Slíkt tíðk- ast mikið við heimildamyndagerð og er oft eina leiðin að valdamönn- um dagsins í dag. Þessir viðmælend- ur birtast hver á fætur öðrum eins og vondu kallarnir í Batman. Fyrst Geir H. Haarde með gervilega „Joker“ brosið sem hann setti upp í þjóðará- varpinu víðfræga. Björgólfur, ásamt lúpulegum aðstoðarmanni, labbar inn í fráhnepptri skyrtu eins og maf- íósi frá Vladivostok. Hann hefur fas „Riddlersins“ þegar hann útskýrir muninn á sinni hagfræði og marxískri og gerir auk þess lítið úr vægi Icesave- klúðursins. Bjarni Ármanns reynir að virka alþýðlegur þar sem hann sinn- ir tilgerðarlega landbúnaðarstörfum. Firring hans er alger þar sem hann ræðir hvernig hann hafi unnið með það háar fjárhæðir að hann skynji ekki verðmæti peninganna og sjái tölur sem „táknmyndir“. Mikil er firr- ingin og óborganleg. Maður spyr sig: Hverjum datt í hug að gefa þessum mönnum lyklavöldin? Engin eru svörin úr þeirri átt enda þorði Davíð Oddsson ekki í skilyrðis- laust viðtal frekar en fyrri daginn. En í lok dags vildi maður fá miklu stærri hluti út úr þessum viðtölum. Það vant- ar harðari spurningar. Felix er með þá í snörunni en spyr spurninga of al- menns eðlis. Mjög vont þar sem út- rásargosarnir passa sig klárlega næst og það flækir málið talsvert fyrir þá sem reyna opinberlega að fá nokkuð upp úr þeim aftur. Það sem myndin gerir hins vegar frábærlega er að sýna áhrif hrunsins á venjulegt fólk. Þjark- urinn Sturla Jónsson vörubílstjóri er nauðsynlegur sem hinn dæmigerði íslenski borgari sem byggði myndar- legt bú með lánum sem allir sögðu að væru í lagi. Hinn viðkunnanlegi son- ur Geirs Jóns, sem er líka lögregla og hvítasunnumaður, er líka meiriháttar innlegg. Hæstu hæðir myndarinnar eru Kryddsíldarviðtalið, dramatískt og frábærlega samsett. Einn talsmanna mótmælenda, Eva „norn“ Hauksdótt- ir, er frábærlega skýr og setur hlut- ina í stærra samhengi. Svipmyndir úr mótmælum eru síðan í næmum fókus. Til dæmis þar sem einmana- leg hvítliðasveit konjaksfulls seðla- bankahagfræðings stuggar við ungri stelpu meðan bústinn bróðir hans kallar ókvæðisorð úr Gúttóslagnum. Einn viðmælandi gerir við net og tal- ar um að það vanti fleiri löggur eins og Sæma rokk sem gat talað fólk til. Geir Jón sést hér komast ansi nálægt því. Hálfkláraðar byggingar yfir þjóð- legri, dramatískri og kraftmikilli tón- list Hilmars Arnar Hilmarssonar veita manni gæsahúð. Myndin grípur líðan fólks sem í fyrsta skipti á ævinni fer út og mótmælir ríkisstjórn sem neit- aði að horfast í augu við eigin gjörðir. Hér er á ferðinni ómetanlegt mynd- efni í tímamótamynd sem klárar samt ekki dæmið. Eins og einn sýningar- gesta hafði á orði: „Þetta er frábær forréttur.“ Íslendingar eiga von á fleiri þungavigtarmyndum um hrunið svo það er óhætt að segja: „You ain‘t seen nothing yet.“ Erpur Eyvindarson fókus 7. október 2009 miðvikudagur 29 svar: Bobby Brown Goes Down með Frank Zappa Smáauglýsingasíminn er smaar@dv.is 515 55 50 Guð blessi Ísland Leikstjóri: Helgi Felixson Heimildarmynd kvikmyndir frábær forréttur Eins og skúrkar í Batman- mynd „Hann hefur fas „Riddlersins“ þegar hann útskýrir muninn á sinni hagfræði og marxískri og gerir auk þess lítið úr vægi Icesave-klúðursins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.