Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Síða 8
8 fréttir 8. desember 2010 miðvikudagur
Glitnir veitti ný lán upp á samtals
366 milljarða króna til ýmissa eign-
arhaldsfélaga frá því í janúar 2008 og
þar til bankahrunið skall á í lok sept-
ember það ár. Um var að ræða upp-
hæð sem nam um 20 prósentum af
öllum útlánum bankans. 62 prósent
þessara 366 milljarða lánveitinga voru
til tengdra aðila. Þetta er meðal þess
sem kemur fram í skýrslu sem franska
rannsóknarfyrirtækið Cofisys vann
fyrir embætti sérstaks saksóknara.
Cofisys tók þátt í rannsókninni á
falli íslenska bankakerfisins fyrir til-
stuðlan ráðgjafa sérstaks saksóknara,
Evu Joly, sem nú hefur látið af störf-
um hjá embættinu. Skýrslan barst
embætti sérstaks saksóknara fyrir
skömmu, samkvæmt heimildum DV.
Sá sem er skrifaður fyrir skýrslunni
heitir Jean Michel Matt og er hann
starfsmaður Cofisys. Skýrslan er dag-
sett 2. nóvember 2010 og er undirrit-
uð af Matt. Minnst var á nafn Matts í
tengslum við komu Evu Joly hingað til
lands fyrr á árinu og kom þá fram að
hann væri að rannsaka Glitni.
Endurskoðendur Glitnis fá skell
Eftir því sem DV kemst næst hef-
ur embætti sérstaks saksóknara ekki
unnið mikið með skýrsluna enn sem
komið er en hún verður notuð við
rannsóknina á málefnum Glitnis sem
farið hefur fram upp á síðkastið. Tit-
illinn framan á skýrslunni er: „Glitn-
ir banki hf. Investigation into the
ac counts and the auditor´s files. Re-
port to the special prosecutor.“
Ein af niðurstöðunum sem Matt
reifar í inngangi sínum að skýrsl-
unni er að í ljósi hennar sé ekki hægt
að draga aðra ályktun um starfsemi
Glitnis en að endurskoðendur bank-
ans, PriceWaterhouseCoopers, hafi
ekki sinnt starfi sínu sem skyldi þar
sem þeir hafi skrifað upp á reikninga
hans þrátt fyrir að ýmislegt athugavert
væri að finna í þeim. Meðal þess sem
Matt bendir á er að endurskoðendur
bankans hafi bókfært lán sem rýrn-
að höfðu í verði af ýmsum ástæðum,
meðal annars vegna stöðu lántakand-
ans, án þess að taka tillit til verðrýrn-
unar á lánum þessara aðila og einn-
ig að endurskoðendurnir hafi skrifað
upp skilgreiningar Glitnis á tengdum
aðilum í bankanum þrátt fyrir að þeir
hefðu átt að vita betur. „Af þessum
ástæðum er ekki hægt að komast að
annarri niðurstöðu en að endurskoð-
endurnir hafi ekki sinnt starfi sínu
samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.“
Lánað þrátt fyrir erfiðleika
Í skýrslunni, þar sem víða er farið afar
hörðum orðum um starfsemi bank-
ans, segir meðal annars um lánveit-
ingar út úr bankanum á árinu 2008:
„Við töldum það áhugavert að vinna
yfirlit upp úr lánabókunum (sem
innihalda þó alls ekki öll þau lán sem
Glitnir veitti, meðal annars þau sem
dótturfélög bankans veittu) um þrjá-
tíu hæstu lánveitingarnar á tímabil-
inu frá því í janúar 2008 og þar til í
september sama ár.“
Rannsakendunum hefur örugg-
lega þótt þetta vera áhugavert rann-
sóknarefni vegna þess að mörg ís-
lensk fyrirtæki og eignarhaldsfélög
þurftu á lánafyrirgreiðslu að halda
á þessum tíma til að endurfjármagna
lán sín í öðrum bönkum og eða mæta
veðköllum. Allt frá því í árslok 2007,
með falli fjárfestingarfélagsins Gnúps
og erfiðleikum FL Group, má segja að
tekið hafi að síga allverulega á ógæfu-
hliðina í íslensku viðskiptalífi. Ýmsar
þeirra lánveitinga sem gagnrýndar
eru í skýrslu Cofisys voru viðbrögð við
þessu erfiða ástandi þar sem reynt var
að nota fjármuni Glitnis til að bjarga
aðilum tengdum bankanum frá því
að lenda í erfiðleikum. Með því að
bjarga þessum tengdu aðilum úr erf-
iðleikum var bankinn að verja sjálfan
sig á sama tíma.
