Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2009, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2009, Side 8
8 þriðjudagur 20. október 2009 fréttir Garðar Helgi Magnússon lögreglu- maður hefur verið ákærður fyrir lík- amsárás í starfi og fyrir að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við hand- töku. Garðar er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu en ríkislögreglustjóri hefur til skoðunar hvort honum verði vikið tímabundið úr starfi vegna málsins. Búast má við niðurstöðu á næstu dögum. Ríkissaksóknari höfðar málið gegn Garðari og verður það þing- fest á fimmmtudag. Áverkar eftir handtöku Garðar Helgi er sakaður um að hafa beitt pilt um tvítugt harðræði við handtöku. Morgunblaðið greindi frá málinu í ársbyrjun og ræddi við móður piltsins. Hann var handtek- inn eftir að hafa brúkað munn við lögreglumenn fyrir utan skemmti- stað í miðbæ Reykjavíkur. „Hann lá á maganum á gólfi bílsins og gat sig hvergi hreyft því lögreglu- maður hélt honum niðri með því að leggja þunga á höfuð hans og háls til skiptis með hnjánum. Auk þess var lögreglukylfa sett undir handjárnin og lyft upp. Þannig kom mikil spenna á axlir hans,“ sagði móðir hans í sam- tali við Morgunblaðið í janúar. Því næst hafi honum verið ekið út á Granda þar sem hann var skilinn eftir. Pilturinn var með áverka eftir handtökuna, glóðarauga, sár í and- liti og mar. Beðið ákvörðunar Hjá ríkislögreglustjóra fengust þær upplýsingar að þegar málið kom fyrst upp hefði verið tekin ákvörðun um að halda Gunnari Helga í starfi þar til ríkissaksóknari hefði lokið sinni rannsókn. Þá yrði málið end- urskoðað. Málið er nýlega komið aft- ur inn á borð ríkislögreglustjóra þar sem ákveðið verður á næstu dögum hvort Gunnari Helga verður vikið frá störfum á meðan málið er fyrir dóm- stólum. Lögreglan hefur heimild til vald- beitingar en er skylt að beita ekki meira valdi en aðstæður krefjast. Slysaðist í lögguna Garðar Helgi hefur starfað sem lög- reglumaður í áratug. Hann var í við- tali við DV nýverið þar sem hann lýsti því hvernig dagur í lífi lögreglumanns gengur fyrir sig. Þar sagðist hann eig- inlega hafa slysast í starfið. „Ég var í vinnu og átti erfiðan dag. Ég vaknaði úrillur og fannst vinnan leiðinleg og langaði að prófa eitthvað nýtt. Svo heyrði ég að það vantaði í lögguna þar sem ég var. Allt í einu var ég bara kominn í lögguna. Bara upp á djókið. Ég var ekki með neina löggu- drauma þegar ég var krakki. Ég hafði aldrei neinn áhuga á lögreglunni og ætlaði ekki í lögregluna. En allt í einu var ég kominn í lögguna og ég er hérna enn þá,“ sagði Garðar. Mætir vanvirðingu Garðar Helgi sagði blaðamanni frá því að honum og fjölskyldu hans hefði verið hótað af því hann er lög- reglumaður. Hann upplifir mikla vanvirðingu í garð lögreglunnar. „Að sjálfsögðu brá mér fyrst þeg- ar ég byrjaði sem lögga. Hverjum myndi ekki finnast það óeðlilegt að vera kominn í vinnu og fólk drullar yfir þig og segist ætla að lemja eða drepa þig og fjölskylduna þína? Og finnst það bara allt í lagi. Því þú ert bara lögga,“ sagði hann í samtali við DV. „Ég fór í þessa vinnu og ég er í þessari vinnu til að hjálpa fólki. Ég er ekki að fá útrás fyrir einhverja valda- fýsn,“ sagði Garðar. Ekki náðist í Garðar Helga við vinnslu fréttarinnar. Lögreglan að störfum Handalögmál við handtöku. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Mynd róBert reyniSSon LÖGREGLUMAÐUR ÁKÆRÐ- UR FYRIR LÍKAMSÁRÁS „Ég er ekki að fá útrás fyrir einhverja valda- fýsn.