Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Síða 2
2 FRÉTTIR 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Höfuðstöðvar erfðatæknifyrirtækis ins Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlu- götu 8 í Vatnsmýrinni eru í eigu eign- arhaldsfélags í skattaskjólinu Tortóla sem heitir Tenco Holding Services SA. Fasteignafélagið S-8, sem á húsið, er í eigu Tenco, samkvæmt ársreikningi S-8 fyrir árið 2008. Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri S-8 ehf. heitir Jó- hann Halldórsson. Hann er lögfræð- ingur að mennt og bauð sig fram til stjórnlagaþings fyrir skömmu. Húsið er rúmir 15.000 fermetrar og er fasteignamat þess rúmir 3,6 millj- arðar króna. Heimildir DV herma að Íslensk erfðagreining borgi um 5 millj- ónir dollara, um 570 milljónir króna, í leigu fyrir húsið á hverju ári. Íslensk erfðagreining er með leigusamning til 2020 við S-8 vegna hússins. Einhverjar deilur hafa komið upp á milli Jóhanns og Íslenskrar erfðagreiningar vegna leigunnar sem Jóhann setur á húsið en hún þykir í hærra lagi, samkvæmt heimildum DV. Húsið hefur verið í eigu S-8 síðan árið 2005 en þar áður var það í eigu eignarhaldsfélagsins Festingar ehf., fasteignafélags sem var í eigu Ólafs Ól- afssonar, fjárfestingafélagsins Sunds, fjárfestingafélags í eigu Jóns Kristjáns- sonar og Páls Þórs Magnússonar, og Kristjáns Loftssonar. Jóhann var fram- kvæmdastjóri Festingar áður en hann varð framkvæmdastjóri S-8. Í ársreikn- ingi S-8 árið 2005, fyrsta árið sem S-8 var til, var Jóhann Halldórsson skráð- ur sem eini hluthafi félagsins. Í árs- reikningnum segir: „Í árslok 2005 átti einn hluthafi, Jóhann Halldórsson, allt hlutafé í félaginu.“ Í ársreikningi fyrir árið 2007 færist eignarhaldið á hlutafé S-8 frá Jóhanni og yfir á Tenco Holding á Tortóla. Deilt um eignarhaldið Heimildir DV herma að upp hafi kom- ið deilur á milli eigenda Festingar og Jóhanns um eignarhaldið á hús- inu árið 2005. Átök höfðu átt sér stað í Festingu á milli Ólafs Ólafssonar og annarra hluthafa félagsins um yfirráð- in í félaginu sem enduðu með því að Ólafur stóð einn eftir sem eigandi. Það var í kjölfar þessara deilna á milli hlut- hafanna sem Jóhann eignaðist hús Ís- lenskrar erfðagreiningar einn en hann hafði verið framkvæmdastjóri Fest- ingar vegna tengsla sinna við Pál Þór Magnússon í Sundi. Jóhann var því í reynd starfsmaður Sunds. Jóhann var jafnframt sá sem var hvatamaðurinn að því að Festing keypti húsið en ein af ástæðunum fyr- ir því voru tengsl hans við Tómas Sig- urðsson, þáverandi lögmann hjá Ís- lenskri erfðagreiningu. Tómas var meðal annars stjórnarmaður í félaginu Vetrargarðinum ehf. sem keypti hús Ís- lenskrar erfðagreiningar af fyrirtækinu árið 2001 og sem átti húsið þar til það var selt til Festingar árið 2005. Sama ár var húsið svo selt áfram til S-8, félags Jóhanns. Heimildir DV herma að hugmynd Sunds hafi verið sú að eignast hús Ís- lenskrar erfðagreiningar í kjölfar deiln- anna innan Festingar. Jóhann tryggði sér hins vegar lánafyrirgreiðslu, lík- lega hjá Sparisjóðabankanum, til að kaupa húsið út úr Festingu einn og án þátttöku þeirra. Heimildir DV herma að Jóhann hafi greitt um 3,5 milljarða fyrir húsið, þar af voru um þrír millj- arðar í formi yfirtöku skulda og um hálfur milljarður var tekinn að láni. Í veðbandayfirliti hússins kemur fram að Guðmundur Hjaltason, sem sat í stjórn Festingar fyrir hönd Ólafs Ólafs- sonar, og Jón Þór Hjaltason hafi veitt Jóhanni umboð fyrir hönd Festingar til að selja húsið. Jóhann keypti húsið svo sjálfur. Síðan húsið skipti um eigendur árið 2005 hafa fyrrverandi eigendur húss- ins tekist á um það við Jóhann hvern- ig húsið endaði hjá honum. Deilurnar um eignarhaldið á húsinu fóru þó ekki svo langt að enda fyrir dómi þótt þær hafi verið ansi harðar. Eftir því sem DV kemst næst voru kaup Jóhanns á hús- inu fullkomlega lögleg, enda snérust deilurnar um kaupin á því ekki um lögmæti viðskiptanna. Jóhann hefur að mestu verið búsettur á Ítalíu eftir að þetta gerðist. Eignarhaldsfélagið Festing er enn- þá til og er að öllu leyti í eigu Kjalars. Félagið tapaði nærri 3,5 milljörðum króna í fyrra og er eiginfjárstaða þess neikvæð um rúm 10 prósent. Neitar að gefa upp eigendurna DV hafði samband við Jóhann til að spyrja hann um eignarhaldið á hús- inu og hvernig það endaði í eigu hans. Jóhann var ekki fús til að veita upp- lýsingar um núverandi eiganda húss- ins. Brot úr samtali blaðamanns og Jó- hanns fer hér á eftir. Blaðamaður: „Mig langaði að spyrja þig um eitt. Hús Íslenskrar erfðagreiningar er í þinni eigu, er það ekki rétt?