62 prósent til tengdra aðila
Þannig ræða skýrsluhöfundar um
það að 62 prósent þeirra lána sem
veitt voru á þessum tíma hafi verið
til tengdra aðila. Orðrétt segir: „Þess-
ar nýju lánveitingar, sem námu 366
milljörðum eða um 20 prósent af öll-
um útlánum bankans í árslok 2007,
geta verið álitnar gríðarlega háar þeg-
ar litið er til þess að Glitnir virðist
stöðugt hafa verið að leita að lausafé
á þessum tíma. 62 prósent af þessum
lánum voru veitt til tengdra aðila.“
Í skýrslunni segir að mörg þess-
ara lána sem veitt voru árið 2006 hafi
áður verið gagnrýnd á opinberum
vettvangi.
Svartháfs- og Vafnings-
viðskiptin gagnrýnd
Meðal þeirra lána sem
Matt og félagar hans
gagnrýna eru lánfyr-
irgreiðslur upp á
samtals 37,7 millj-
arða íslenskra
króna sem Glitn-
ir veitti eignar-
haldsfélögun-
um Svartháfi
og Vafningi,
síðar Föld-
ungi, í
febrúar 2008. Fjármunirnir runnu svo
til eignarhaldsfélaga sem voru í eigu
Karls og Steingríms Wernerssona í
Milestone og bræðranna Einars og
Benedikts Sveinssona og
voru notuð til að endur-
fjármagna lán sem þeir
höfðu tekið hjá banda-
ríska fjárfestingarbank-
anum Morgan Stanley
til að kaupa hlutabréf
í Glitni og sænska fjár-
málafyrirtækinu Invik
árið 2007.
Bjarni Benediktsson,
núverandi formaður Sjálf-
stæðisflokksins og sonur
Benedikts Sveinssonar,
tók þátt í þessum viðskipt-
um þegar hann veðsetti
hlutabréf Vafnings fyrir lán-
inu frá Glitni. Lánið rann
síðan til eignarhalds-
félagsins Þáttar Inter-
national og var not-
að til að greiða niður
hlutabréfaskuld fé-
lagsins við Morgan
Stanley. Ef Þátt-
ur Internation-
al hefði ekki náð
að endurfjár-
magna lánið má
ætla að Morgan
Stanley hefði leyst
hlutabréf félags-
ins til sín með veð-
kalli og að þetta
hefði getað valdið
áhlaupi á Glitni og
lækkað verð á hluta-
bréfunum í bank-
anum. Um þessi við-
skipti sagði Bjarni í
viðtali við DV fyrr á
árinu: „Menn eru að
endurfjármagna lán
og það er það sem
er aðalástæðan fyrir
þátttöku þessara fé-
laga í Vafningi.“
Um Svartháfs-
og Vafningsvið-
skiptin segir í
skýrslu Cofisys:
„Lán til Svart-
háfs og Földungs (Milestone Group):
nýjar lánveitingar í íslenskum krón-
um, 37,7 milljarðar króna. Á það hefur
verið bent í skýrslu rannsóknarnefnd-
ar Alþingis að lánin hafi verið veitt til
að gera félögunum kleift að standa í
skilum við Morgan Stanley.“ Í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis segir
að lánið til Svartháfs hafi verið skýrt
brot á reglum um lán til tengdra að-
ila og jafnframt: „Í raun hafði Glitnir
í sjónhendingu afhent um 6,8% eigna
sinna og án þess að tilkynna það op-
inberlega!“
Skýrsla Matts styrkir því þá sýn á
einstaka lánveitingar út úr Glitni sem
áður hefur komið fram. Megininntak-
ið í umfjölluninni í skýrslunni er að
Glitnir hafi notað fjármuni sína til
að bæta stöðu hluthafa bankans eða
bjarga þeim þegar í harðbakkann sló.
Eglu- og Stapaviðskiptin talin
vafasöm
Lánveitingar til Eglu, eignarhaldsfé-
lags Ólafs Ólafssonar í Samskipum,
og fjárfestingarfélagsins Stapa eru
sömuleiðis gagnrýnd í skýrslunni.