“ erLa HLynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru gegn lögreglumanninum Garðari Helga Magnússyni. Hann er sakaður um að hafa beitt óhóflegu valdi við handtöku tví- tugs pilts. Ríkislögreglustjóri hefur til skoðunar hvort Garðari Helga verður vikið frá störfum á meðan málið er fyrir dómi. Sleppt eftir yfir- heyrslur í man- salsmáli Ekki verður krafist gæsluvarð- halds yfir manni sem handtek- inn var í fyrradag vegna rann- sóknar á ætluðu mansali en hann var yfirheyrður í gær og látinn laus í kjölfarið. Yfirheyrsl- ur fóru fram í málinu í gær og ýmis gagnaöflun. Áfram er unn- ið að rannsókninni af fullum þunga en hún er á viðkvæmu stigi og vill lögregla ekki tjá sig frekar um hana að sinni. Hrakinn hund- ur á Holta- vörðuheiði Vegfarandi sem átti leið um Holtavörðuheiðina kom með Border Collie-hund á lögreglustöðina á Ísafirði á laugardag. Hundinn hafði hann fundið uppi á Holta- vörðuheiði, blautan og hrak- inn. Hundurinn var ekki með nein merki, þannig að ekki er vitað um eiganda. Lögreglan á Ísafirði lýsir eft- ir eiganda hundsins og eru þeir sem geta gefið einhverj- ar upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 450 3730. Lamb í fundarsal bæjarstjórnar Lögreglan á Vestfjörðum fékk heldur óvenjulegt mál inn á borð til sín síðastliðinn þriðju- dag. Einhver setti ómarkaða lambgimbur inn í fundarsal bæjarstjórnar Vesturbyggðar á Patreksfirði. Ekki er vitað hver var þar að verki, eða hver til- gangurinn var. Greiðlega gekk að handsama lambið og voru gerðar viðeigandi ráðstafan- ir þegar um ómarkað fé er að ræða. 1200 sóttu um 50 flugfreyjustörf Mikil ásókn er í störf flugfreyja og -þjóna hjá Iceland Express. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þegar hafi borist hátt í 1.200 umsóknir en reiknað er með að ráðið verði í 50 störf vegna aukinna umsvifa. Um- sóknarfresturinn átti að renna út í dag en vegna mikillar ásóknar hefur verið ákveðið að fram- lengja frestinn til og með næsta fimmtudegi. Þrátt fyrir að skila mettapi sem stjórn- arformaður Íslenska lífeyrissjóðs- ins og vera settur af sem slíkur vegna rannsóknar hjá sérstökum saksókn- ara um meint lögbrot bauð Ingólfur Guðmundsson viðskiptafræðingur sig aftur fram til stjórnarsetu hjá sjóðn- um. Hann var einn tuttugu og þriggja umsækjenda sem kepptu um sex laus stjórnarsæti og var í gærkvöld kjörinn varamaður í stjórn til næstu tveggja ára. Á síðasta ári skilaði Íslenski lífeyr- issjóðurinn, sem var þjónustaður af Landsbankanum, afar neikvæðri rau- návöxtun, eða tapi upp á rúm 30 pró- sent. Útkoman er talsvert yfir meðal- tapi annarra lífeyrissjóða og heimildir DV herma að fjölda sjóðsfélaga mis- bjóði framboð fyrrverandi stjórnarfor- mannsins. Í kjölfar slæmrar afkomu og grunsemda Fjármálaeftirlitsins um lögbrot í starfsemi sjóðsins var Ingólfi vísað úr starfi og sérstökum saksókn- ara falið að rannsaka hvort hann hefði brotið lög, í félagi við samstarfsmenn sína í stjórninni. Sú rannsókn er enn í gangi og niðurstöður liggja ekki fyrir. Engu að síður bauð Ingólfur sig aftur fram til stjórnarsetu. Lára Júlíusdóttir, lögfræðingur og tilsjónarmaður Íslenska lífeyrissjóðs- ins, staðfestir að Ingólfi, ásamt allri stjórn sjóðsins, hafi verið vikið úr starfi vegna rannsóknar á hugsanlegum lög- brotum. Aðspurð vill hún ekki tjá sig um hvort framboð hans sé óeðlilegt og bendir á að það sé sjóðsfélaga að velja í stjórnina. „Ef þeir sjá að einhver hef- ur tapað öllum þessum peningum er það þeirra að velja og hafna. Þeir eiga völina og kvölina. Maður skyldi ætla að horft sé til þessarar afkomu,“ segir Lára. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, við- urkennir að afkoma sjóðsins hafi ekki verið góð í fyrra. Hann segir þó mikil- vægt að skoða afkomuna til lengri tíma litið. „Þetta er auðvitað afar slæm af- koma og almennt hafa aðrar eins tölur og í fyrra ekki sést. Við verðum að huga að ávöxtun til lengri tíma litið því það getur verið erfitt að skoða mjög þröngt tímabil. Miðað við meðalávöxtun sjóð- anna eru þetta hins vegar ekki glæsi- legar tölur,“ segir Hrafn. trausti@dv.is Fyrrverandi stjórnarformaður Íslenska lífeyrissjóðsins varamaður í stjórn: Bauð sig fram þrátt fyrir mettap Lífís Íslenski lífeyrissjóðurinn var þjónustaður af Landsbankanum en síðar færður í hendur tilsjón- armanns eftir mettap í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.