“ Jóhann: „Um hvað snýst málið?“ Blaðamaður: „Það snýst um hús Ís- lenskrar erfðagreiningar.“ Jóhann: „Ertu að skrifa einhverja frétt um það?“ Blaðamaður: „Ég er að hringja í þig til að spyrjast fyrir um húsið. Svo met ég hvort tilefni er til að skrifa frétt um húsið eða ekki.“ Jóhann: „Hvert er tilefnið?“ Blaðamaður: „Að kanna eignar- haldið á húsinu. Þú átt húsið, er það ekki?“ Jóhann: „Það er í eigu félags sem heitir S-8.“ Blaðamaður: „Og S-8 er í eigu Tenco Holdings Services SA.“ Jóhann: „Nei, reyndar ekki.“ Blaðamaður: „Jú, samkvæmt árs- reikningi.“ Jóhann: „Ja, það eru bara gamlir ársreikningar.“ Blaðamaður: „Hver á þá félagið í dag?“ Jóhann: „Þú sérð það bara þegar þú sérð ársreikninga félagsins þegar að því kemur.“ Blaðamaður: „Af hverju viltu ekki segja mér það?“ Jóhann: „Ég sé bara ekki að það komi þér nokkurn skapaðan hlut við, það er bara ósköp einfalt.“ Blaðamaður: „Er húsið ekki í þinni eigu?“ Jóhann: „Nei.“ Blaðamaður: „Hver á það þá?“ Jóhann: „Þú verður bara að finna út úr því sjálfur.“ Þegar Jóhann er spurður að því hvernig hann hafi eignast hús Ís- lenskrar erfðagreiningar segir hann að spurningin eigi ekki við þar sem hann eigi ekki húsið. Þegar blaðamað- ur bendir Jóhanni á að hann hafi verið skráður fyrir öllu hlutafé í S-8, eiganda hússins árið 2005, spyr hann hvert tilefni fyrirspurnarinnar sé. „Hvert er tilefnið að fyrirspurninni?“ Jóhann segir að húsið sé ennþá í eigu S-8 en að nýir hluthafar hafi komið að S-8. „Það er breytt eignarhald á því; það er í eigu ýmissa félaga.“ Segist hafa keypt húsið Jóhann segist hafa eignast húsið þannig að hann hafi keypt það af Fest- ingu á sínum tíma. Hann minnir að kaupverðið hafi verið um 3,4 milljarð- ar króna. „Það er ekkert flókið mál. Ég var framkvæmdastjóri Festingar sem keypti húsið upphaflega af Íslenskri erfðagreiningu. Þegar því félagi var slitið í tengslum við uppskipti sem áttu sér stað í gegnum Ker. Eignarhaldsfé- lagið Festing var systurfélag Kers. Þá var þessu skipt, öllum eignunum, upp á meðal hluthafanna. Þetta var eign sem tilheyrði engum af hluthöfunum og þess vegna varð hún út undan og ég keypti eignina þegar ég lét af störf- um hjá félaginu. Húsið tilheyrði eng- um af þessum blokkum sem upphaf- lega mynduðu Ker. Upphaflega var fasteignafélagið samsett úr ýmsum rekstrarfélögum sem voru í eigu hlut- hafa Kers, meðal annars Ólafs Ólafs- sonar og Sunds,“ segir Jóhann. Heimildir DV herma að þessi út- gáfa Jóhanns af því hvernig hann eignaðist húsið komi ekki alveg heim og saman við skoðanir fyrrverandi hluthafa Kers á viðskiptunum, líkt og greint var frá hér að framan. Fimm milljarða skuldir Heildarskuldir S-8 nema tæpum fimm milljörðum króna samkvæmt ársreikningi fyrir 2008. Rúmir fjórir milljarðar af skuldum félagsins eru við Landsbanka Íslands en um 800 millj- óna skuldir eru við Sparisjóðabanka Íslands. Rekstrartap félagsins nam nærri 300 milljónum króna árið 2008 og var tapið aðallega tilkomið vegna gengismunar. Eigið fé félagsins var þó jákvætt um nærri 442 milljónir króna HÚS ERFÐAGREININGAR Í EIGU TORTÓLAFÉLAGS Deilur komu upp árið 2005 um eignarhaldið á húsi Íslenskr- ar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. Framkvæmdastjóri fasteignafélagsins sem átti húsið, Jóhann Halldórsson, var orðinn eini eigandi þess í lok árs. Jóhann hefur tekið sér dágóðan arð út úr eignarhaldsfélaginu síðan þá. Íslensk erfðagreining greiðir meira en hálfan milljarð króna í leigu á ári. Jóhann vill ekki gefa upp núverandi eigendur hússins en samkvæmt Lánstrausti er það skráð á Tortóla. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Frambjóðandi Jóhannbauðsigfram tilstjórnlagaþingsfyrirskömmu.Hanner stjórnarformaðurogframkvæmdastjóri íslenskafélagsinssemerskráðfyrirhúsinu. Reiða fram hálfan milljarð KáriStefánssonforstjóriogfélagarhanshjáÍslenskri erfðagreininguþurfaaðreiðaframum5milljónirdollara,rúmanhálfanmilljarðkróna, íleigufyrirhúsiðviðSturlugötuáhverjuári. Fyrrverandi eigandi ÓlafurÓlafsson, kenndurviðSamskip,varmeðaleigenda hússinsþegareignarhaldsfélagiðFesting áttiþaðfyrirárið2005.Deilurkomuupp ámillihluthafaFestingarogJóhannseftir eigandaskiptin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.