Egla fékk rúmlega 18 milljarða króna
lán til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi
árið 2008 og Stapi, félag í eigu bókaút-
gefandans Tómasar Hermannssonar,
fékk rúmlega 17 milljarða króna lán
til að kaupa verðlitlar eignir í Mosaic
Fashion og Landic Property af Baugi.
Lánveitingar til Styttu, félags sem
átti í Iceland Foods, og lán til Iceland
Foods eru sömuleiðis gagnrýnd, auk
lánveitinga til NG1 eignarhaldsfélags.
Samtals námu nýjar lánveitingar til
þessara félaga rúmum 35 milljörðum
króna á árinu 2008. Þessi félög tengd-
ust öll Jóni Ásgeiri Jóhannessyni,
Baugi og tengdum aðilum.
Þessir aðilar fá sömuleiðis nokkuð
harða útreið í skýrslu Matts en farið er
yfir það í skýrslunni hvernig lánveit-
ingar til félaga í eigu Jóns Ásgeirs og
viðskiptafélaga hans jukust til muna
eftir að FL Group hafði náð tökum á
bankanum í apríl 2007. Í árslok 2006
voru stærstu áhættuskuldbindingar
Glitnis hjá Milestone og eignarhalds-
félaginu BNT, móðurfélagi N1, en
eigendur þessara félaga voru stærstu
hluthafar bankans á þessum tíma,
á meðan FL Group og Baugur voru
orðnir stærstu skuldararnir ári síðar.
Milestone var þá í þriðja sæti. Stærstu
eigendur Glitnis voru því yfirleitt þeir
sem fengu mest lánað hjá bankanum.
Ályktunin sem dregin er af þess-
um lánveitingum í skýrslunni sem
unnin var fyrir sérstakan saksókn-
ara er að hefðbundin bankastarfsemi
hafi ekki verið stunduð í Glitni þegar
þarna var komið sögu: „Niðurstaðan
er sú að það virðist sem hefðbund-
in bankastarfsemi hafi smám sam-
an verið orðin aukaatriði í starfsemi
Glitnis (að minnsta kosti þegar litið er
til þeirra upphæða sem hér um ræð-
ir) á árinu 2008, á meðan lánveitingar
til tengdra aðila og alls kyns sérstak-
ir viðskiptagerningar hafi verið orðnir
að aðalatriði.“
Skýrsla fransks rannsóknarfyrirtækis er gagnrýnin á starfsemi Glitnis. Skýrslan var unnin fyrir embætti sér-
staks saksóknara sem ætlar að nota hana við rannsóknina á málefnum Glitnis. Í skýrslunni kemur meðal annars
fram að Glitnir hafi lánað 366 milljarða króna árið 2006 og að meirihluti þessara lána hafi verið til tengdra aðila.
Endurskoðendur bankans eru sagðir hafa brugðist starfsskyldum sínum við yfirferð á reikningum Glitnis.
GLITNIR LÁNAÐI 366
MILLJARÐA ÁRIÐ 2008
Landsbanki Íslands 51,4
Svartháfur ehf. 29,3
Barclays Bank 23,6
Óþekktur aðili 19,8
Egla Invest B.V. 18,4
Stapi fjárfestingafélag 17,3
Stytta ehf. 17,0
Salt Financials 15,2
Óþekktur aðili 14,1
Fasteign hf. 13,1
RBS (Skotlandsbanki) 13,1
NG1 eignarhaldsfélag 9,2
Iceland Foods Ltd. 9,1
Skeljungur hf. 8,6
Morgan Stanley Capital Services 8,5
Földungur (Vafningur) 8,4
Eik properties ehf. 8,4
Rákungur ehf. 8,1
Askar Capital ehf. 7,9
Óþekktur aðili 7,6
Volstad Maritime 7,3
Fs38 ehf. 6,2
Iceproperties ehf. 6,1
Festing ehf. 6,1
Óþekktur aðili 5,7
Óþekktur aðili 5,6
Óþekktur aðili 5,5
Landic Property hf. 5,1
Geysir Green Energy 5,0
*Upphæðir í milljörðum króna
hæstu nýju lánin frá glitni 2008
inGi f. ViLhjáLmSSon
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
„Bankaránið“ Jón Ásgeir Jóhannesson
var einn af stærstu eigendum Glitnis.
Meðan hann var eigandi jukust lán til
tengdra aðila til mikilla muna.