Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 8. desember 2010 miðvikudagur
Stofnun ríkja innan Evrópuráðsins,
sem berst gegn spillingu í aðildar-
löndunum, segir að íslensk stjórn-
völd hafi sýnt takmarkaða og óvið-
unandi tilburði við að framfylgja
tilmælum stofnunarinnar um að-
gerðir gegn spillingu í landinu.
Stofnunin, sem nefnist GRECO,
skilaði skýrslu um stöðu mála varð-
andi mútur, ákærur, kosningabar-
áttu og fjármál stjórnmálaflokka í
apríl 2008. Stjórnvöldum var gefinn
frestur til loka október 2008 til þess
að bregðast við tilmælum GRECO. Í
engu hafði verið brugðist við þeim
fyrir tilsettan tíma og að einhverju
leyti má rekja það til bankahruns-
ins fáeinum vikum fyrr.
GRECO gaf loks út sex blað-
síðna skýrslu í mars á yfirstand-
andi ári um eftirfylgnina. Sú skýrsla
byggðist á viðbrögðum sem borist
höfðu GRECO í Strassborg í febrú-
ar á þessu ári. Niðurstaðan var sú
að Ísland hefði aðeins hrundið ein-
um tilmælum af 15 í framkvæmd á
viðunandi hátt. „Upplýsingar þær
sem íslensk stjórnvöld hafa látið
í té bera með sér að vinnan við að
framfylgja öllum utan einum til-
mælum í matsskýrslu þriðju um-
ferðar, hvort heldur er í efnisflokki
1 eða 2, er enn á byrjunarstigi. [...]
Í ljósi framangreinds er það niður-
staða GRECO að hin afar takmark-
aða fylgni við tilmæli nefndarinnar
sé „í heildina óviðunandi“ ...“
Viðurlög
Í ljósi þessarar niðurstöðu ákvað
GRECO að beita viðurlögum gegn
Íslandi og krafðist þess að formað-
ur íslensku sendinefndarinnar skil-
aði sérstakri skýrslu um framvind-
una og hvernig gengi að framfylgja
tilmælunum sem eftir standa.
Stofnunin gaf nefndinni frest til
loka september síðastliðins til þess
að skila umræddri skýrslu.
Eins og áður krefst GRECO
þess að íslensk stjórnvöld láti þýða
skýrslurnar á íslensku og birti þær
almenningi. Nokkur misbrestur
hefur einnig orðið á því eins og DV
hefur komist að.
Íslensk stjórnvöld fullgiltu aðild
sína að GRECO árið 1999 og skil-
uðu sérfræðingar stofnunarinnar í
Strassborg sinni fystu skýrslu árið
2001. Þess má geta að GRECO var-
aði snemma við spillingarhættu
samfara umfangsmikilli einka-
væðingu. Þá má rekja hert lög um
fjármál stjórnmálaflokka og fram-
bjóðendur árið 2006 til tilmæla
GRECO. Ný skýrsla um framvind-
una á Íslandi var samþykkt fyrir fá-
einum dögum og þykja stjórnvöld
hafa brugðist vel við tilmælum sem
snúa að fjármálum stjórnmála-
flokka og auknu gagnsæi.
Fyrir miðjan áratuginn könn-
uðu sérfræðingar stofnunarinnar
mútubrot hér á landi og viðurlög
við mútum og mútuþægni. Þá vakti
meðal annars athygli þeirra að að-
eins einn maður hafði verið kærður
og fundinn sekur um mútuþægni
hér á landi í heilan áratug. Einnig
var það orðað að sá sami hafði ver-
ið kjörinn aftur á þing eftir afplán-
un. Þarna er átt við Árna Johnsen
þótt nafn hans sé ekki að finna í
skýrslum GRECO.
Mútur framandi hér á landi?
Stofnunin lagði meðal annars til
í skýrslu sinni í apríl árið 2008 að
refsingar fyrir mútubrot í einka-
geiranum yrðu þyngdar og að at-
hugað yrði hvort þyngja ætti refs-
ingar fyrir virk mútubrot í opinberu
starfi.
Íslensk stjórnvöld gerðu grein
fyrir stöðunni að höfðu samráði við
refsiréttarnefnd og dómsmála- og
mannréttindaráðuneytið. Í grein-
argerð til GRECO segir um þetta
að íslensk stjórnvöld séu þeirrar
skoðunar að núverandi refsingar
fyrir mútubrot, bæði í einkageir-
anum og opinbera geiranum, séu
í samræmi við refsingar fyrr önn-
ur sambærileg brot í almennum
hegningarlögum. Einnig sé refsing
í samræmi við refsingar fyrir sam-
bærileg brot í löndum með líka
lagahefð. Þá endurspegli almenn
umræða á Íslandi ekki þá skoðun
að viðurlög þurfi að þyngja og því
telji íslensk stjórnvöld enga nauð-
syn bera til að þyngja refsingar fyrir
mútubrot.
