Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 42
Jójó í útrás 42 fólkið 8. desember 2010 miðvikudagur rakel árnadóttir: Brast í grát Sara María Júlíudóttir, eigandi verslunarinnar Forynju á Laugavegi, þrykkir hjörtu á boli sem hún selur til styrktar Helgu Sigríðar Sigurð- ardóttur sem flutt var með hraði til Gautaborgar eftir að hún fékk veiktist hastarlega í sundtíma. Á mánudag var Helga Sigríður vakin og tekin úr öndunarvél og allar líkur eru á því að hún komi heim til Íslands á næstu dögum. Meðferðin felur í sér mikinn kostnaðarauka fyrir fjölskyldu Helgu Sigríðar og því fannst Söru Maríu tilvalið að safna fé fyrir hana með þessum hætti. Móðirbróðir Helgu mætti til Söru og keypti nokkra boli. „Ég hreinlega brast í grát þegar hann kom hingað til mín,“ segir Sara María. Bolirnir þykja afar fallegir og fyrir þá sem vilja eignast einn slíkan þá er verðið 4.000 krónur. Bakar fyrir bágstadda Hrefna Sætran er landskunnur matgæðingur með hjartað á réttum stað en á sunnudaginn stóð hún í stórtækum bakstri fyrir verkefnið: Hjálp fyrir Fjölskylduhjálp. „Ég bakaði sjálf heima tvær sortir: engifer-chili piparkökur og súkkulaði kasjúhnetu- kökur,“ segir Hrefna. Ég fékk svo að- stoð félaga minna á veitingastaðnum mínum við að baka fleiri kökur og þá gerðumst við stórtæk. Við bökuðum kókos-kornflekstoppa og súkkulaði núggatkökur og fylltum fjórar 10 lítra fötur sem við síðan afhentum Fjölskylduhjálp. „Okkur fannst þetta ferlega gaman og þetta kom okkur í rétta jólaskapið. Ég hef áður bakað til góðs og hef í raun afar gaman að því en í fyrra þá bakaði ég smákökur fyrir barnadeild Hringsins. Íslenski götulistamaðurinn Jójó, sem margir þekkja úr Austurstræt- inu, er staddur í Austurríki um þessar mundir. „Ég gaf hjálparsam- tökum hérna þrjú lög og svo hjálp- aði ég félaga mínum að taka upp plötu,“ segir JóJó í samtali við DV en Jójó hefur skemmt fólki í miðbæn- um um áraraðir. Hann hefur jafnan leikið tónlist sína fyrir framan Ey- mundsson í Austurstræti og gætt miðbæinn lífi. „Ég spilaði líka á stórum mark- aði hérna í bænum og svo vilja þeir fá mig á flottasta hótelið hérna, Alpine Palace,“ segir Jójó sem geng- ur allt í haginn ytra. Svo vel reynd- ar að Jójó er ekki viss um hvenær hann snýr til baka til Íslands. „Ég er búinn að vera að spila aðeins á knæpunum og hótelunum fyr- ir Austurríkismanninn,“ segir Jójó sem segist vera löngu búinn að slá í gegn þar í landi líkt og hér á Íslandi. „Ég er í dúndrandi fjöri og þetta er rosalega gott og sterkt fólk hérna í Austurríki.“ Líkt og áður sagði hefur oft myndast mikil stemning í kringum kappann um helgar í Austurstræti og komst það til dæmis í blöðin árið 2008 þegar Eiríkur Hauksson, Eurovison-fari, stoppaði hjá Jójó og þeir sungu saman lagið River eftir Bruce Springsteen. Sannkall- að „Götuvision“ eins og Jójó kall- aði það. aðalsteinn@dv.is Úr austurstræti til austurríkis: Jójó Veit ekki hvenær hann kemur aftur heim. Rakel Árnadóttir fékk heilahimnubólgu þegar hún var 10 daga göm-ul sem leiddi til þess að hún fékk heilalömum. Hún er töluvert fötluð vegna veik- indanna og þarf á umönnun að halda. Rakel hefur um árabil haft brennandi áhuga á Eurovision- söngvakeppninni og er gangandi orðabók um allt það sem viðkem- ur henni. Hún gladdist því afar mikið um daginn þegar hún fékk að hitta einn eftirlætiskeppanda sinn, Alexander Rybak, á tónleik- um Björgvins Halldórssonar. „Ég á mjög erfitt með að fara á tónleika og fer ekki nema mig langi virki- lega til þess að fara,“ segir Rakel. „Ég keypti miðana á þessa tón- leika um leið og þeir voru boðnir til sölu og var síðan í sambandi við tónleikarahaldara og bað um að fá að hitta hann. Óskir mínar rættust og hann var bæði hlýlegur og al- mennilegur, þetta voru ekki nema fimm til tíu mínútur en það var nóg fyrir mig.“ Ósátt við Sylvíu Nótt Rakel hefur horft á hverja ein- ustu keppni síðan árið 1988 og á sér nokkra uppáhaldsflytjendur. „Carola, Johnny Logan eru ofarlega hjá mér. Auk þeirra eru til að mynda grísku flytjendurnir sem unnu árið 2005. En árið 2009 fannst mér líka sérlega skemmtilegt því lag Noregs í flutningi Alexanders Rybaks fang- aði huga minn um leið. Það stóð reyndar til að ég færi á keppnina en vegna óviðráðanlegra aðstæðna varð ekkert úr þeirri ferð.“ Þegar talið berst að því sem bet- ur mætti fara í keppninni sem slíkri segist Rakel ekki hafa getað tekið eitt slakasta útspil Íslands, Sylvíu Nótt, í sátt. „Ég hefði getað tekið hana í sátt ef leikkonan hefði komið fram í eig- in persónu, afslöppuð og eðlileg á blaðamannafundum fyrir keppn- ina. Hún hefði þá fengið meiri virð- ingu fyrir þennan gjörning. Annars verðum við að ráðast gegn þessari klíkumynd á keppninni sem ræður of miklu um úrslit hennar.“ Fékk að hitta Rakel Árnadóttir er með heilalömun og kemst sjaldan á tónleika. Hún hefur fylgst með Eurovision af ákafa síðan hún var lítil stúlka og er gangandi orðabók um keppnina. Alexander Rybak er einn uppáhalds- keppandi hennar og hún varð því afar glöð þegar hún fékk að hitta goðið sitt á tónleikum á Íslandi í vikunni. Alexander Rybak Hlýr og almennilegur Rakel og Alexander Rybak hittust baksviðs eftir tónleikana og fundurinn gladdi Rakel mikið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.