„GRECO veitir þesu eftirtekt og
þykir miður að afstaða stjórnvalda
skuli ekki vara í samræmi við fyrsta
hluta tilmælanna. GRECO leggur í
þessu samhengi áherslu á það að
núverandi viðurlög fyrir mútubrot
í einkageiranum á Íslandi virð-
ast vægari í samanburði við þau
sem tiltæk eru í hegningarlögum
annarra aðildarríkja GRECO, að
Norðurlöndunum meðtöldum,“
segir orðrétt í skýrslu stofnunar-
innar frá því fyrr á þessu ári. Fyrsti
hluti tilmælanna, sem til er vísað,
kveður á um að lög um mútur og
áhrifakaup í almennum hegning-
arlögum nái einnig til þingmanna,
fulltrúa erlendra fulltrúaþinga svo
nokkuð sé nefnt. „GRECO telur
því að þessum hluta tilmælanna
hafi ekki verið framfylgt og hvet-
ur íslensk stjórnvöld til að end-
urskoða afstöðu sína með tilliti til
viðurlaga fyrir mútubrot í einka-
geiranum.“
Ýmis mál í vinnslu
GRECO hafði einnig mælst til þess
að löggæsluyfirvöld hlytu sérstaka
þjálfun í glímunni við spillingu
þannig að þau yrðu betur í stakk
búin til þess að fletta ofan af, rann-
saka og ákæra í slíkum málum. Ís-
lensk stjórnvöld bentu á í þessu
sambandi að efnahagsbrotadeild
ríkislögreglustjóra hefði nýlega
verið efld. GRECO lætur sér þetta
vel líka í skýrslunni en fær þó ekki
séð að nokkurri sérhæfðri þjálfun
fyrir löggæsluyfirvöld hafi verið
komið á eins og ætlast var til með
tilmælunum.
Þess ber að geta að stjórnvöld
vinna nú að því að bregðast við til-
mælum GRECO og skila umbeð-
inni skýrslu. Fyrr á þessu ári var
lögð til breyting á hegningarlögum
í þá veru að þau tækju mið af samn-
ingi Sameinuðu þjóðanna um spill-
ingu, en ráðgert er að Ísland gerist
aðili að þeim samningi. Markmið
þess samnings er að stuðla að og
styrkja ráðstafanir til þess að koma
í veg fyrir og berjast gegn spillingu
með skilvirkari og árangursríkari
hætti, styðja alþjóðlega samvinnu
og tæknilega aðstoð í tenglsum
meðal annars við að endurheimta
fjármuni og stuðla að ráðvendni,
áreiðanleika og góðri opinberri
stjórnsýslu og umsýslu opinberra
eigna. „Í ákvæðum samningsins
eru meðal annars ákvæði um refsi-
næmi þess að múta innlendum
eða erlendum opinberum emb-
ættismönnum og mönnum innan
einkageirans,“ eins og segir í nýju
áliti allsherjarnefndar Alþingis um
frumvarpið.
Þá má geta þess að nýlega voru
samþykkt lög sem ætlað er að
skapa lagalega umgjörð um siða-
reglur fyrir ríkisstarfsmenn og ráð-
herra.
Ný skýrsla á næstunni
Fyrir helgina skilar nefnd á vegum
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra lokaskýrslu um breyting-
ar á stjórnarráðinu. Jóhanna sagði
á flokksstjórnarfundi Samfylking-
arinnar um síðustu helgi að þar
væru lagðar til róttækar breyting-
ar, en þær eiga að miða að aukinni
faglegri þjónustu stjórnkerfisins og
skilvirkni og draga úr spillingu og
frændhygli.
Geta má þess að ný skýrsla
GRECO um framvinduna er vænt-
anleg á næstu dögum og hefur
birting hennar verið samþykkt af
hálfu beggja aðila. Þar þykir fram-
vindan hafa verið jákvæð, sérstak-
lega vaðandi gagnsæi fjárframlaga
til stjórnmálaflokka og frambjóð-
enda.
Með því að kaupa
FRIÐARLJÓSIÐ
styrkir þú hjálparstarf
og um leið verndaðan
vinnustað.
P
IP
A
R
\T
B
W
A
-
1
02
97
5
látum
Friðarljósið
lýsa upp aðventuna
HERÐI VIÐURLÖG
VIÐ MÚTUBROTUM
GRECO hefur beitt Ísland viðurlögum vegna slakrar frammistöðu við að framfylgja tilmælum stofnun-
arinnar um hert viðurlög gegn mútubrotum og aðgerðir gegn spillingu. Stjórnkerfið telur hert viðurlög
óþörf. Stjórnvöld þykja hins vegar hafa staðið sig betur við að auka gagnsæi fjárframlaga til stjórnmála-
flokka og frambjóðenda.
jóhaNN haukssoN
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Reiður almenningur Almennumborgurumhefurþóttgangahægtaðupprætaspilltasérhagsmunagæsluinnaníslenska
stjórnkerfisins.
Vill taka til ÞóttJóhannaSigurð-
ardóttirforsætisráðherrahafiárum
samanbaristgegnspillingugengur
hreinsuninhægtaðmatiGRECO,á
sumumsviðumaðminnstakosti.
GRECO leggur í þessu samhengi áherslu á að núverandi viðurlög fyrir mútubrot í
einkageiranum á Íslandi virðast vægari í saman-
burði við þau sem tiltæk eru í hegningarlögum
annarra aðildarríkja.